Sunnudagur, 26. mars 2023
Áfrýjun til landsréttar, málskostnaður
Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 2,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. ,,...það má ekki segja hvað sem er um hvern sem er," sagði annar blaðamannanna, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, við dómsuppsögu á föstudag.
Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina.
RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður.
Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar.
kRST lögmenn ehf. hafa verið svo vinsamlegir að opna fjárvörslureikning til að halda utan um málskostnaðinn. Þeir sem vilja leggja málinu lið er bent á reikninginn sem skráður er hér að neðan - með fyrirfram þökkum frá tilfallandi bloggara.
KRST lögmenn ehf.
Kennitala
711204-2960
Reikningsnúmer
0513-14-640046
Páll vill draga „þjófsnauta“ fyrir Landsrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úr 73. grein stjórnarkrár lýðveldisins:
"73. gr.
[Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi."
Þú varst dæmdur á grunni þess að þú fórst með ósannindi, dylgjur og lygar á hendur einstaklingum sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum og fyrir það varstu dæmdur.
Þú mátt segja hvað sem er en eins og kveður á um í 73. grein þarftu að standa skil á orðum þínum fyrir dómi ef einhver ákveður að kæra eins og gert var í þessu tilfelli.
Hættu svo að væla og grenja bölvaður auminginn þinn því þú fékkst nákvæmlega það sem þú áttir skilið og baðst um.
Jack Daniel's, 26.3.2023 kl. 11:25
,,...það má ekki segja hvað sem er um hvern sem er,
nema þú sért í liði með góða fólkinu þá máttu ljúga, níða, fremja lögbrot og leggja líf annarra í rúst.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 26.3.2023 kl. 11:56
Ekki segja mér, Richard, að Samherji sé í liði með góða fólkinu?
Jón Páll Garðarsson, 26.3.2023 kl. 12:21
Það er ekki búið að dæma í símastuldsmálinu. Ekki einu sinni komin ákæra. Meðan svo er ekki teljast sakborningar saklausir þar til sekt er sönnuð. Þessvegna geta menn átt yfir sér ákæru fyrir að tjá sig um mál.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.3.2023 kl. 12:26
Af hverju lagðir þú ekki fyrir dóminn það sem þú hefur fyrir þér í málinu um að þeir séu grunaðir um byrlun og þjófnað?
Torfi Magnússon, 26.3.2023 kl. 12:59
Íslenskt réttarkerfi færist æ lengra frá dönsku frumgerðinni. Það vantar bara kviðdóma þéttsetna vel völdum gæðingum.
FORNLEIFUR, 26.3.2023 kl. 15:39
Tók eftirfarandi ófrjálsri hendi af Facebókarsíðu Baldurs Hermannssonar snillings:
''Herjans þrjótarnir hanka meistara Palla Vill á einhverjum tittlingaskít og hyggjast þagga niður í honum í eitt skipti fyrir öll með digrum og ósanngjörnum sektum, en þeim verður ekki kápan úr því klæðinu því nú tökum við smáfuglarnir til okkar ráða og látum af hendi rakna ... eða væng ... þótt ekki væri nema eitt lítið fræ og mun þá sannast að margt smátt gerir eitt stórt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.3.2023 kl. 17:06
Ruv og Stundin og Kjarninn hafa ekki átt í neinum vandræðum með að fjalla um Namibiumálið án þess að nokkrar sannanir liggi fyrir. Fjallað um fyrirtækið, eigendur og starfsmenn eins og þeir væru stórglæpamenn. Svo það er ekki eins þeir séu óvanir því að menn dragi ályktanir af sögusögnum.
Ragnhildur Kolka, 26.3.2023 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.