Föstudagur, 4. nóvember 2022
Blaðamenn: tjáningarfrelsi aðeins fyrir okkur
Blaðamenn harma að fá ekki tækifæri til að búa til reiðibylgju með dramatískum myndum af brottflutningi ólöglegra hælisleitenda. Heilagur réttur blaðamanna til gagnrýninnar umfjöllunar er brotinn, segir Sigríður Dögg formaður BÍ.
Samtímis vilja blaðamenn banna gagnrýni á þeirra eigin störf. Þeir stefna tilfallandi bloggara, kæra Pál skipstjóra og koma í veg fyrir að hann megi tjá sig.
Hér fer ekki saman hljóð og mynd.
Blaðamenn haga sér eins og pólitískur upphlaupsflokkur en ekki fagstétt upplýsingamiðlara.
Blaðamenn og samtök þeirra geta ekki í einn stað fordæmt aðför að tjáningarfrelsi en í annan stað farið með offorsi gegn tjáningarfrelsi annarra. Ekki ef þeir vilja láta taka mark á sér.
Íslenskir blaðamenn eru ekki beittustu hnífarnir í skúffunni.
Furðar sig á fyrirmælum lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað fer ekki saman tal og mynd. Fréttaamenn eru ríki í ríkinu líkt og sólkonungurinn og gera eins og þeim sýnist. Ekki verra að þeir hafa forsætisráðherrann með sér í liði. Yfirráðherra sem hrifsar til sín mál annarra ráðherra og stuðlar þannig að chaos í málaflokknum. Færi betur að forsætisráðherrann ynni að heill þjóðar sinnar.
Ragnhildur Kolka, 4.11.2022 kl. 09:56
Hatursorðræða og tjáningarfrelsið hefur runnið saman í óleysanlegan hnút í völundarhúsi blekkingarinnar. Já, svo sannarlega er þörf á að brýna hnífana.
Ari Tryggvason, 6.11.2022 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.