Úkraína í ESB, eftir tap gegn Rússum

Úkraína getur ekki barist við Rússa án aðstoðar frá ESB og Bandaríkjunum. Vesturveldin sannfærðust í vor að Úkraína mun tapa. Vestræn aðstoð gæti framlengt stríðið en ekki breytt óhjákvæmilegri niðurstöðu.

Heimsókn leiðtoga stærstu ESB-ríkjanna, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, til Kænugarðs var með tvöföld skilaboð, segir þýskur sérfræðingur hjá Die Welt. 

Í fyrsta lagi að vesturveldin myndu áfram senda Úkraínu vopn. Í öðru lagi að Selenskí forseti yrði að semja við Rússa og sætta sig við að Úkraína tapi landi. Selenskí yrði að ná friði í sumar. Evrópa er á barmi efnahagskreppu. Ófriðurinn dýpkar kreppuna.

Tilboð ESB um að gera Úkraínu að formlegu umsóknarríki gefur Úkraínu von um að þegar friður kemst á gæti landið orðið ESB-ríki. Okkur er alveg sama, segir Pútín. Sennilega þykist hann vita að fremur lítið verði eftir að Úkraínu þegar líður á árið.

Stjórnvöld í Kænugarði hafa tvo mánuði til að landa friðarsamningum. Ef þeir standa sig verður hægt að sækja í sjóði Brussel. Ef Selenskí og félagar þverskallast verður dregið úr stuðningi.

Stjórnin í Kænugarði algerlega háð vestrænum stuðningi. Í reynd leppstjórn Bandaríkjanna og ESB. Látið er eins og fullvalda ríki eigi hlut að máli. En það er innrásarher í landinu og án vestræns stuðnings er allt glatað.  

Úkraínumenn gáfu út í upphafi stríðs 24. febrúar að sérhver tomma af úkraínsku landi sem færi undir Rússland væri tap. Heimsókn vestræna þríeykisins til Kænugarðs þýðir að Úkraína verði að segja skilið við allnokkrar tommur af landi. Valkosturinn er að rússneski björninn hirði allt.

Í mars voru samningaviðræður milli Kænugarðs og Moskvu. Vesturveldin stöðvuðu þær með heimsókn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Betur að marsviðræður hefðu skilað vopnahléi. Minna land hefði tapast og fleiri væru á lífi. Boris hélt í skyndiheimsókn til Kænugarðs í gær, í kjölfar ESB-þríeykisins, og bauðst til að þjálfa úkraínska hermenn. 

Úkraínsk yfirvöld segja að á hverjum degi falli 200 til 500 hermenn þeirra. Best þjálfuðu hermennirnir láta jafnt og þétt undan siga og raðirnar þynnast dag frá dagi. Bresk þjálfun á nýliðum valdur ekki straumhvörfum.

Straumhvörf í stríðinu á sléttum Garðaríkis geta aðeins orðið með tvennum hætti. Í fyrsta með pólitík, þ.e. vopnahléi og friðarsamningum. Í öðru lagi á vígvellinum. Þar tapar Úkraína jafnt og þétt. Engar líkur eru á að það breytist í bráð. Tíminn vinnur með Rússum, ekki Selenskí og félögum.

 


mbl.is Möguleg aðild Úkraínu að ESB komi Rússum ekki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Putin spáir tektonskum breytingum í geopolitikinni og elíta dagsins i dag verði send á ruslahaug ána. Enda samanstanda hún af einfeldningum og börnum.

Nokkuð til í því eins og spilast hefur úr öllum aðgerðum hinnar vestrænu stjórnmálastéttar í heilbrigðis- og efnahagsmálum síðustu ára og svo núna í átökunum í Úkraínu.

Ragnhildur Kolka, 18.6.2022 kl. 13:02

2 Smámynd: Hörður Þormar

Vera má að Úkraínumenn tapi þessu stríði og Rússar innlimi þau héruð sem þeir kæra sig um. En þeir verða þá að endurreisa þær borgir sem þeir hafa lagt í rúst. Hvernig það muni ganga skal ósagt látið, en búast má við að margur Rússinn muni þurfa að notast við útikamarinn sinn þangað til.

          One Russian in Four Lacks an Indoor Toilet, One of Many ...https://russialist.org › one-russian-in-four-lacks-an-indo...

Hörður Þormar, 18.6.2022 kl. 13:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athugið að "frétt" Die Welt er ekki frétt heldur lýsir hún því sem Þjóðverjar og þýsk stjórnvöld vilja að gerist; þ.e. að Úkraína gefist upp. Það sama vill París.

Þess vegna þaut Breta-Boris af stað og lenti kænu sinni í sama garði síðar sama dag og sagði: þið getið ekki gefist upp því þá stöndum við og Bandaríkin á brókinni. Boris var þarna sem fulltrúi Bretlands og Bandaríkjanna.

Evrópa þolir ekki meira af meðulum sínum.

En Moskva mun ekki semja.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.6.2022 kl. 13:39

5 Smámynd: booboo

Myndbandið hans Theodors kemur beint frá vopnaframleiðendum USA.

booboo , 18.6.2022 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband