RSK-miðlar: matreiðsla og verkun spillingar

RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar, eru í bandalagi um að búa til fréttir um spillingu. Að ,,búa til" í merkingunni skálda fréttir. Í samspili við stjórnmálaflokka, einkum vinstriflokka, er skáldskapurinn endurtekinn í síbylju og gerður að almannarómi.

Tilfallandi dæmi er svokölluð skæruliðadeild Samherja, sem gerð var að umtalsefni s.l. föstudag.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur opinberlega útskýrt verklagið. Hann gerði það þegar ,,sómamaðurinn" Jóhannes Stefánsson var leiddur fram sem uppljóstrari. Gefum Kristni orðið:

Ég held líka al­mennt séð að þessi birt­ing og þessi um­fjöll­un sé ákveðinn próf­steinn og prófraun á ís­lenskt sam­fé­lag, og einnig á ís­lenska fjöl­miðla, hvernig þeir mat­reiða og verka þessi mál, sér­stak­lega með til­liti til þess hvernig eign­ar­haldið er þar víða.

Prófsteinn á íslenskt samfélag, segir hugmyndafræðingurinn. Hvað skyldi hann eiga við? Jú, hvort samfélagið kaupir skáldfréttirnar sem fjölmiðlar ,,matreiða og verka." Hvernig fer sú vinnsla fram? Jú, með því að handvelja efnisatriði sem styðja fyrirframgefna niðurstöðu. Meintar rannsóknir blaðamanna RSK-miðla ganga út á einmitt þetta, að sópa undir teppið staðreyndum sem ekki koma heim og saman við skáldskap.

Kristinn segir einnig að dreift eignarhald á fjölmiðlum kalli á samstarf þeirra á milli; samræmdan fréttaflutning til að skáldskapurinn ómi sem víðast. Þarna er komin uppskriftin að samstarfi RSK-miðla. Ein ritstjórn sem leggur línurnar en nokkrir miðlar sem klifa á sama fréttastefinu. 

Nýlegt dæmi um vinnubrögðin er lekinn úr landsrétti í vor vegna lögreglurannsóknar á byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans. Þórður Snær ritstjóri Kjarnans, einn sakborninga, fékk gögnin. En hvað segir glaðbeitti ritstjórinn?

Þórður segir að í gögnunum séu viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar sem ritstjórn Kjarnans hafi metið að ættu ekki erindi við almenning.

Gögnin eru vitnaskýrslur í sakamáli sem Þórður Snær á sjálfur aðild að. Þær upplýsingar eiga ,,ekki erindi við almenning," segir ritstjóri og sakborningur. Þarna sópar grunaður blaðamaður fréttum undir teppið sem koma honum sjálfum illa. Þetta er spilling í sinni tærustu mynd. Hvorki heyrist hósti né stuna frá öðrum blaðamönnum um þetta stórundarlega og ófaglega verklag.

Jú, reyndar, Þórður Snær fékk blaðamannaverðlaun fyrir að vera snjall að skálda fréttir og stinga undir stól fréttum sem almenningur má ekki heyra af og varða sakamál þar sem ritstjórinn er sakborningur.

Íslensk blaðamennska í hnotskurn; skáldaðar fréttir og spilltir blaðamenn fá verðlaun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

...og stjórnmálamenn láta það viðgangast. Það a að leggja ruv niður, taka fjölmiðla af rikisjötunni. Setja viðurlög á fyrirtæki og félagasamtök sem auglýsa á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum sem greiða ekki skatta á Íslandi. Það má nota skattatakka RSK til að tilkynna. 

Ragnhildur Kolka, 9.10.2022 kl. 10:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Allt þetta og gamla Ísland lifnar á ný.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2022 kl. 16:55

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Blaðamenn eru ekki vandir að virðingu sinni sbr. blaðamannaverðlaunin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.10.2022 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband