Miðvikudagur, 2. nóvember 2022
Stefán RÚV-stjóri, hælbítar og meindýr
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Þórður Snær ritstjóri Kjarnans og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni kæra Pál skipstjóra fyrir að hóta sér. Meint hótun var tölvupóstur Páls til Stefáns, svohljóðandi:
Góðan daginn Stefán
Nú fer ég fram á að þið samstarfsfélagar látið [nafn, tekið út af pv] í friði, það ónæði sem þið hafið valdið fjölskyldunni með vinnubrögðum ykkar er til háborinnar skammar, og ef þið látið ekki af þessari háttsemi ykkar neyðist ég til að grípa til annarra ráða til þess að stoppa ykkur...
Kv. Páll Steingrímsson
Þórður Snær og Aðalsteinn fá afrit.
Ekki er hægt lesa úr tölvupósti Páls annað en hann ætli að fara með málið lengra, t.d. vekja athygli yfirvalda eða siðanefndar á einelti blaðamanna RSK-miðla. Tölvupósturinn var sendur í sumar.
Í haust var konan, sem Páll biðst vægðar fyrir, öryggisvistuð á sjúkrastofnun. Hún kiknaði undan álaginu og þótti sjálfum sér og öðrum hættuleg. Þegar konan var færð á sjúkrastofnun hrópaði hún ítrekað nafn fjölmiðlamanns á RÚV og vildi að haft yrði samband við hann. Andleg veikindi taka á sig ýmsar myndir.
Þremenningarnir krydda kæruna með tveggja ára spjalli Páls við meindýraeyði, já starfandi meindýraeyði, um hvernig ætti best að lóga meindýrum og hælbítum. Þeir sem þekkja til sveita vita að hælbítar eru hundar sem narta í fé, bíta það í hælinn.
RSK-miðlar (RÚV, Stundin og Kjarninn) eru alræmdir fyrir fréttaskáldskap þar sem ein fjöður verður að fimm hænum á augabragði. Sama aðferð eru notuð í kærumálinu gegn Páli skipstjóra. Tölvupósturinn frá í sumar á ekkert sameiginlegt með tveggja ára gömlu fésbókarspjalli um hvernig dýrum er lógað til sveita.
Kæra þremenninganna er fyrst og fremst upplýsandi um hugarfar. Stefán, Þórður Snær og Aðalsteinn flokka sig með meindýrum og hælbítum.
Játningin kemur þeim, sem þekkja til vinnubragða RSK-miðla, ekki á óvart. Nýmæli, á hinn bóginn, er hreinskilni þremenningana.
Páll mætir til yfirheyrslu í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stefán Eiríksson í vondum málum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.11.2022 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.