Helgi og Þóra í viðtali blaðamanns tengdum sakborningi

Eva Hauksdóttir réttargæslumaður Páls skipstjóra Steingrímssonar sendi Fréttablaðinu kvörtun vegna drottningarviðtals við Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur á Fréttavaktinni. Fréttamaðurinn sem stýrði viðtalinu er tengdur fjölskylduböndum sakborningi í RSK-sakamálinu. Þar er Þóra einnig sakborningur. Málið snýst m.a. um byrlun, símastuld, brot á friðhelgi og stafrænt kynferðisofbeldi. Eva skrifar

Brot það sem Þóra Arnórsdóttir og fleiri blaðamenn eru grunaðir um, felst í því að hafa í heimildarleysi skoðað, afritað og dreift gögnum af síma umbjóðanda míns. Síminn var tekinn frá honum á meðan hann lá meðvitundarlaus á gjörgæslu, eftir að hafa verið byrlað svefnlyf. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því hvort sakborningar í málinu hafi vitað um þessa lyfjabyrlun og hverjir hafi undir höndum gögn sem varða einkamál umbjóðanda míns

Eva gagnrýnir afstöðu blaðamanns Fréttablaðsins, Björns Þorlákssonar, sem ítrekað gefur til kynna í viðtalinu að hann sé hjartanlega sammála sakborningnum Þóru. Eva segir lögreglurannsóknina snúast

um það hvort blaðamenn hafi tekið við, afritað og sent sín á milli persónuleg gögn sem varða einkalíf eigandans og fjölda manns sem haft hafa samskipti við hann í gegnum símann. Umbjóðandi minn veit ekki hvar gögn sem varða einkasamtöl hans, t.a.m. við dætur sínar, aðra fjölskyldumeðlimi og lækni er niðurkomin. Hann veit ekki hverjir hafa aðgang að þessum gögnum, afritum af greiðslukortum hans og ýmsum öðrum persónulegum gögnum sem vistuð voru á símanum. Hann veit ekki hvort einkalíf hans er vistað á tölvu á skrifstofum Kjarnans, usb lykli í stofuskáp heima hjá Þóru Arnórsdóttur eða í gagnasafni á netinu. Umfjöllun Fréttavaktarinnar sniðgekk algerlega þennan kjarna málsins.

Þá bendir réttargæslumaður Páls á að það ,,Það samræmist augljóslega ekki kröfum um vandaða upplýsingaöflun að veita sakborningi í lögreglurannsókn drottningarviðtal um eigið mál, án þess að gera minnstu tilraun til að kanna rök lögreglu fyrir rannsókninni eða afstöðu brotaþola."

Í niðurlagi kemur þessi athugasemd frá Evu:

Til að kóróna allt saman er stjórnandi þáttarins svo tengdur fjölskylduböndum þeim sakborningi sem kvaðst í sjálfstæðri frásögn í lögregluyfirheyrslu hafa sett lyf í drykk brotaþola.

Áður en Eva skilaði inn til Fréttablaðsins kvörtun hafði lögmaður Örnu McClure gagnrýnt drottningarviðtalið á Fréttavakt Fréttablaðsins. Arna átti í samskiptum við Pál sem voru gerð opinber af RSK-miðlum.  Og hver haldið þið að hafi skrifað fréttina um þá gagnrýni? Jú, enginn annar en Björn Þorláksson, sem tók viðtalið og er tengdur sakborningi fjölskylduböndum.

Vinnubrögð blaðamanna og fjölmiðla í RSK-sakamálinu eru eins ófagleg og hugsast getur. Blaðamenn og fjölmiðlar keppast við að slá skjaldborg um vini, félaga og fjölskyldutengda sem eru sakborningar. Grundvallarreglur um sjálfstæði, vönduð vinnubrögð og hlutlægni eru þverbrotnar.

Blaðamenn og fjölmiðlar segjast starfa í þágu lýðræðis og almannahags, fá fyrir það ríkisstyrk. Í reynd eru blaðamenn og fjölmiðlar eins og mafía sem heldur hlífiskildi yfir félögum sínum sem eru sakborningar í lögreglurannsókn.

Ísland stendur ekki undir nafni sem lýðræðisríki þegar fámenn blaðamannamafía stjórnar fjölmiðlaumræðunni og sýnir sakborninga í alvarlegu afbrotamáli sem saklausa engla.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er búið að segja það svo oft að þessa blaðamenn skortir alla siðvitund að það ætti að vera óþarfi að endurtaka það. En aldrei er sorinn fullausinn þegar á þarf að halda. Fréttabladid hefði betur gert að halda bara áfram að halda kj...um málið. En nú hefur það stillt sér upp með gerendur í málinu og þar með tapað trúverðugleika,ef eitthvað var eftir af honum. 

Það er þó gott að vita til þess að Eva Hauks kemur þarna til varnar. Hún er bæði bráðskörp og með sterka réttlætiskennd og enginn er svikinn af að hafa hana með sér í liði. 

Ragnhildur Kolka, 29.9.2022 kl. 09:17

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ein eykur á vitleysuna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2022 kl. 11:33

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Enn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2022 kl. 11:34

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

,,Heimsmet í drullusokkahætti"

Guðmundur Böðvarsson, 29.9.2022 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband