Sími Þóru: 692 kr. reikningur í apríl

Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks keypti síma á kostnað RÚV í apríl 2021. Síminn er sömu gerðar, Samsung, og sími Páls skipstjóra Steingrímssonar sem byrlað var 3. maí 2021. Þóra valdi á sinn síma númerið 680 2140. Númerið á síma Páls er 680 214X.

Í yfirheyrslu lögreglu bar Þóra því við að Samsung síminn hafi verið notaður til samskipta við heimildamenn Kveiks. En símanúmerið er hvergi skráð heldur leyninúmer. Enginn gat hringt í númerið með fréttaskot eða upplýsingar. Þá var ekki mikið hringt úr símanum í apríl. Reikningurinn fyrir mánuðinn er upp á 692 kr.

Á meðan Páll skipstjóri var á gjörgæslu á Landsspítalanum var síma hans stolið. Síminn var í þjófahöndum 4. og 5. maí 2021. Staðsetningarbúnaður í síma skipstjórans sýnir að símtækið var í höfuðstöðvum RÚV á Efstaleiti á þessum tíma. Samsung-sími Þóru  var notaður til að afrita síma skipstjórans. Símakaup Þóru í apríl voru ekki tilviljun. Símanúmerið var ekki tilviljun. Í apríl var vitað að Páli skipstjóra yrði byrlað í maí.

Afritaði síminn í fórum Þóru og Kveiks-manna var notaður til reglulegra samskipta við byrlara Páls, konu sem á um sárt að binda vegna andlegra veikinda. Í símaskrá síma veiku konunnar var númerið 680 2140 merkt ÞAK - Þóra Arnórsdóttir Kveikur.

Hvar skyldi Samsung-sími Þóru vera niðurkominn núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Gæti Stefán Eiríksson vera með hann? Eða veit hann ekkert um þetta mál!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.4.2023 kl. 10:44

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað verður eiginlega um þetta sakamál??? Ætli fari fyrir því eins og svo mörg önnur mál sem falla á tíma og ekkert verði gert til að réttlæti nái fram að ganga?????

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.4.2023 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband