Loftslagssvindliđ, Climategate, 12 ára

Climategate er tólf ára. Tölvupóstar afhjúpuđu vísindamenn sem beittu svindli og bolabrögđum til ađ verja kenninguna um ađ loftslag vćri manngert en ekki náttúrulegt. Vísindamennirnir stungu undir stól gögnum, lögđu á ráđin ađ vísindagreinar sem ekki féllu ađ kenningunni fengju ekki birtingu og ađ miđaldahlýskeiđiđ yrđi ritskođađ í burtu úr ţekkingarforđanum. Allt til ađ blekkja, ekki upplýsa.

Í tilefni af afmćlinu eru nokkrar valdar tilvitnanir úr tölvupóstum svindlaranna birtar.

Ef loftslagsvísindi virkuđu sem skyldi yrđi samsćrismönnum Climategate úthýst úr vísindasamfélaginu, - a.m.k. ţangađ til ţeir sćju ađ sér og lofuđu bót og betrun.

En loftslagsvísindi eru ađ stórum hluta trúarbrögđ, ekki vísindi, segir Richard Lindzen sem kann sín loftslagsfrćđi. Ómerkilegu frćđingunum er lyft á stall í ţágu pólitískra hagsmuna.

Einn ţeirra vísindamanna sem ţeir ómerkilegu baktöluđu, Judith Curry, kom nýlega fram í viđtali og sagđi ţađ sem allir utan safnađarins vita: loftslagiđ lýtur náttúrulegum ferlum en ekki manngerđum. Ţađ er engin loftslagsvá.

Mun sértrúarsöfnuđurinn taka sönsum? Nei, eđli sértrúarhópa er taka ekki mark á rökum og reynslu. Trú veitir fullvissu. Bábiljur skapa pólitíska vígstöđu. 

Vísindi, sem standa undir nafni, eru alltaf međ ţeim fyrirvara ađ ný gögn gćtu umbylt viđurkenndri niđurstöđu. Vísindi og efi haldast í hendur. Af ţví leiđir hógvćrđ sem ávallt er í andstöđu viđ trúarsannfćringu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Verst ađ ţetta smitar inn í stofnanir ţjóđfélagsins sem trúa ţessu. Í Morgunblađinu í gćr var smá frétt um Siglufjarađarveg sem hefur sigiđ frá ţví hann var gerđur. Viđmćlandinn hjá Vegagerđinni hélt ţví fram ađ vegna loftlagsbreytinga ţá rigndi meira, ţótt allar veđurtölur sýni ekki meiri rigningu en áđur. Vegstćđiđ er lélegt enda vitađ ađ í ţessum bröttum hlíđum fyrir norđan ţá er jarđvegurinn laus í sér.

Ţessari trúarsannfćringu stofnanna ţjóđfélagsins ţarf ađ vinda ofan af.

Rúnar Már Bragason, 27.11.2022 kl. 12:03

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Eina alvöru "gróđurhúsalofttegundin" er vatnsgufa (H2O) en ţađ má víst ekki minnast á ţađ. 

Júlíus Valsson, 28.11.2022 kl. 08:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Páll,

Er ekki til áreiđanleg heimild um breytingar NATO á hitatölum Reykjavíkur?

Geir Ágústsson, 28.11.2022 kl. 11:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband