Fréttablaðið undanfari RSK-miðla

Auðmaðurinn Helgi Magnússon átti og rak Fréttablaðið og Hringbraut. Helgi er einn af stofnendum Viðreisnar, ef ekki stofnandi, og er áhugasamur um ESB-aðild Íslands. Fréttablaðið endurspeglaði pólitískar áherslur Helga og Viðreisnar í leiðaraskrifum og fréttastefnu.

Helgi er ekki spurður hvers vegna hann lokaði útgáfunni. Kannski sökum þess að ástæðan er augljós. Fréttablaðið tapaði of miklum peningum til að hægt væri að réttlæta útgerðina.

Almennt gildir um fjölmiðlun að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Fjölmiðlar eru alltaf álitlegur kostur fyrir áhugamenn um framgang pólitískra sjónarmiða. Fjölmiðlar í heild fara með stærstan hluta dagskrárvalds umræðunnar, fara nálægt því að stjórna hvaða málefni fá athygli og hvað er látið liggja í þagnargildi.  

Til að fjölmiðill nái árangir þarf meira til en pólitísk áhugamál eigenda. Fjölmiðill þarf einnig að þjónusta almenning í einhverjum skilningi. Stundum þarf ekki meira en að leiða saman auglýsendur og lesendur/áhorfendur. Fréttablaðið var frá fyrstu tíð fríblað, ókeypis fyrir almenning. Auglýsendur fjármögnuðu útgáfuna.

Þekktasti eigandi Fréttablaðsins, ef ekki sá alræmdasti, Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, notaði blaðið í tvennum tilgangi. Hann keypti auglýsingar fyrir hönd Bónuss, Hagkaupa og þeirrar samsteypu annars vegar og hins vegar beitti hann útgáfunni til að stýra opinberri umræðu í eigin þágu.

Frægasta tilvikið um spuna í þágu Jóns Ásgeirs hófst  þann 1. mars 2003 þegar Fréttablaðið birti fjögurra dálka forsíðufrétt með fyrirsögninni Óttuðust afskipti forsætisráðherra. Fréttin gekk út á það að Davíð Oddsson hefði staðið á bakvið lögreglurannsókn á Baugi sem hófst árið áður. Í framhaldi kom á daginn að Baugur hafði boðið Davíð 300 milljónir króna í ,,sporlausum peningum" til að ganga í lið með auðvaldinu.

Leynt var farið með eignarhald Jóns Ásgeirs á Fréttablaðinu þegar atlagan gegn Davíð hófst. Á ritstjórnarhlið málsins véluðu tveir menn sem kunna að aka seglum eftir vindi. Gunnar Smári var ritstjóri og Reynir Traustason blaðamaðurinn sem skrifaði mútufréttina.

Frá og með 1. mars 2003 hélt innreið sína í blaðamennsku aðferðafræði við vinnslu frétta sem RSK-miðlar tóku upp á sína arma. Aðferðin er gera falsfréttir trúverðugar með endurtekningu. Á 20 árum þróuðust falsfréttir yfir í byrlun og gagnastuld. Siðbrot urðu lögbrot.

Enginn biður um endurreisn Fréttablaðsins. Nafnið er órjúfanlega tengt spillingu íslenskrar blaðamennsku.

 

  


mbl.is Áhugi á að endurreisa Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Útvarp allra landsmanna og öryggisventill þjóðarinnar er nú útvarp ESB-sinna og kúltúrkrakka.

Júlíus Valsson, 6.4.2023 kl. 08:49

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Takk fyrir að rifja þetta upp.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2023 kl. 08:50

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þørf upprifjun!!! 

Ragnhildur Kolka, 6.4.2023 kl. 10:07

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,en svo ergileg! 

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2023 kl. 12:53

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson á virðingu mína fyrir að vera menningarfrömuður, þótt ég sé ekki sammála honum í pólitík. Hringbraut var að nokkru leyti eins og RÚV var fyrstu árin, menningartengd stöð með áherzlu á nýtt, innlent efni sem var gott.

Mér fannst alltaf of góður biti færi í hundskjaft þegar hann varð ritstjóri Fréttablaðsins með fyrirskipun frá peningavaldinu að vera með ESB áróður. Hann hefur virkað á mig sem flóknari persónuleiki en hann reyndi að vera í pistlunum fyrir Fréttablaðið síðustu árin.

Ég held að hægt sé að reka miklu betra RÚV með miklu minna fé eins og það var gert fyrstu áratugina. Það á að leyfa fólki að tjá sig sjálft og hafa mismunandi skoðanir. Ein skipun að ofan um pólitíska rétthugsun er bara leiðinleg fyrir þá sem eru neytendur efnisins.

Þannig að skoðanakúgun í formi hreintrúarstjórnmálastefnufrumvarps Katrínar forsætisráðherra mun endanlega drepa það sem eftir er af fjölmiðlum á Íslandi nema RÚV.

Fyrst og fremst er skemmtilegt að heyra mennsku í fjölmiðlum, þegar fólk deilir, eins og Silfrið var fyrstu árin. 

Eftir stafræna umbyltingu í RÚV hafa oft komið truflanir í hljóð og mynd, þannig að nýjasta tæknin dugar ekki alltaf. Stundum koma þættir með Silfrinu þar sem skrjáfar í hljóðnemum allan þáttinn og skruðningar heyrast, meira en þegar hliðræna tæknin var notuð.

Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2023 kl. 18:24

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég minnist þess að hafa hneykslast á eins milljarðs kúluláni sem illfyglin Steingrímur og Jóhanna stóðu fyrir að veita ESB miðlinum, Fréttablaðinu sem einu af þeirra fyrstu verkum eftir að þau komust til valda eftir hrunið.

Þeir peningar komu auðvitað beint eða óbeint frá Evrópusambandinu, sem ætlaði auðvitað þá, eins og það reynir nú aftur, að þvinga okkur í svo ómögulegar aðstæður með hjálp viljugs landsölufólks og þá, eins og nú aftur með auðlindirnar okkar að veði - svo að við verðum að lokum tilneydd til að koma á hnjánum og leyta á náðir þeirra eftir inngöngu.

Þetta kúlulán virðist horfið í aldanna skaut, líkt og öll hin kúlulánin sem allir vilja helst gleyma, einhverra óskiljanlegra hluta vegna.

Jónatan Karlsson, 7.4.2023 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband