Þórður Snær: byrlunin á ekki erindi til almennings

Á Heimildinni eru 4 blaðamenn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Ritstjóri Heimildarinnar, Þórður Snær Júlíusson, telur fréttir um málið ekki eiga erindi við almenning. Sjálfur er Þórður Snær sakborningur.

Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir í tæp tvö ár eða frá því að Páll kærði 14. maí 2021. Viku síðar birtu Stundin og Kjarninn fyrstu fréttir úr síma skipstjórans - vitandi forsöguna, að byrlun var undanfari þjófnaðar. Miðlarnir tveir urðu Heimildin síðustu áramót. 

Þórður Snær situr á málsgögnum sem aðrir, utan réttarkerfisins, hafa ekki séð. Gögnin fékk hann með leka úr landsrétti sl. vor, þegar réttað var í kærumáli Aðalsteins Kjartanssonar, sakbornings og undirmanns Þórðar Snæs. DV fjallaði um lekann og hefur eftir Þórði Snæ:

„Ég hef lesið þau rannsóknargögn sem afhent voru í Landsrétti og ég sé ekki ástæðu til að tilgreina nánar hver þau eru. Hafi verið gerð þau mistök að afhenda of mikið af gögnum sé ég ekki að það sé mitt vandamál. Það er eðlilegt í svona máli að við og lögmenn okkar reynum að afla eins mikilla gagna og við getum.“

Þórður segir að í gögnunum séu viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar sem ritstjórn Kjarnans hafi metið að ættu ekki erindi við almenning.

„Sú ákvörðun var tekin hjá okkur að eini vettvangurinn þar sem ég ætla að tjá mig um þessi gögn væri í gegnum leiðaraskrif. Í þeim leiðara sem hér um ræðir kemur skýrt fram hver mín afstaða er til þessa málareksturs.“

Aðild blaðamanna að byrlun og gagnastuldi þætti fréttaefni á öllum byggðum bólum. Norður-Kórea kannski undantekning. Þórður Snær telur sig hafa umboð frá almenningi til að ákveða hvað eigi erindi í opinbera umræðu og hvað ekki.

Öðrum þræði má hafa gaman af mannalátum ritstjórans. Hinum þræðinum er alvarlegt að sakborningar stjórni umræðu um sakamál. Svipað og að brennuvargar stjórni slökkviliði.

Fjölmiðlakerfi sem kemst upp með að þegja stórfréttir kemst líka upp með að búa til fréttir sem engar eru. Fyllibytta var heimildin fyrir íslenskri spillingu í litlu Afríkuríki; fjárkúgari að þrír miðaldra karlmenn hefðu brotið á ungri konu. RSK-miðlar ýmist þegja fréttir eða skálda þær.

 


mbl.is Rannsókn lögreglu í byrlunarmáli útvíkkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband