Miðvikudagur, 5. apríl 2023
Transkarl getur ekki orðið faðir
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að transkarl geti ekki verið faðir að lögum. Transkarl er líffræðilega fædd kona sem kallar sig karl. Um er að ræða þýskan transkarl sem ól barn og vildi fá lögskráningu sem faðir en ekki móðir.
Die Welt greinir frá málinu og segir að transkarlinn hafi fullreynt úrræði í þýska réttarkerfinu til að fá sig skráðan sem föður. Málinu var áfrýjað til Mannréttindadómstólsins sem staðfesti niðurstöðu þýskra yfirvalda. Transkarl getur ekki verið faðir þar sem viðkomandi er líffræðilega kona og skal skráð sem móðir.
í transumræðunni vegast á tvenn ósamrýmanleg sjónarmið. Í fyrsta lagi einstaklingsréttur, að skilgreina sig á hvaða hátt sem maður kýs. Í öðru lagi líffræðilegar staðreyndir, að kynin séu aðeins tvö og meðfædd.
Málamiðlun á milli ólíku sjónarmiðanna virðist borin von. Þeir sem eru trans standa á því fastari en fótunum að þeir séu í raun og sann annað kyn en það sem náttúran gaf þeim við fæðingu. Á hinum endanum telst það almenn og viðurkennd þekking að líffræði, óháð löngun, sannfæringu eða vilja, ráði kyni.
Mannréttindadómstólinn segir að líffræðilegar staðreyndir ákvarði kyn. Af því leiðir eru transkarlar mæður svo fremi að viðkomandi sé foreldri.
Í Bretlandi er hafin endurskoðun á jafnréttislögum. Markmiðið er að verja líffræðilegt kyn. Konur eru í forystu fyrir kröfunni um að harðar staðreyndir fái forgang á kostnað hugmyndafræði um að kyn sé valfrjálst.
Athugasemdir
"Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði
að transkarl geti ekki verið faðir að lögum".
-----------------------------------------------------------------------------------
Er þetta ekki bara réttlátur dómur?
Mér sýnist að mannréttindadómur Evrópu sé með HEILBRIGÐARI SÝN
á þessi mál heldur en alþingi íslendinga:
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html
Jón Þórhallsson, 5.4.2023 kl. 08:43
Ps. Þó að ég sé með forsíðu bókarinnar INNSÝN Í MANNLEGA TILVERU
sem forsíðumynd tengt mínu bloggi
þar sem að er að finna appelsínugulann þríhyrning,
það er algert auka-atriði
og tengist ekki samkynhneigðum sjónarmiðum að neinu leiti.
Heldur er aðal-áherslan á INNIHALD þessarar bókar.
Þó að það sé nú önnur saga.
Jón Þórhallsson, 5.4.2023 kl. 08:49
Reikna má með að Transsamtökin 78 breyti öllu sínu efni í kjölfar dómsins. Samtökin hafa haldið fram að karl geti verið móðir og kona faðir. Hvort þessi vitleysa hafi náð inn í kennslubækur grunnskólabarna og fræðiefni kynjafræðinga veit ég ekki. Í það minnsta, dómurinn kallar á lagfæringu hjá þessum aðilum.
Getum við ekki reiknað með að fréttin komin í alla helstu miðla. Verði fyrsta frétt á Ruv í kvöld.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 5.4.2023 kl. 09:21
,,Þeir sem eru trans standa á því fastar en fótunum að þeir séu í raun og sann annað kyn en það sem náttúran gaf þeim við fæðingu."
Um leið er haldið fram þeirri kynlegu mótsögn að kyn sé ekki til.
Baldur Gunnarsson, 5.4.2023 kl. 11:17
Rétt skal vera rétt og það er löngu tími til að þessi vitfirring fari að hætta og viðurkenna að Kona sé kona og karl sé karl og ekkert bull og þvæla meira með það. En það eiga sumir/sumar erfitt eða íllmögulegt með að viðurkenna.
Riddarinn , 5.4.2023 kl. 11:49
Richard Þorlákur Úlfarsson, 5.4.2023 kl. 14:39
Allavega uppáhalds frétt nafna mín; þeirra af verri endanum.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2023 kl. 15:37
Vert að spyrja gildir úrskurður Mannréttindadómstólsins jafnframt um transkonur?
Anna Björg Hjartardóttir, 5.4.2023 kl. 18:06
Anna Björg, setti greinina í þýðingu og sé greinin rétt þýdd segir aftarlega í henni ,,Tengingin milli æxlunarstarfsemi og kyns er að lokum óumdeilanlega byggð á líffræðilegum staðreyndum, það var sagt: "Móðirin er sá sem fæddi barnið."
Reiknum með að það gildi í hina áttina líka, trans kona er ekki móðir. Reyndar finnst mér ekki þurfa dómsúrskurð til að vita það.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 5.4.2023 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.