Lögreglan spyr Þórð Snæ um síma Páls skipstjóra

,,Aðspurður sagðist Þórður Snær aldrei hafa tekið við né séð símtækið hans Páls eða meðhöndlað það."

Tilvitnunin er tekin úr lögregluskýrslu 11. ágúst 2022. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, var til yfirheyrslu.

Síma Páls skipstjóra var stolið 4. maí 2021 og færður blaðamönnum til afritunar. Þórður Snær vissi að lögbrot hefði verið framið. Í frétt Kjarnans 21. maí segir: ,,Ábyrgðarmenn Kjarnans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miðilsins bárust frá þriðja aðila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið..." 

Lögreglan hefði ekki spurt Þórð Snæ hvort hann hefði séð eða meðhöndlað síma skipstjórans nema vera með gögn í höndunum. Í síma skipstjórans var smitrakningarforrit, vegna COVID-19, sem skráði öll símanúmer í nálægð. 

Það er lögbrot að ljúga í yfirheyrslu lögreglu.

Óværan var skeggjuð sem smitrakningin fangaði maívorið 2021. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband