Orson, Úkraína og ógnin að ofan

Útvarpsleikrit Orson Wells árið 1938, Innrásin frá Mars, vakti hræðslu í Bandaríkjunum. Leikritið var sviðsetning og sýndi smithættu skelfingar. Leikritið er gleymt en lærdómurinn lifir. Ótti er öflugt vopn í pólitík. Innrás frá Mars er ekki yfirvofandi en framandi loftför ógna ítrekað þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Eins og útvarpsleikritið 1938 var skáldskapur eru kínversku belgirnir, ef þeir eru þá frá Kína, sviðsetning. Munurinn er sá að Wells var listamaður sem las í samtíð sína en nú eru það yfirvöld sem skálda ógn við bandarískt þjóðaröryggi.

Bandaríkin eru ekki á leið í herleiðangur gegn Kína. Líklegri skýring á hræðsluáróðrinum er félagssálfræðilegur með rætur í djúpvitund valdakerfisins.

Alla þessa öld hafa Bandaríkin fengið á kjaftinn í hernaðarævintýrum á erlendri grundu. Afganistan, Írak, Sýrland eru stráð brotnum bandarískum draumum. Yngsta ævintýrið er í Úkraínu. Pentagon gaf út fyrir nokkru að Úkraína muni tapa stríðinu við Rússa. Í Pentagon sitja atvinnumenn sem skilja hernað.

Heiminum er á hinn bóginn ekki stjórnað með hernaði heldur pólitík. Ef Úkraína tapar stríðinu verður að undirbúa þær fréttir. Komi þær eins og þruma úr heiðskíru lofti er hætt við að leit hefjist að sökudólgum. Bandaríkin vilja ekki sakbendingu. Það verður að hanna frásögn um fyrirsjáanlegan ósigur í Garðaríki.

Hvað verður gert?

Í fyrsta lagi þarf að sýna fram á Úkraínumenn geti sjálfum sér um kennt. Stjórnvöld séu spillt og njóti ekki almenns stuðnings. Stjórnin í Kænugarði hefði betur átt að semja við Rússa um rússneskumælandi austurhéruð og láta ekki sverfa til stáls.

Í öðru lagi að þrátt fyrir allt sé Úkraína ekki lífsnauðsynleg Bandaríkjunum heldur langt-í-burtu-land. Repúblíkanar á bandaríkjaþingi tala á þessum nótum og orð þeirra fá meira vægi næstu misserin.

Í þriðja lagi að Bandaríkin eigi nóg með sig. Þjóðaröryggi sé ógnað á heimavígstöðvum. Torkennileg loftför skotin niður af herþotum eru hentug myndræn framsetning.

Til hliðar við hönnun frásagnar verður gripið til ráðstafana í Evrópu, einkum Austur-Evrópu, til að lina þjáningarnar af úkraínskum ósigri. Pólverjum verður sennilega gefinn laus taumurinn í Vestur-Úkraínu, en á eigin ábyrgð. Ef Rússar skjóta á pólska hermenn í Úkraínu verður Nató ekki virkjað. Það yrði undir Pólverjum komið að semja við Pútín um hvort og þá hvaða hluta Úkraínu þeir fengju í sinn hlut.

Leikrit Orson Wells varpaði ljósi á bandaríska þjóðarsál. Hún er bernsk og trúgjörn. Ýmsar bábiljur samtímans eiga uppruna sinn þar vestra, t.d. manngert veður og transmenning. Sannfærð um eigin yfirburði trúir þjóðin að ekkert framandi afl leyfi sér að kássast upp á strandlengjuna. Ógn Bandaríkjanna hljóti alltaf að koma af himnum ofan, frá Mars eða Kína.

Dularfulla loftbelgjamálið segir þá sögu að bandarískur hugmyndaheimur færist nær einangrunarhyggju en fjær hlutverki lögreglu í heimsþorpinu.

 


mbl.is Átthyrndur og þræðir héngu af honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tilkynningum um fljúgandi furðuhluti fjölgar alltaf í stríðum. Ég hef lesið nokkrar bækur um þetta efni og þetta getur ekki allt verið ímyndun í fólki.

Líklegri skýring er sú að æðri mannkyn séu að reyna að koma okkur til hjálpar og forða okkur frá gjöreyðingu - því næstum ekkert vit er í þessu mannkyni - sem færist nær kjarnorkustyrjöld með því að ógna Rússum að óþörfu, og að Rússar ógni Vestrinu með því að ráðast á Úkraínu.

Það er svo sem alveg eftir öðru að þessi loftför séu skotin niður. Það er að vísu rétt að ef þetta eru geimför geta verið í þeim óvinveittar verur, en það finnst mér ótrúlegt að þær séu á það lágu tæknisviði að geta ekki forðast að vera skotnar niður, ef þær komust alla þessa vegalengd frá öðrum sólhverfum og vetrarbrautum og búa yfir slíkri tækni, þá væntanlega miklu meiri en okkar tækni.

Að því leytinu til get ég fallizt á að efaskýring eins og þessi sem þú fjallar um gæti átt við rök að styðjast, en ekki endilega samt.

Tölfræðilega er búið að reikna það út að þeir hnettir sem gætu hýst líf í geimnum eru svo margir að hingað ættu gestir að hafa komið á geimförum.

Það er ein af stóru ráðgátunum í stjarnvísindunum hvers vegna við fáum ekki gesti reglulega í heimsókn til jarðarinnar og eigum við þá samskipti.

Er það vegna þess að allar hátækniverur útrýma sér með kjarnorkustríðum eða öðrum hernaði, eins og nú virðist stefna í á okkar jörð?

Er það vegna þess að við erum innilokuð með þeirra tækni vegna þess að við séum einskonar prímatar, og hættuleg og óþroskuð til að eiga samskipti við viti bornari verur úti í geimnum?

Það að geimverur séu að gera árás þarf ekki að vera skýringin. Það þarf að forða okkur frá okkur sjálfum. Getum við gert það sjálf, eða gerir það enginn?

Allavega, Íslendingar mættu vera eins og Bandaríkjamenn, opnari fyrir þessum möguleika. Það sýnir allavega að þeir séu tæknilega þenkjandi, því vísindamenn tala um að tölfræðin sé að styðja þá hugmynd að geimurinn sé fullur af lífi.

Ingólfur Sigurðsson, 13.2.2023 kl. 07:47

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Smá galli á rökfærslu Páls, en annars ágæt grein.  Kínverjar hafa sjálfir viðurkennt að belgurinn komi frá Kína. Þar af leiðandi fellur kenningin um að þetta sé sviðsetning BNA. En rétt er allt annað sem hann segir. CIA er mestu blekkingastofnun veraldarsögunnar og valdaránin og -plottin eru óendaleg mörg.

En athyglisvert, hershöfðingi kom með ótrúlega skýringu, UFO kannski á ferðinni! En bandaríski herinn (aðallega flotinn) hefur með völdum fréttatilkynningum undirbúið okkur undir "samskipti" við "geimverur". Veit ekki alveg hvað er í gangi þar á bæ.

Bandamenn unnu seinni heimsstyrjöldina á blekkingum og njósnum. Þar lærði Kaninn af meistaranum sjálfum, Tjallanum.

Birgir Loftsson, 13.2.2023 kl. 10:13

3 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Þótt Kínverjar hafi viðurkennt uppruna belgjanna, fellur ekki tilgátan að ógnin sem þeir boði USA sé sviðsett. Þetta er neblea ekki í fyrsta sinn að sáraómerkilegir kínverskir könnunarbelgir flækist inn í bandaríska lofthelgi. Öðru nær. En allt er hey í harðindum. Þess vegna eru veðurbelgir skyndilega orðnir fyrirboðar hungursneyðar, drepsóttar og stríðs. Eða þar um bil.   

Baldur Gunnarsson, 13.2.2023 kl. 12:10

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel gert Páll. Það þarf að undirbúa brotthvarf frá stuðningnum við Ukrainu. Afganistan var afleitt fordæmi sem Kaninn sér eftir a að getur ekki endurtekið sig. Kínverski loftbelgurinn var því virkilega himnasending. Enginn getur þó útskýrt hin loftförin tvö sem herinn segist hafa skotið niður. Og engin merki um brak á jörðu niðri. Hvað geta þau verið annað en innrás frá Mars?

Slæmar fréttir fyrir börnin ef ET hefur verið með í för. 

Ragnhildur Kolka, 13.2.2023 kl. 13:29

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég vil bæta því við að það sem Ragnheiður Kolka segir finnst mér geti passað, að vel má vera að stjórn Bandaríkjanna noti þetta til að beina athyglinni frá öðru og sé að flækja málin til að útskýra minnkandi stuðning við stríðið. Guðmundur Ásgeirsson hefur fjallað um það á síðu Gunnars Rögnvaldssonar sem fjallar um sama efni.

Líka eins og Birgir skrifar eru sviðsetningar ekki nýlunda hjá CIA og valdinu vestanhafs. Ég er ekki að mótmæla því.

En hitt finnst mér standa sem ég skrifaði, að ekki er hægt að segja að geimverur séu ekki til eða geti ekki verið til þótt þetta sé hægt að útskýra með öðrum hætti, og geti verið nærtækara og réttara, þótt ekkert sé fullvíst í því efni ennþá. Síðan má ekki gleyma því að stundum þegar geimför hrapa eru þau kölluð loftbelgir, en síðan geta loftbelgir verið kallaðir geimför líka. Það er allt mögulegt í því. Ástæður til að fela eitthvað, eða blása eitthvað upp og búa til fréttir.

Maður veit ekki. Tölfræðin held ég að sé örugglega sönn sem er skjalfest í misleynilegum skjölum, að fljúgandi furðuhlutir sjást langoftast í stríðum. Langoftast í WW1 og WW2. Þessvegna bjóst ég við aukinni umferð þeirra í Úkraínustríðinu, þar sem hætta er á gereyðingu.

Maðurinn á þessari jörð er hættulegasta dýrið á jörðinni segja sumir. Hægt að taka undir það. Við höfum rutt öðrum tegundum úr vegi, útrýmt þeim.

Ingólfur Sigurðsson, 14.2.2023 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband