Kristrúnarismi

Frjáls vinnumarkaður gerir frjálsa samninga. Atvinnurekendur og launþegar bera ábyrgð. Ef samið er um hærri laun en fyrirtækin ráða við fara þau í gjaldþrot. Ef samið er um lægri laun en fólk sættir sig við hættir það á vinnumarkaði og fer heim, í íbúðina sína eða til Póllands. Einfalt. 

Ekki hjá Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar. Hennar sýn er að ríkið skuli ábyrgjast kjarasamninga í félagi við Seðlabanka Íslands. Sósíalismi þar sem samið er um ríkislaun. Enginn er ábyrgur nema skattgreiðendur. Kjaramál verða óábyrg opingáttarstefna, líkt og landamæraeftirlitið. Ákvarðanir eru teknar á grunni óskhyggju án tengingar við veruleikann. 

Kristrúnarismi er að kjarasamningar verði fjármagnaðir með ríkissjóði annars vegar og hins vegar með peningaprentun. Ríkirábyrgð launa elur á áhættusækni og skapar freistnivanda bæði hjá atvinnurekendum og launþegasamtökum. Slagorðið ,,ríkið reddar" er ávísun á óreiðuástand. 

Formaðurinn blekkir í þágu málstaðarins. Kristrún segir að við séum að koma ,,úr ástandi þar sem fjár­magn­s­tekj­ur hafa verið í hæstu hæðum." Hlutabréfamarkaðurinn er í mínus þetta árið, bankavextir líka. Lífeyrir og sparifé fólks brennur upp í verðbólgu. Þeir einu sem sjá hækkun eru fasteignaeigendur.

Allur þorri fasteignaeigenda býr í sínu húsnæði. Kristrún sér ofsjónum yfir hækkun fasteigna og gefur til kynna húseignaskatt, sem einu sinni hét ekknaskattur enda lagðist hann þyngst á elsta aldurshóp húseigenda.

Viðkvæði Kristrúnar er að samfélagið sé of flókið til að einstaklingar og samtök þeirra beri ábyrgð. Ríkið verði að koma til skjalanna. Stóri bróðir mun áður en yfir lýkur skammta lífskjörin eins og skít úr hnefa. Kristrúnarismi er sósíalismi í sauðagæru.


mbl.is Segir sýn Bjarna einfaldaða mynd af samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sagan eins og ég heyrði hana var að
Kona fjármálaráðherra reki erlendan vogunarsjóð
sem fékk kúlulán hjá bankanum til að kaupa hlutabréf í sama banka í lokuðu útibúi.
Vogunarsjóðurinn seldi síðan hlutabréfin strax á uppsprengdu verði til lífeyrissjóðanna - alltaf hægt að plata þá?
Margra miljarða tuga hagnaðurinn var sendur til Tortóla
sem olli verðbólgu á Íslandi
sem gaf Seðlabankastjóra tækifæri á að hækka vextina.

Grímur Kjartansson, 26.11.2022 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband