Miðvikudagur, 22. febrúar 2023
Nató kennir Kína um tap í Úkraínu
,,Ef Kína og Rússland ganga í bandalag skellur á þriðja heimsstyrjöldin," sagði Selenskí forseti í viðtali daginn sem Biden heimsótti Kænugarð.
Athyglisverð orð.
Vesturlönd eru logandi hrædd um að Kína styðji við bakið á Rússlandi í Úkraínustríðinu. ,,Kína gæti unnið stríðið fyrir Pútín," segir dálkahöfundur Telegraph.
Eftir heimsókn til Kænugarðs hélt Biden Bandaríkjaforseti til Póllands og lét hafa eftir sér fyrirsögnina í meðfylgjandi frétt: Nató er aldrei sterkara en einmitt núna.
Ef Nató er svona sterkt og mokar peningum og vopnum til Selenskí í Úkraínu hvaða hjárænulegi ótti er þetta við Kína?
Hljóð og mynd fara ekki saman.
Tilfellið er að hvorki er Nató sterkt né mun Kína ráða úrslitum í Úkraínu. Rússar gerðu samkomulag við Kína áður en þeir réðust inn í Úkraínu fyrir ári síðan. Kínverjar veittu blessun sína. Þeir vita sem er að markmið Bandaríkjanna, ESB og Nató er að knésetja Rússland. Gengi það eftir yrði Kína næst á matseðlinum vestræna.
Með stuðningi við Rússland kaupir Kína sér tryggingu gegn vestrænum ágangi á vesturlandamærin. Yrði Rússland brotið undir vesturlönd yxi matarlyst sigurvegaranna. Kínverjar vita hverjum klukkan glymur.
Ef á þyrfti að halda myndi Kína senda hermenn til Rússlands, líkt og þeir gerðu í Kóreustríðinu laust eftir miðja síðustu öld. En til þess mun ekki koma. Rússar eru fjórum sinnum fleiri að mannfjölda en Úkraína. Á meðan bræðraþjóðirnar stunda einar mannfórnir mun Rússland sigra fyrr heldur en seinna.
Yfirlýsingar um að Kína ráði úrslitum í Úkraínu eru undirbúningur Selenskí forseta og vestrænna ráðamanna að játa ósigur. Rússar hefðu aldrei sigrað án kínverskra bakhjarla, verður viðkvæðið.
Á vesturlöndum ríkir örvænting. Úkraína átti að verða framhald eftir sigurinn í kalda stríðinu. Þrjátíu árum síðar bætist Garðaríki við misheppnaðar vestrænar tilraunir að búa til þjóðríki í sinni mynd: Írak, Sýrland og Afganistan.
Raðbrestir dómgreindar eru til marks um djúpstæðan vanda.
![]() |
Biden segir NATO aldrei hafa staðið sterkara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má ekki á milli sjá hvort þú sért heitari stuðningsmaður SAMHERJA eða PÚTÍN.
Skeggi Skaftason, 22.2.2023 kl. 09:11
Þú hefur ekkert upp úr þeirri getraun Skeggi minn; miklu betra að taka þátt í tippinu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2023 kl. 14:51
Þeir hafa áttað sig á að kalt stríð við Kína er miklu þrifalegra og ábatasamara. Kína mun líklega hafa milligöngu um frið og rússar taka Lúgansl og Donbass. Ameríkönum hefur tekist að ræna rússa olíuviðskiptum við þjóðverja og þar er markmiðinu náð í bili allavega. Þetta var bara ránsherferð.
Veðurbelgurinn hlægilegi er næg átylla til að næra hergagnamaskínuna út í það óendanlega. Nú eru þeir að skjóta niður 12 dollara hobbýbelgi frá áhugaklúbbum í Alaska með hálfrar milljón dollara flugskeytum.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2023 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.