RSK-miðlar fá liðsauka Gunnars Smára

Nýr fjölmiðill sósíalistaforingjans Gunnars Smára bætist við flóru vinstrifjölmiðla. Fyrir á fleti eru RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar. Nú kemur í góðar þarfir ríkisstyrkur Sósíalistaflokksins. RSK-miðlar eru á ríkisframfæri, RÚV alfarið.

Aðrir miðlar með sömu ritstjórnarstefnu eru Mannlíf og Fréttablaðið. Báðar útgáfurnar eru með auðmannaívafi.

Á fjölmiðlamarkaði má þekkja aðferðafræði vinstrimanna úr flokkspólitík. Þeir stofna flokka til að komast á ríkisjötuna. Flokkarnir fara hver í sínu lagi á kosningaveiðilendur að elta uppi kjósendur fyrir hvert kjörtímabil. Markmiðið er að ná í nægilega mörg atkvæði, um 2,5%, og fá ríkisfé. 

Flokkar vinstrimanna bjóða hver upp á sína útgáfuna af vinstripólitík og sama gera vinstrimiðlarnir. Þar er bitamunur en ekki fjár. Að baki liggur hugsunin að á hverjum tíma sé hægt að plata nógu marga til að fylkja liði um einhverja vinstrisérvisku.

Í leiðangri Gunnars Smára er endurnýtt samfylkingarfólk, Ólína fyrrum þingmaður, Vg-liðinn Þóra Ásgeirs og eflaust fleiri. 

Bæði í flokkspólitík og fjölmiðlarekstri er markmiðið það sama; að fá þægilega innivinnu velborgaða með frjálsum vinnutíma. Herfræðin er alltaf að féfletta almenning með einum eða öðrum hætti.

Einu liðamótin sem vinstrimenn nenna að hreyfa eru þar sem kjálki mætir kúpu. Málbeinið gefur sístreymi orða er flæða fram í fjölmiðlum og á þjóðarsamkundunni. Vitanlega er ekkert að marka orðin. En, sem sagt, á hverjum tíma er hægt að plata nógu marga til að halda svikamyllunni gangandi. Þannig er tryggt framlag úr ríkissjóði og þannig er almenningur féflettur.

Vinstriflokkar og fjölmiðlar þeirra eru fitulag á þjóðarlíkamanum sem þykknar með aukinni velmegun.


mbl.is Gunnar Smári í fjölmiðlarekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar lýsing á Vinstra-samfó fólki.

Sorglega satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.9.2022 kl. 07:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar Smári hefur sýnt smávegis vott af stuðningi við málfrelsið á veirutímum, sjá t.d. þessar umræður um sóttvarnaraðgerðir (við fólk vítt og breitt á hinu pólitíska rófi):

https://www.youtube.com/watch?v=sD3z5r4roJE

Annars má alveg taka undir með pistlahöfundi hér. Þetta verður enn einn bergmálshellir RSK-liða eins og sést á efnistökunum á Youtube-rás GSE:

https://www.youtube.com/c/Samst%C3%B6%C3%B0in/videos

Geir Ágústsson, 2.9.2022 kl. 09:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afbragðs pistill, satt að segja læðist grunur að mér að pistilinn gæti Páll skrifað í ljóði,rétt eins og stórskáldin gömlu ortu; "Þar sem að kjálki mætir kúpu" ( úr Gunnars ólma streymir)da,dada 

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2022 kl. 13:31

4 Smámynd: rhansen

Algjör snild hja Páli  ,gæti ekki sanara verið  Vinsti politikin verður aldrei nema til armæðu ,tjóns og bölvunar !

rhansen, 2.9.2022 kl. 16:12

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð grein.

Birgir Loftsson, 2.9.2022 kl. 17:53

6 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Í sambandi við þess færslu má geta að Morgunblaðið fékk um 82 milljónir í styrki frá Ríkissjóði árið 2021. Í frétt Viðskiptablaðsins þann 7/9 árið 2021 er listi, þar eru þrír efstu aðilar þessir:

81.450.544 kr. - Árvakur hf. (Morgunblaðið)

81.450.544 kr. - Sýn hf. (Vísir, Stöð 2, Bylgjan)

81.450.544 kr. - Torg ehf. (Fréttablaðið, DV, Hringbraut)

Bara svo þessu sé haldið til haga. Hverjir eru ekki á jötunni?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 2.9.2022 kl. 18:40

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú er ég sannarlega sammála þér, Páll

Gunnar Heiðarsson, 3.9.2022 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband