Rakel, Þóra og pása Aðalsteins frá RÚV

Aðalsteinn Kjartansson hætti skyndilega á RÚV föstudaginn 30. apríl 2021 og hóf störf samdægurs á Stundinni. Þrem dögum síðar var Páli skipstjóra byrlað og sími hans afritaður á Efstaleiti. Frá RÚV fóru gögnin á Stundina og Kjarnann til birtingar.

Daginn sem Aðalsteinn hafði vistaskipti skrifaði Rakel Þorbergsdóttir þáverandi fréttastjóri RÚV á samfélagsmiðli:

Kærar þakkir fyrir eðal samstarf og þá frábæru vinnu sem þú vannst með okkur í Kveik. Þín verður sárt saknað en ég ætla að leyfa mér að vona að RÚV ,,pásan" verði stutt.  Gangi þér allt í haginn í nýjum verkefnum, veit að þú átt eftir að halda áfram að blómstra sem fréttamaður og samfélagsrýnir.

Yfirmaður Aðalsteins lítur svo á að hann sé í sérverkefni um stundarsakir og komi aftur á höfuðbólið eftir vel unnið dagsverk á hjáleigunni. Þá segir Rakel Aðalstein ,,samfélagsrýni". Sérstakur titill á þann sem tekur að sér að koma stolnum gögnum í umferð. Enginn lofar vasaþjóf snör handtökin og kallar hann skáta. Í séríslenskum blaðamannaheimi eru glæpir aftur verðlaunaðir.

Í tilræðinu gegn Páli skipstjóra voru verkaskiptin þau að RÚV var miðstöðin en Kjarninn og Stundin sáu um dreifingu, birtu fréttir úr síma Páls. Í kjölfarið var fréttastofa RÚV ræst út og látin reka hljóðnemann upp í þingmenn og ráðherra til að fordæma. Allt gekk þetta eftir. Nú standa þingmenn og ráðherrar eins og þursar; vissu ekki að líkamsárás með byrlun og gagnastuldur var vinnulag blaðamanna. Í ofanálag misnotuðu blaðamenn andlega veika konu og stunduðu stafrænt kynferðisofbeldi. Selskapur með blaðamönnum RSK-miðla skilur eftir óbragð.

Daginn sem Stundin og Kjarninn birtu fyrstu fréttirnar, samkvæmt skipulagi, þann 21. maí í fyrra, deildi Þóra Arnórsdóttir á RÚV frétt Aðalsteins á Stundinni á einkareikningi sínum á Fésbók með eftirfarandi athugasemd:

Mér er eiginlega þvert um geð að deila þessu. En stundum þarf að gera fleira en gott þykir.

Þóra þykist koma af fjöllum, saklaus áhorfandi að svakalegum fréttum. Í reynd var RÚV miðstöð glæpsins. Sjálf var Þóra í reglulegum samskiptum við andlega veika konu sem byrlaði Páli, stal síma hans og lét í hendur blaðamanna, samkvæmt skipulögðu ráðabruggi. 

Eins og nærri má geta eyddi Þóra færslunni á Fésbók sinni eftir að lögreglan komst á sporið. En í skýrslum lögreglunnar er skjáskot af færslunni.

Rakel hætti sem fréttastjóri RÚV um áramót. Aðalsteinn og Þóra eru sakborningar auk tveggja blaðamanna Kjarnans. Ákærur í RSK-sakamálinu eru væntanlegar á næstu dögum.

Allur þorri fjölmiðla þegir um afhjúpun á verðlaunuðum glæpum blaðamanna RSK-miðla. Í næstu viku kemur alþingi saman. Þar sitja nokkrir þingmenn sem höfðu uppi stór orð í fyrravor og tóku undir með blaðamönnum er stunduðu glæpi á bakvið tjöldin. Munu þeir líka þegja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Spennandi tímar framundan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2022 kl. 08:31

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ótrúleg þessi þögn fjölmiðla um þessi mál. Ef þessi umfjöllun væri ekki til staðar hér á Moggablogginu, þá mundi engin vita af því hvað var að gerast nema þeir sem rannsaka málið hjá lögreglunni. Vafalaust væri þá hamagangur þessara svonefndu RSK miðla mun meiri og hamsleysi við að reyna að komast hjá því að málið fá eðlilega rannsókn og afgreiðslu. 

Mér finnst dapurt að heyra hvað þetta fjölmiðlafólk virðist hafa lagst lágt og dapurlegt að útvarpsstjóri skyldi ekki þegar í stað hafa tekið til hendinni og hafið innanhúsrannsókn á málinu. Honum lá meira á í máli Hönnu Birnu þá sem lögreglustjóri. 

Jón Magnússon, 11.9.2022 kl. 11:11

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Páll.

Hamraðu á þessu liði. Þú ert með alla þenkjandi Íslendinga á bakvið þig.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.9.2022 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allar athugasemdir hér að ofn.

Endilega halltu þessu áfram Páll, því eins og Jón segir

að ef þetta væri ekki fyrir þín skrif hefði engin vitað hvað

var í gangi. Þursarnir á þingi og útvarpsstjóri eiga að

segja af sér þegar í stað.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.9.2022 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband