RSK-miðlar gera árás á Katrínu Jakobs

RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar, stóðu fyrir samræmdum fréttaflutningi til að gera hlut Katrínar forsætis sem verstan. Atlagan stóð yfir frá tíunda tímanum í gærmorgun og fram yfir hádegi þegar hún var orðin pínleg.

RÚV: Björk sakar Katrínu um að hafa svikið sig og Grétu

Stundin: Katrín Jakobsdóttir ,,hefur ekkert gert fyrir umhverfið"

Kjarninn: Björk um Katrínu Jakobsdóttur: ,,Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið"

Stundin og Kjarninn birta samhljóða fyrirsögn, ásökunartónn RÚV er afgerandi. Aðrir fjölmiðlar sögðu sömu frétt en fordæmingin var ekki í fyrirsögn og umfjöllun meira í fréttastíl en áróðursherferð, sjá t.d. Vísi og Fréttablaðið. RSK-miðlar gerðu fréttinni hærra undir höfði en aðrir miðlar, höfðu hana lengur sem uppslátt. Áhlaupið var tilraun að vekja reiðibylgju, fyrst í fjölmiðlum síðan á samfélagsmiðlum. RSK-miðlar kunna til verka, ýmist að blása upp lítilfjörleg mál eða þagga niður stórmál. 

Hvers vegna gera RSK-miðlar samræmda árás á forsætisráðherra einmitt núna?

Jú, RSK-miðlar standa höllum fæti. Blaðamenn á þessum miðlum eru sakborningar í lögreglurannsókn á alvarlegum glæp; líkamsárás með byrlun, stafrænt kynferðisofbeldi og gagnastuld. 

Með samræmdri atlögu að forsætisráðherra sýna RSK-miðlar vígtennurnar. Stjórnmálamenn eru háðir fjölmiðlaumfjöllun. Er fjölmiðlar ganga skipulega til verks að hafa æruna af einhverjum er vanalega lítið eftir þegar uppi er staðið. RÚV gerði sér m.a. far um að höggva til Katrínar á öðru tungumáli en íslensku. Í áróðrinum þarf að ná til allra kjósendahópa. 

Skilaboð RSK-miðla til Katrínar og annarra stjórnmálamanna eru þessi: Ef þið hjálpið okkur ekki að komast undan ákærum fyrir aðild að líkamsárás, stafrænu kynferðisofbeldi og gagnaþjófnaði gerum við ykkur allt til miska.

Þegar grunaðir um glæpi, sannir að siðleysi, hafa í hótunum á opinberum vettvangi er fokið í flest skjól. Ekki síst þegar í hlut á ríkisfjölmiðill.

 


mbl.is Völdu aðra nálgun en Björk hafði lagt til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þegar grunaðir um glæpi, sannir að siðleysi, hafa í hótunum á opinberum vettvangi er fokið í flest skjól. Ekki síst þegar í hlut á ríkisfjölmiðill.

Það virðist eins og RÚV sé heilög kú, getur leyft sér hvað sem er og eru ósnertanlegir. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað þessi stofnun kostar þjóðina fjárhagslega fyrir utan að verða sér til stöðugt til skammar  með ekki fréttum og falsfréttum. 

RSK-miðlar kunna til verka, ýmist að blása upp lítilfjörleg mál eða þagga niður stórmál. 

Er ekki kominn tími til að ræða framtíð þessarar stofnunar sem telur sig geta stýrt þjóðfélaginu með hótunum. Þeir finna ískyggilega fyrir valdi sínu.

Loka RÚV það gerist ekki neitt.

Kristinn Bjarnason, 20.8.2022 kl. 09:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Katrín átti semsagt að lýsa yfir neyðarástandi og misnota vald til að misnota hugtakið "neyðarástand". Og Rsk-miðlar hlaupa hugsunarlaust með.

Hefði ekki verið faglegra að spyrja -  hvert var neyðarástandið?

Søfnuðurinn sem kraup við fótskör Al Gore hefur ekkert lært. 

Ragnhildur Kolka, 20.8.2022 kl. 10:24

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eimitt Ragnhildur

Í USA þá losnar um umtalsvert fé ef lýst er yfir neyðarástandi
Hér yrði þetta bara einsog þegar tré fellur í skóginum og enginn heyrir það falla - engin áhrif

Grímur Kjartansson, 20.8.2022 kl. 14:56

4 Smámynd: booboo

Nú er Björk í heims-tónleikaferð; um Evrópu, S-Ameriku, og svo Asíu. Ferðast hún með loftbelg, eða etv á reiðhjóli? Eða er hún eins og efsta yfirstéttin ekki talinn með?

booboo , 20.8.2022 kl. 15:56

5 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Stundum ríkir tímabundið neyðarástand einhverstaðar í veröldinni, oftast vegna náttúruhamfara eða styrjalda. En hvar ríkir neyðarástand vegna ,,óðahlýnunar af mannavöldum?" Hvergi. Þeir sem heimta að stjórnvöld lýsi yfir dómsdagsþvælu, eru illa haldnir af fári.  

Baldur Gunnarsson, 20.8.2022 kl. 19:57

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flest okkar fylgjast grant með veðurfréttum,með von um sólríkt sumar og um leið þægilegan hita hér á Íslandi.Sjaldan var sól á öllu landinu með hita upp að 20+Celc,bara oft hvasst og viðvörun. En einhvern tíma Í júlí sáust viðvörunarmerki á völdum stöðum vegna mikils hita á meginlandi Evrópu og Englandi.Það stóð ekki lengur en vant er.- Ég spyr eins og aðrir hér,"hvar er þessi óðahlýnun"? En eftir allt hverfist þetta um lögreglurennsókn á alverlegum glæp.         

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2022 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband