Laugardagur, 18. mars 2023
Katrín, kúrekar og indíánar
Á 19. öld var háð sléttustríð á meginlandi Ameríku undir formerkjunum hugmyndafræðinnar ,,manifest destiny", skrifað í skýin. Seinni tíma frásagir, oft í kvikmyndaðar, bjuggu til andstæður úr sléttustríðinu, kúreka og indíána. Sögulegi skáldskapurinn fékk slíkar undirtektir að hann gekk í endurnýjun lífdaga í kalda stríðinu. Kúrekar urðu tákn siðmenningar en indíánar rauðir villimenn.
Ameríska sléttustríðið er sniðmát vestrænna frásagna af Úkraínustríðinu. Selenskí forseti er kúreki vestrænnar siðmenningar í austurvíking. Pútín rauði villimaðurinn er lætur ekki að stjórn, kaupir ekki hugmyndafræðina um vestræna forsjá.
Frásagnir af grimmd indíána á 19. öld eru yfirfærðar á Rússa. Almannatenglar fundu hverfi í útjaðri Kíev sem hentaði til sviðsetningar. Bútsja hljómar á ensku eins og slátrari. Líkum var sáldrað á götur hverfisins og Rússar sagðir fjöldamorðingjar. Grunnhyggnir gleypa uppfærsluna hráa enda hönnuð fyrir trúgjarna.
Rétt eins og jafnan er hugmyndafræði yfirskin hagsmuna. Vestrið í Bandaríkjunum á 19. öld var tækifæri fyrir kapítalisma að brjóta undir sig land. Rússland, landmesta þjóðríki jarðkringlunnar, býr yfir náttúruauðlindum sem vestrænar fjármagnsklær geta ekki beðið að læsa sig í. Áður verða kúrekarnir að leggja undir sig lönd indíána. Heygðu mitt hjarta við Undað hné, kváðu frumbyggjar Ameríku er lífshættir þeirra liðu undir lok. Gráttu mig við Kremlarmúra, verða austrænu kveinstafirnir fá kúrekarnir sínu framgengt.
Katrín forsætis eggjar Selenskí í kúrekahlutverkinu. Pocahontas gengur enn fyrir björg.
Stríðið er eins og ok á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
John "The Duke" Wayne var kúl.
Guðjón E. Hreinberg, 18.3.2023 kl. 08:09
" Líkum var sáldrað á götur hverfisins og Rússar sagðir fjöldamorðingjar."
Heimild?
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 18.3.2023 kl. 09:11
Það er ekkert eins hagkvæmt fyrir sýndardyggðafólk vesturlanda og það að heyja stríð fyrir blóð annarra. Að því leytinu er Úkraína hentugur stórskjár fyrir dyggðaskiltun fólks á borð við Katrínu Jakobsdóttur fóstureyðingarfrömuð. Þarna er hún á heimavelli - í stað þess að ná fram öryggistryggingum fyrir þjóðina sem hún og leppstjórnin í Kænugarði spanderar í ekki neitt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.3.2023 kl. 09:20
Leikarar, leiktjöld og handrit hafa verið sérgrein Úkraínu allt frá því þeir komust upp með MH17 leikritið. En það þarf engan snilling til að sjá í gegnum Bucha leikritið. Allir sem sáu fagnaðarlæti borgarstjórans þegar Rússar drógu her sinn frá Bucha kippa sér ekki upp við tár hans nú. Líkin fóru ekki að hrannast upp á götunum fyrr en 4 dögum eftir að Rússar fóru frá bænum.
Ragnhildur Kolka, 18.3.2023 kl. 09:32
Í tilefni af því að nú er Pútín hundeltur af réttvísinni eins og glæpamaður (sem hann er) viðraði ég efasemdir um að verjendur og afsakendur hans myndu ekki kunna að skammast sín í kjölfarið.
Þetta blogg og þrjár af athugasemdunum hér á undan, staðfesta að þær efasemdir höfðu við rök að styðjast. Rétt er að minna á eftirfarandi lagagrein úr hegningarlögum, svo ekki þurfi að bæta fáeinum Íslendingum á handtökulistann sem inniheldur Pútín.
[100. gr. c.
Hver sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt styður refsiverða starfsemi eða sameiginlegt markmið félags eða hóps, sem framið hefur eitt eða fleiri brot gegn 100. gr. a eða 100. gr. b [hryðjuverk, innskot TN], og starfsemin eða markmiðin fela í sér að eitt eða fleiri slík brot séu framin, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.] 1)
Theódór Norðkvist, 18.3.2023 kl. 12:14
Í Bucha rúmast öll stríðslygin frá Úkraínu og nú skal sýna steinrunnið andlit ráðherra frá Íslandi um hvað?
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2023 kl. 12:33
Það er rétt hjá Páli að "Rússland, landmesta þjóðríki jarðkringlunnar, býr yfir náttúruauðlindum sem vestrænar fjármagnsklær geta ekki beðið að læsa sig í".
Nýlendutíminn endaði ekki með fall Breska heimsveldisins. Bandaríkjamenn tóku við keflinu. Aðferðin er hinsvegar önnur og lævísari. Það er gert með undirróður af ýmsu tagi, að búa til stjórnarbyltingu, mútum og margt fleira. Markmiðin eru að stórfyrirtækin fái "aðgang" (eða öllu heldur að eignist) auðlindir viðkomandi þjóða. Arðurinn (eins og á tímum nýlenduveldanna) flyst til eigenda stórfyrirtækjanna sem eru yfirþjóðlegt vald.
Þetta er ein af ástæðum fyrir þessu stríði. Putin hefur komið í veg fyrir innrás stórfyrirtækja (og yfirtöku á auðlindum) í Rússland. Sagan sem sögð er a Vesturlöndum er alltaf hve vondir svona menn eins og Putin eru á meðan að okkar leiðtogar séu réttlátir, frelsis og og friðelskandi.
booboo , 18.3.2023 kl. 13:18
Þessi Bjarmalandsför Katrínar og Þórdísar minnir mig örlítið á þegar Ingibjörg Sólrún táraðist í beinni fyrir framan statív með u.þ.b. tíu notuðum rakettum, að sögn frá Palestínumönnum, sem Ísraelsmenn notuðu til að sýna bláeygum túristum.
Jónatan Karlsson, 18.3.2023 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.