Fimmtudagur, 7. júlí 2022
Laxness endurlífgaður
Halldór Laxness átti sína fegurstu stund um miðbik síðustu aldar og hætti að skipta máli löngu fyrir lok kalda stríðsins - kynnu einhverjir að halda.
Rangt.
Bandaríska tímaritið New Yorker rekur ítarlega endurreisn Laxness í engilsaxneskum bókmenntaheimi.
Tvær sögur eru í forgrunni, Sjálfstætt fólk og Salka Valka. Bjartur í Sumarhúsum er vitanlega höfuðpersóna í andlegu lífi Íslendingsins eftir lýðveldisstofnun. Meira vafamál er með Sölku og misheppnaða kommúnistann Arnald.
Í öllu falli. Ritgerðin í New Yorker er tilfallandi hvatning að nota sumarið til að rifja upp kynnin af söguheimi sem enn á erindi.
Athugasemdir
Einmitt,hann hætti aldrei að skipta máli hjá Íslendingum en öfundin var pólitísk eins og margir muna,svo sem ekkert gamanmál að rifja það upp.
Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2022 kl. 13:41
Páll hefur ekki rétt á að skrifa um HKL.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.7.2022 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.