Föstudagur, 6. janúar 2023
Arna brotaţoli í RSK-sakamálinu
Ásamt Páli skipstjóra Steingrímssyni er Arna McClure yfirlögfrćđingur Samherja brotaţoli í RSK-sakamálinu. Fjórir blađamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans eru sakborningar og verđa ákćrđir fyrir misgjörđir gegn Páli og Örnu.
Páli var byrlađ 3. maí 2021. Á međan hann lá á gjörgćslu var síma hans stoliđ og innihaldiđ afritađ af blađamönnum. Til ađ komast yfir símann voru RSK-miđlar í samstarf viđ andlega veika konu tengda Páli. Efni úr símanum birtist í Stundinni og Kjarnanum. Fréttirnar fjölluđu um samskipti starfsmanna Samherja og byggđu á tölvupóstum sem fóru ţeim á milli og voru í síma Páls.
Auk skipstjórans koma nokkrir starfsmann Samherja og ráđgjafar ţeirra viđ sögu í fréttum Stundarinnar og Kjarnans. En fyrir utan skipstjórann er Arna eini brotaţolinn.
Ţađ eru ţví ekki fréttirnar sjálfar sem eru ástćđa ţess ađ Arna er brotaţoli í sakamálinu. Líkur eru á ađ blađamennirnir hafi sín á milli, e.t.v. í samstarfi viđ andlega veiku konuna, lagt á ráđin ađ gera Örnu mein međ einum eđa öđrum hćtti.
Lögreglan er međ nćgar sannanir um afbrot blađamannanna gegn Örnu til ađ hún sé brotaţoli ásamt Páli skipstjóra. Í greinargerđ lögreglu frá 23. febrúar sl. segir ađ rannsóknin beinist ađ gagnastuldi, líkamsárás međ byrlun, friđhelgisbroti og stafrćnu kynferđisofbeldi.
Blađamennirnir fjórir, sem hafa stöđu sakbornings, eru Ţóra Arnórsdóttir á RÚV, Ţórđur Snćr og Arnar Ţór á Kjarnanum og Ađalsteinn Kjartansson á Stundinni, áđur RÚV.
Arna er međ réttarstöđu sakbornings í rannsókn hérađssaksóknara vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Hún leitađi til dómstóla ađ fá ţeirri stöđu breytt enda engin gögn sem tengja hana viđ starfsemi Samherja í Namibíu. Málin tvö mynda samfellu. Byrlunar- og gagnastuldsmáliđ er framhald af áralangri herför RSK-miđla gegn Samherja.
Rannsókn hérađssaksóknara hófst í nóvember 2019, eftir ađ RSK-miđlar í samstarfi viđ Jóhannes Stefánsson uppljóstrara báru fram ásakanir um mútugreiđslur norđlensku útgerđarinnar i Namibíu. Blađamađur Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, vann ađ Namibíuumfjöllun RSK-miđla. Finnur Ţór Vilhjálmsson saksóknari, sem fer međ rannsóknina hjá hérađssaksóknara, er bróđir Inga Freys blađamanns.
Til ađ gera máliđ enn reyfarakenndra sýna málsgögn í byrlunar- og gagnastuldsmálinu, ţar sem Páll skipstjóri og Arna eru brotaţolar, ađ Ingi Freyr var í samskiptum viđ veiku konuna sem játađ hefur ađ byrla Páli og stela síma hans í ţágu RSK-miđla.
Ef RSK-sakamáliđ vćri handrit ađ glćpasögu yrđi útgáfu vafalaust hafnađ af útgefendum međ ţeim rökum ađ söguţráđurinn vćri of fjarstćđukenndur.
Athugasemdir
Ţú átt heiđur skiliđ Páll fyrir ţrautseigjuna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2023 kl. 08:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.