Þórður Snær sakborningur: Vinstri grænir sviku mig

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er sakborningur í lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma skipstjórans. Þórður Snær skrifar leiðara í gær sem er allsherjarárás á Vinstri græna og forsætisráðherra.

Ritstjórinn segir það ekki beint, en það liggur í orðunum, að ef vinstrimenn sætu einir í ríkisstjórn myndi lögreglan ekki rannsaka vinstrisinnaða blaðamenn þótt þeir brytu lög með byrlun og gagnastuldi.

Vinstri grænir sviku lit 2017, segir ritstjórinn, og mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það var ,,póli­tísk per­sónu­leika­röskun [sem] átti sér stað." Pillan er til Katrínar Jakobs, án hennar sé flokkurinn ekkert. Þórði Snæ er í nöp við konur í valdastöðum. Hann sagði Rannveigu Rist forstjóra annað tveggja háða eiturlyfjum eða ,,vera þroskahefta."

Í lok leiðarans, sem er laaaangur, klykkir Þórður Snær út með dæmi til að sanna svik Kötu Jakobs og félaga. Hann vitnar í fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Vinstri grænna sem fyrir fimm árum sagði að ef flokkurinn efndi til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn væri hætt við að ,,trú­verð­ug­leik­inn laskað­ist veru­lega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt upp­dráttar næstu árin og ára­tug­ina."

Fyrrverandi framkvæmdastjórinn er enginn annar en Drífa Snædal forseti ASÍ. Í gær, sama dag og Þórður Snær skrifar leiðarann, gafst Drífa upp á samstarfi við aðra vinstrimenn innan ASÍ vegna þess að ,,átök­in inn­an ASÍ hafi verið óbæri­leg." 

Ef vinstrimenn stjórnuðu landinu væri þjóðfélagið eins og ASÍ, óbærilegt. Blaðamenn í skjóli landsstjórnar vinstrimanna kæmust upp með alvarlega glæpi og fengju frítt spil að ofsækja einstaklinga. Siðleysið léki lausum hala. Engin viðurlög væru við byrlun og gagnastuldi.

Góðu heilli eru menn eins og Þórður Snær í minnihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hafa ekki VG svikið alla í landinu bæði nú og í tíð Steingríms J.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.8.2022 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband