Sósíalismi, landsbyggđin og Vísir hf.

Fyrir átta árum, 2014, hćtti Vísir hf. fisk­vinnslu á Húsa­vík, Ţing­eyri og Djúpa­vogi. Starfsemin var flutt til Grindavíkur.

Fréttaknippa mbl.is sýnir töluverđa umrćđu fyrir átta árum. Einkum höfđu menn áhyggjur af byggđaröskun fámennra sjávarbyggđa. Öflugum fyrirtćkjum á landsbyggđinni hefur fćkkađ og ţađ dregur máttinn úr plássunum.

Núna, áriđ 2022, kaupir Síldarvinnslan í Neskaupstađ Vísi. Síldarvinnslan var einu sinni útgerđ austfirskra sósíalista. Samvinnufélag útgerđamanna stofnađi fyrirtćkiđ 1957 međ ađild bćjarfélagsins, sem kallađ var Litla Moskva.

Útgerđin var stofnuđ sem almenningshlutafélag til ađ efla rekstur í heimabyggđ. Í dag er Síldarvinnslan eina hlutafélagiđ í Kauphöllinni međ höfuđstöđvar á landsbyggđinni.

Hér áđur, ţegar sósíalistar stóđu vaktina međ launafólki, hefđu ţeir eflaust fagnađ eflingu Síldarvinnslunnar, ekki síst landsbyggđasósíalistar. 

Arftakar sósíalista kallast í dag vinstrimenn. Ţeir sjá ofsjónum yfir fáeinum krónum er rata í buddu tveggja grunn- og leikskólakennara í Grindavík og systkina ţeirra, afrakstur vinnu tveggja kynslóđa í útgerđ og vinnslu.

Vinstrimenn samtímans gleyma tveim ađalatriđum. Ţađ er hćgt ađ komast í álnir á Íslandi, međ vinnu og eljusemi, annars vegar og hins vegar ađ landsbyggđin ţarf á öllu sínu ađ halda andspćnis valdasamţjöppun á SV-horninu.

Vinstrimenn skilja hvorki atvinnustarfsemi né uppsprettu velmegunar. Dćmigerđur vinstrimađur situr á kaffihúsi í miđbć Reykjavíkur og pćlir í hvernig best sé ađ eyđa skattfé vinnandi fólks. 


mbl.is Kaupin á Vísi hluti af nauđsynlegum breytingum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Ha ha ha. Vel orđađur endir og sannur.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 15.7.2022 kl. 10:42

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kortavelta erlendra ferđmanna í 10 daga

er sama upphćđ og greidd var fyrir vel rekiđ fjölskyldufyrirtćki sem hefur starfađ í 50 ár
Hvađa auđlindagjald greiđir ferđamanniđnađurinn á Íslandi

Grímur Kjartansson, 15.7.2022 kl. 16:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţađ hefur ţá gengiđ vel klakiđ hjá gamlingjum ađ gefa slíka stólpa af sér,gćtum viđ fariđ fram á ađ Ríkiđ rétti hlut okkar sem enn er ógreiddur.

Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2022 kl. 23:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband