Fréttablaðið hafnar sjálfstæðri rödd

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði leiðara sem gerðu Fréttablaðið lestursins virði. Kolbrún er gamalreynd í faginu og fyrir lifandi löngu orðin sjálfstæð rödd er lét sér fátt um finnast þjónkun við óformlegt bandalag sem mestu ræður í umræðunni.

Ekki svo að skilja að tilfallandi höfundur hafi jafnan verið sammála Kolbrúnu. Lýðræðisleg umræða er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki spurning um að vera sammála þessu sjónarmiði eða hinu. Heldur hitt að sem flestar skoðanir fái að heyrast. Umræðan sjálf tálgar og skerpir hugmyndir og skoðanir sem eiga erindi.

Í skrúðgarði skoðana sáði Kolbrún fræjum sem festu rætur. Sjálfstæð hugsun og launfyndinn texti er aðall Kolbrúnar.

Uppsögnin á Fréttablaðinu gefur til kynna að heldur þrengist um þá er byrja ekki daginn á spurningunni: hvernig get ég þóknast? 

Vonandi finnur Kolbrún sér hentugan vettvang að segja sína skoðun. Þögnin er afleitur kostur fyrir sjálfstæða hugsun. 

 


mbl.is Kolbrúnu sagt upp hjá Fréttablaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Sammála, verður eftirsjá af pistlum hennar. Fréttablaðið varla þess virði að opna eftir brotthvarf hennar. Við upplifum það endurtekið að svokallaðir minnihlutahópar hafi árif á ritstjórn fjölmiðlanna,. Hver má og hver ekki. Allt til að þóknast málstaðnum. Sjáum þetta á Vísi og Kjarnanum sem dæmi og eflaust má finna víðar.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 30.6.2022 kl. 08:15

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

"mest lesna dagblað landsins"

Spurning hvenær Neytendastofa fær kvörtun

Aðalreglan um auglýsingar er sú að í þeim er óheimilt að veita rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar.

Grímur Kjartansson, 30.6.2022 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband