Sérviska, hatur og mannréttindi

Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samstakanna 78, segir ,,að fyrst og fremst þurfi að skilgreina hvað felist í hatursorðræðu en engin alþjóðleg skilgreining sé í raun til staðar."

Í framhaldi segir Daníel að við þurfum ,,að koma okkur niður á einhverja skilgreiningu, hvað er hatursáróður og hatursglæpur."

Vandinn við að skilgreina hatur er sá sami og að útskýra ást. Tilfinningar er erfitt að henda reiður á. Það vita allir sem hafa tilfinningar og snefil af dómgreind. Enn erfiðara er að skilgreina tilfinningar í lögum og reglum. Víst er hægt að finna dæmi um ást og hatur á milli manna en dæmi duga ekki til að skilgreina fyrirbærin í lagatexta - nema í dægurflugu.

Daníel fer villur vegar að biðja um lögregluríki þar sem embættismenn ákveða hvað sé hatur og hvað ekki. Hugsanalögregla er álíka réttlát og trúarlögregla Talibana. 

Góðu heilli búum við í samfélagi þar sem hver og einn má skilgreina sjálfan sig á hvaða vegu sem vera skal. En það þýðir ekki að einstaklingar eða hópar sérvitringa eigi rétt á að bábiljur fái opinbera viðurkenningu sem sannindi. Sérviska eins að hægt sé að fæðast í röngum líkama og að líffræðileg kyn séu fleiri en tvö mega vel vera fólki trúaratriði. Ekki breytir það þeim sannindum að lífsins ómögulegt er að fæðast í röngum líkama. Skrokkur og meðvitund eru ein heild, koma ekki í tveim pörtum. Og kynin verða ekki fleiri en tvö þótt einhverjir fæðist með óræð kyneinkenni.

Til að samfélag virki þarf fastar stærðir. Það fer enginn sextugur niður í Þjóðskrá og fær tuttugu ár dregin frá skráðum aldri með þeim rökum að hann sé sannfærður um að vera fertugur. En vitanlega má sá sextugi trúa með sjálfum sér að vera ekki degi eldri en fertugur. 

Sérviska er mannréttindi. En fái sérvitringar að ráða hvað haft er fyrir satt og hvað ekki verður ekkert algilt. Allra síst mannréttindi. Sérvitringar kæmust óðara að þeirri niðurstöðu loka ætti bakvið lás og slá þá sem hugsa öðruvísi en rétttrúnaðurinn leyfir.

Trúarlögregla Talibana og hugsanalögregla Samtakanna 78 eru tvær hliðar á sömu myntinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Afhverju er maðurinn með haturorðræðu á heilanum ? Fólk segir vonada hluti um annað fólk, þá á ekki að fá á sig dóma fyrir það.

Segðu eitthvað vont á móti eða bara hundsaðu þetta fólk, ekki flókið.

Að sama skapi skil ég ekki að innri rödd, reiði og almennur viðbjóður sem er að koma frá fólki á netinu, hvað er að ? 

Ég hata engann, vissulega er eitthvað fólk sem ég kýs að eiga ekki samskipti við en ég hef enga þörf fyrir að fá það fólk í fangelsi.

Emil Þór Emilsson, 6.10.2022 kl. 08:15

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar pistill og ekki hægt að

lýsa þessu betur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.10.2022 kl. 11:23

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þennan góða pistil Páll.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.10.2022 kl. 12:03

4 Smámynd: rhansen

Svo algjörlega frábær pistill ..takk 

rhansen, 7.10.2022 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband