Gulli loftslagsmarxisti

Eftir tilkynningu um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, og viðtöl við valda fjölmiðlamenn, fór Guðlaugur Þór á vinnufund um loftslagsmál. Líkt og á blaðamannafundinn hafði verið smalað á vinnufundinn, einkum væntanlegum landsfundarfulltrúum.

Guðlaugur Þór gerir loftslagsmarxisma hátt undir höfði í þann mun sem hægrimenn almennt þvo hendur sínar af Grétufræðum. Repúblíkanar í Bandaríkjunum hafna fræðunum. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Risi Sunak, ætlar ekki á næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Loftslagsmarxismi er um 30 ára gömul hugmyndafræði. Hún verður til um sama leyti og kommúnisminn hrundi. Vinstrimenn þurftu nýja hugmyndafræði um illsku borgaralegs kapítalisma. Loftslagsmarxismi er eins og vísindalegur sósíalismi; bábiljufræði. 700 loftslagsvísindamenn hafna grunnforsendum hugmyndafræðinnar. Vinstrimenn með háskólapróf og aðgerðasinnar kynna ruglið sem sannindi og krefjast ,,hugarfarsbreytingar." Gulli er ábekingur.

Í framboðstilkynningu sagðist Guðlaugur Þór ætla að lækka skatta. Gulli getur ekki þjónað tveim herrum, en hann kann að tala tugum tveim og sitt með hvorri. Loftslagsmarxismi krefst hærri skatta og stóraukinnar íhlutunar stjórnvalda í daglegt líf fólks. Loftslagsmarxisti sem boðar skattalækkun er álíka trúverðugur og sá sauðdrukkni sem talar fyrir bindindi.

Guðlaugur Þór var sem utanríkisráðherra málaliði alþjóðavæðingar. Hann nefndi ekki sjálfstæði þjóðarinnar í framboðsræðunni. Enda lagði hann ofurkapp á að keyra í gegnum alþingi 3. orkupakkann sem færir ESB ítök á íslenskum orkumarkaði.

Guðlaugur Þór viðurkenndi að 3. orkupakkinn hefði enga þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn væri sæstrengurinn. Hvers vegna barðist hann fyrir samþykkt pakkans á alþingi? Jú, hann varð að játast hugmyndafræðinni. Loftslagsmarxisminn þekkir engin landamæri og virðir ekki fullveldið, allra síst smáþjóða. Formannsframbjóðandinn er innvígður og innmúraður í alþjóðafélagsskap loftslagsmarxista.

Áður en Guðlaugur Þór lauk framboðsfundinum veitti hann fáeinum fjölmiðlamönnum áheyrn. Einn þeirra sem fékk einkafund með Gulla er Helgi Seljan. Sá er ekki þekktur fyrir áhuga á loftslagsmálum.

Áhugi Helga Seljan beinist allur að dómsmálum, af skiljanlegum ástæðum. Hvað þeim Helga og Guðlaugi Þór fór á milli skal ósagt. Hitt er vitað að RSK-miðlar styðja af alhug framboð Guðlaugs Þórs til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan er ekki að Glæpaleiti og hjáleigum sé umhugað um réttarríkið.


mbl.is Guðlaugur Þór býður Bjarna birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Sjálfstæðismenn hafa lengi logið sig í stöður. Það er ekkert nýtt. Heimshitnun er vandamál, en hvort menn hafa greint einu ástæðuna fyrir henni er svo allt annað mál. Guðlaugur ætti að fara aftur í steppið, svo hann hlaupi ekki frekar í spik. Spikið er nátengt CO2. Bjarni Ben gæti farið með honum.Til eru betri kostir en Bjarni og Gulli.

FORNLEIFUR, 31.10.2022 kl. 07:56

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Horfði á framboðspallborð hjá danska sjónvarpinu í gær
Þar kristallaðist munur um sýn á loftlagsmálum í
Sumir telja að heimurinn sé ómögulegur nema fólk þjáist fyrir göfugan málstað
Aðrir telja að hægt sé með aukinn innspýtingu í tækni að leyfa fólki að hafa húsin heit og hafa efni á mat á borðið - jafnvel nautakjöt.
Annars hefði þetta geta verið á Íslandi með umræðu um biðlistum eftir læknisþjónustu, bág kjör heilbrigðisstarfsfólks. Lélegir innviðir osv. 

Grímur Kjartansson, 31.10.2022 kl. 09:02

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Í einhverjum gamaldags íhaldsgrúppum er það kannski talið sniðugt að vera á móti viðurkenndum loftslagsfræðum, en hvernig á Guðlaugur Þór að gegna embætti sínu sem umhverfisráðherra með því að vera á móti málaflokknum?

Nú þegar Páll Vilhjálmsson er hættur að þora að blogga gegn femínistum vegna þess að hann á áberandi systur sem er orðin fræg fyrir að vera honum ósammála, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, er hann farinn að einbeita sér að því að vera á móti umhverfisverndarsinnum. 

Það er orðið heldur þreytt að afneita augljósum loftslagsbreytingum. Jafnvel Trump verður að taka upp nýjan tón, komist hann til valda.

Ef Guðlaugur Þór væri spurður að því hvort hann styðji hækkaða umhverfisskatta tel ég að hann væri síður hrifinn af þeim en þau í vinstriflokkunum. Það er munurinn á hófsömum umhverfisverndarsinna og loftslagsmarxista, sem ég held að Guðlaugur Þór flokkist ekki undir.

Ingólfur Sigurðsson, 31.10.2022 kl. 13:31

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvort nokkur sé bættari með Gulla í stað Bjarna efast ég um. Ísland þarf ekki á fleiri alþjóðsinn að halda. En húsfyllir og fagnaðarlæti á fundi Gulla bendir til langþreytu með Bjarna og pallíettupíurnar.

Ragnhildur Kolka, 31.10.2022 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband