Selenskí vill kjarnorkustríð, Þorgerður Katrín tekur undir

Forseti Úkraínu var fljótur til, eftir fréttir að rússneskar eldflaugar hafi lent á Póllandi, og krefst viðbragða Nató. Pólland er Nató-ríki en ekki Úkraína.

Hvað gengur Selenskí til? Jú, að Nató-herir ráðist á Rússland. Málið dautt, drjúgur hluti heimsbyggðarinnar í leiðinni.

Forseti Úkraínu telur að ríki hans verði aðeins bjargað með kjarnorkustyrjöld. Sennilega er það rétt mat. Utan landamæra Úkraínu er hvergi nærri sjálfsagt að efna skuli til kjarnorkustyrjaldar til bjargar Garðaríki.

Hér á Fróni vekur athygli að formaður Viðreisnar stekkur á vagn forseta Úkraínu. Þorgerður Katrín ræður að vísu ekki yfir kjarnorkuvopnum, góðu heilli, en hún vill leggja sitt af mörkum í stríðsæsingnum með því að reka rússneska sendiherrann úr landi.

Selenski notar nefið í annað en inn- og útöndun en það má gera kröfu að íslenskir stjórnmálamenn andi með snoppunni áður en gefnar eru út stríðsyfirlýsingar.

Ekki er með nokkru móti hægt að segja að um rússneskar eldflaugar hafi verið að ræða. Þær gætu allt eins verið úkraínskar. Fréttir þýskra fjölmiðla í morgunsárið herma að úkraínsk lofvarnarflaug hafi lent á Póllandi en ekki rússnesk eldflaug.

Hafi eldflaugarnar verið rússneskar er verulega ofmælt að segja Pólland hafi orðið fyrir hernaðaraðgerð. Skotmarkið var ekki hernaðarlegt.  

Sumum bráðliggur á að kveikja kjarnorkubál. Formaður Viðreisnar er í klappliðinu.

 


mbl.is „Við verðum að bregðast við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Páll, þú gerir þér grein fyrir að fólk lét lífið í þessum árásum? Mér finnst ólíklegt að um úkraínskar flaugar geti verið að ræða. Hvers vegna myndu Úkraínumenn hætta á að skjóta eldflaugum nálægt landamærum ríkis í NATO, bandalagi frá hverju þeir eru háðir hjálp ef þeir ætla sér að eiga von um sigur í stríðinu gegn hryðjuverkaárás Rússa.

Hvað sem öllu líður, verður að stöðva hryðjuverkamanninn í Kreml. Þetta verður að teljast árás á Pólland, fyrst fólk lét lífið. Það er engin afsökun fyrir Rússa að segja að Úkraína hafi verið skotmark hryðjuverkaárásanna.

Sú ábyrgð hvílir á þeim sem eru í stríði við ákveðið ríki, að gæta þess að þriðja ríki verði ekki fyrir árásum sem beint er að stríðsþátttakandanum. Ónákvæmni og klaufaskapur eru ekki gildar afasakanir.

Theódór Norðkvist, 16.11.2022 kl. 10:14

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Stríðsæsingamaðurinn Stoltenberg varð rauður í framan af æsingi..

Guðmundur Böðvarsson, 16.11.2022 kl. 12:21

3 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Hef hvergi sé það að þessi fullyring þín standist! " Selenskí vill kjarnorkustríð" en hann vill að heimurinn sem og vesturveldin séu meira en orðin tóm.   Herforkingi NATO sagði að það tæki ekki nema nokkra daga að þurka út eldflaugakerfi Rússa, réðust þeir á NATO - ríki!, þetta er það sem Rússar óttast mest, því þá eru þeir varnalausir, en þetta er það sem kæmi hryðjuverkastjórninni í Kreml undir stjórn Pútíns með skottið á milli lappanna,  að samningaborðinu án skilyrða.  Það þarf að sýna Rússneskum stjórnvöldum að vesturveldin meini það sem þeir segja.  

Guðmundur Karl Þorleifsson, 16.11.2022 kl. 12:52

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hyperventilerandi Þorgerður Katrín slær jafnvel stríðshauknum Birni við í æsingnum að koma þriðju heimstyrjöldinni af stað. Allt er betra, jafnvel dauði mannkyns, bara að hún fái að vera í sviðsljósinu sínar 15 mínútur. 

Ragnhildur Kolka, 16.11.2022 kl. 14:10

5 Smámynd: Hörður Þormar

Yfirleitt lýsa stóryrði frekar þeim sem þau nota heldur en þeim sem þau beinast að. Þar að auki bera þau vott um að léleg rök búi að baki.

Að öllum líkindum hafa þarna verið gerð mistök, hverjir sem þau hafa gert. Eigum við ekki bara bíða og sjá til? 

Hörður Þormar, 16.11.2022 kl. 15:52

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nato segir þetta Úkraínska flaug, USA líka. Þetta er loftvarnaflaug en ekki árásarflaug. Zelenskí vill kenna Rússum um og heimtar NATÓ í málið en enginn vit borinn maður hlustar á það. Já, það er rétt Páll, Zelenskí vill að vesturveldin hjóli í Rússa, en til allrar hamingju ræður hann ekki. Þar sem staðfest hefur verið nú að flaugin var frá Úkraínu er því þó ósvarað hvort þetta var slys eða eitthvað annað. Fölsku flöggin hafa alltaf blaktað við hún í stríðsátökum til að rettlæta þau. Pútín er ekki fáviti, hann kallar ekki yfir sig allsherjarstríð með að skjóta traktor í Póllandi. Hann er sá eini sem hefur boðið sættir, Zelenskí hefur hafnað þeim alfarið hingað til og dregur þjóð sína til heljar í blindri þvermóðsku. Hann fylgir ordrum frá Pentagon eins og góðri strengjabrúðu sæmir.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2022 kl. 16:58

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Líklegasta skýringin er að þetta var loftvarnarflaug, sem hæfði ekki skotmark sitt og lenti fyrir slysni í Póllandi. Ég er ekki hissa að hún hafi misst marks, flaugin var nú framleidd í Rússlandi.

Það breytir því ekki - eins og Stoltenberg segir sjálfur réttilega - að Rússar bera samt höfuðábyrgðina. Þeir hófu þetta stríð með tilhæfulausri innrás í Úkraínu. Hvenær hefur það gerst að ríki sem ráðist er á, taki ekki til varna?

Theódór Norðkvist, 16.11.2022 kl. 19:48

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú talar eins og þú sért á launum hjá sendiráði Rússlands á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 16.11.2022 kl. 20:49

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vonandi hættir fólk að trúa blint öllu sem kemur frá þessum forseta Úkraínu
yfirlýsingar hans og stríðsæsingur hlýtur að enda með

sér grefur gröf þótt grafi

Grímur Kjartansson, 16.11.2022 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband