Minnihlutafrekja Sólveigar Önnu

Sólveig Anna formaður Eflingar segir lýðræðið ,,íþyngjandi" og því sé ekki hægt að leyfa atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu í kjaradeilu. Sjónarmið Sólveigar Önnu koma fram í frétt RÚV.

Í fréttinni segir að aðeins 10 til 20 prósent félagsmanna Eflingar séu nógu virkir til að greiða atkvæði um kjarasamninga. Efling er með um 25 þúsund félagsmenn. Það þýðir að 2500 til 5000 félagsmenn greiða atkvæði. Sólveig Anna þarf atkvæðafjölda á bilinu 1300 til 2600, til að tryggja sér alræðisvald í 25 þúsund manna verkalýðsfélagi.

Efling er í minnihluta innan verkalýðshreyfingarinnar; formaður Eflingar er með kjörfylgi lítils minnihluta innan Eflingar. Skiljanlega vill Sólveig Anna ekki lýðræði. Einbeitt minnihlutafrekja færir henni og félögum völd sem ekki væru möguleg í virku lýðræði. Sósíalistar þrífast ekki í lýðræði enda þeim kappsmál að koma því fyrir kattarnef. 

Önnur verkalýðsfélög á almenna vinnumarkaðnum voru búinn að semja en Sólveig Anna og félagar sögðu nei. Þá lagði sáttasemjari fram miðlunartillögu. Aftur sagði Sólveig Anna nei, - núna með þeim rökum að lýðræðið sé íþyngjandi.

Minnihlutafrekja Sólveigar Önnu og sósíalistahirðarinnar í Eflingu getur ekki slegið tóninn í kjaramálum. Dagar verkalýðshreyfingarinnar eru taldir ef minnihlutafrekjan leikur lausum hala.

ps. Í fyrstu útgáfu bloggsins var miðað við rangar félagatölur i Eflingu.


mbl.is Ríkissáttasemjari mun leita til héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sólveig Anna treystir engum örðum en Eflingu fyrir kjörskrá og kosningum
Hver ber ábyrgð á upplýsingaöryggi hjá Eflingu?
Ekki er það stærsta tölvufyrirtæki landsins Advania svo mikið er víst.
Því Sólveig Anna treystir þeim ekki fyrir neinu

Grímur Kjartansson, 28.1.2023 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband