Miðvikudagur, 7. desember 2022
Kjarasamningar sem herfang
Samningar um laun á vinnumarkaði eru eins og herfang einstakra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Vilhjálmur formaður SGS landaði samningi og Sólveig Anna í Eflingu brást ókvæða við; þetta átti að verða hennar herfang.
Enginn í verkalýðshreyfingunni getur þakkað sér að samningar nást, þegar grannt er skoðað. Seðlabanki Íslands á heiðurinn. Með vel tímasettri vaxtahækkun sló bankinn hnefanum í borðið og sagði skæruliðaforingjum verkó að innistæðulausum kauphækkunum yrði mætt af hörku.
Fyrrum lék verkalýðshreyfingin þann leik að knýja fram með verkfalli samninga sem ekki voru í tengslum við efnahagslegan veruleika. Verðbólgan át upp launin og gaf jafnframt óábyrgum verkalýðsforingjum skotfæri í pólitíska kjarabaráttu. Sú herfræði var enn og aftur á dagskrá áður en seðlabankinn skellt í lás.
Herská pólitík forystumanna verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri þjónar ekki hagsmunum launþega. Hvorki m.t.t. kjarabaráttu né félagslegar samheldni. Síðasta ASÍ þingi var frestað vegna óeiningar.
Það stendur upp á verkalýðshreyfinguna að taka til í eigin ranni. Áður en það er um seinan.
![]() |
Ekki eins og þægur hundur við lappir Sólveigar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hverjir hafa svo verið duglegastir við að beita verkfallsvopninu, síðustu áratugi, Páll?
Ekki láglaunafólkið, svo mikið er víst. Þeir hópar sem fremstir hafa staðið í slíkum aðgerðum teljast til milli- og hástéttarinnar, einkum starfsfólk ríkis og bæja. Þar hefur kennarastèttin ekki látið sitt eftir liggja. Og gjarnan hafa þessir hópar gripið til verkfallsvopnsins eftir að láglaunafólkið hefur gengið frá sínum samningum.
Hitt er annað mál að formaður Eflingar hagar sér eins og kjáni, þessa dagana. Henni bauðst að vera í samfloti við SGS, eins og öðrum aðildarfélögum þess, en hafnaði því. Taldi sitt félag betur sett utan þess samstarfs. Þá á hún líka að halda sig alfarið utan þess.
Þau mistök Villa að vera í óformlegu sambandi við hana, meðan samningar stóðu yfir, eru sennilega fyrstu mistök hans í samningagerð. Hann mun draga sárann lærdóm af þeim og ekki víst að þessi framkoma Sólveigar í hans garð muni verða henni til framdráttar.
Þá má alveg benda æ þá staðreynda að kjarasamningar eru samningar. Báðir aðilar þurfa ætíð að gefa eitthvað eftir. Sá samningur sem Villi landaði gefur þeim félagsmönnum er að samningnum standa sennilega meira en ýtrustu kröfur Eflingar. Þegar allt er talið.
Gunnar Heiðarsson, 7.12.2022 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.