Miðvikudagur, 21. desember 2022
Þórður Snær og Ingibjörg: almenningur styðji glæpablaðamennsku
Tveir fjölmiðlar sakborninga í alvarlegu glæpamáli sameinast um áramótin undir nýju nafni og nýrri kennitölu. Þórður Snær ritstjóri Kjarnans er sakborningur, Aðalsteinn bróðir Ingibjargar Daggar ritstjóra Stundarinnar er sakborningur á Stundinni.
Eigendur Kjarnans og Stundarinnar eiga yfir höfði sér kröfur upp á tugi milljóna króna, frá Páli skipstjóra Steingrímssyni. Síma skipstjórans var stolið eftir að hann var gerður óvígur með byrlun í maí í fyrra. Sameinuð útgáfa fær nýja kennitölu.
Ritstjórarnir tveir biðla til almennings að styðja kennitöluflakk frá vettvangi glæps. Í frétt Kjarnans segir: ,,Byggt verður á ráðandi hugmyndafræði Kjarnans og Stundarinnar um valddreifingu og valdeflingu almennings." Hugmyndafræðin réttlætir glæpi til að afla frétta.
Hvorki frétt Kjarnans né Stundarinnar getur þess að sakborningar í refsimáli mynda ritstjórn nýs fjölmiðils. Eitt orð kemur ekki fyrir í fréttum beggja miðla um sameiningu: heiðarleiki. Fjarvistin segir allt sem segja þarf um markmið sameiningarinnar - tilgangurinn er óheiðarlegur.
Kjarninn og Stundin birtu gögn úr síma skipstjórans 21. maí á síðasta ári vitandi að þau voru illa fengin. Að auki deildu blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnann sín á milli, og líklega til annarra, persónulegum gögnum Páls sem höfðu ekkert með meint umfjöllunarefni, Samherja, að gera.
Ákært verður í málinu fyrir morðtilraun með byrlun, gagnastuld, brot á friðhelgi einkalífs hið minnsta. Ekki er vitað hvernig ákæruliðir deilast á sakborninga. Fjórir sakborningar eru blaðamenn: Þeir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þórður Snær og Arnar Þór á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir á RÚV. Fimmti sakborningurinn er andlega veik kona sem byrlaði Páli skipstjóra, stal síma hans og afhenti blaðamönnum.
Kröfur skipstjórans koma fram eftir að ákærur eru kynntar og réttað hefur verið yfir fjórmenningunum. Gögnin sem lögregla aflaði við rannsókn málsins hafa enn ekki verið lögð fram nema að hluta.
Alvarlegustu afbrotin voru framin 3. maí 2021, þegar Páli var byrlað, og dagana á undan og eftir. Hann var meðvitundarlaus til 6. maí. Á þeim tíma var síma hans stolið, hann afritaður, og símanum síðan skilað á sjúkrabeð skipstjórans án þess að hann yrði þess var. Skipulagið gekk út á að skipstjórinn væri grunlaus um að símanum hefði verið stolið. Þess vegna birtust fréttir úr símanum ekki fyrr en 21. maí.
Allt bendir til að glæpurinn gegn Páli hafi verið skipulagður með nokkrum fyrirvara. Tilfallandi athugasemd fjallaði um kringumstæðurnar fyrr í haust:
Aðalsteinn Kjartansson hætti skyndilega á RÚV föstudaginn 30. apríl 2021 og hóf störf samdægurs á Stundinni. Þrem dögum síðar var Páli skipstjóra byrlað. Varla var það veika konan sem sagði Aðalsteini að hætta á RÚV og hefja störf á Stundinni. Eða er það þannig að heimildarmenn sjá um ráðningarmál RSK-miðla?
Fjárfestar, sem lagt hafa fé í Kjarnann og Stundina, sátu uppi með ónýta fjárfestingu og skaddað mannorð. Rökrétta en siðlausa leiðin var að leggja útgáfurnar niður og stofna nýja. Kennitöluflakk er viðtekin aðferð þeirra sem skilja eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir koma. Nýtt er að siðleysingjarnir biðli ákaft til almennings að slást með i för, hefja glæpi til vegs og virðingar.
Stundin og Kjarninn lutu báðir ritstjórnarvaldi RÚV, sem var miðstöð glæpsins gegn Páli skipstjóra. Eða dettur einhverjum heilvita í hug að það hafi verið tilviljun að Kjarninn og Stundin birtu samtímis fréttir upp úr síma skipstjórans morguninn 21. maí 2021?
Nafn á nýju útgáfuna er ekki komið. Hér er tillaga: Gróa á Glæpaleiti.
Kjarninn og Stundin sameinast á nýju ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.