Blaðamenn, óþurft og glæpir

Blaðamönnum fækkar jafnt og þétt. Það er ástæða sameiningar tveggja stéttarfélaga þeirra, Ff og BÍ. Upplýsingasamfélagið gerir blaðamenn óþarfa. Þeir hafa hvorki þekkingu né fagkunnáttu fram að færa sem eftirspurn er eftir.

Einu sinni svöruðu blaðamenn spurningunni ,,er þetta frétt." Ef já, þá varð úr frétt í fjölmiðli. Ef nei, þá engin frétt. Til að eitthvað yrði að frétt þurfti heimild. Sérgrein blaðamanna var heimildarýni.

Núna ræður umræðan á samfélagsmiðlum hvort eitthvað sé frétt eða ekki. Vinna blaðamanna fer í að þefa upp færslur á Twitter eða Facebook og gera úr þeim frétt. Heimildarýni er lítil sem engin. Í stað blaðamanna gæti sjálfvirkur teljari séð um að halda lista yfir flestar deilingar og mestan lestur á tilteknum færslum. Fréttin er sjálfssprottin, þarf ekki fæðingarhjálp blaðamanna.

Til að gera sig gildandi leiðast sumir blaðamenn á braut glæpa og siðleysis. Þeir skálda fréttir og taka bullukolla sem trúverðugar heimildir. Í refsikerfinu eru fjórir blaðamenn undir rannsókn fyrir aðild að byrlun og gagnastuldi. Heilir þrír fjölmiðlar eru undir í glæparannsókninni: RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar. Ef þessir fjölmiðlar væru lánastofnanir færu þeir í ruslflokk - enginn vildi ótilneyddur eiga við þá viðskipti.

Ríkisvaldið heldur lífinu í fjölmiðlum sem annars myndu ekki þrífast. Á meðan blaðamen eru sumpart óþarfir og að einhverju leyti lögbrjótar freistast ríkisvaldið til að halda uppi fjölmiðlum með almannafé. Nær væri að hætta öllum styrkjum og leggja niður RÚV. Blaðamennskan sinnti þá nauðsynlegum verkefnum en væri síður til óþurftar. Þaggað yrði niður í Glæpaleiti í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Grætur ekki titilinn og fagnar sameiningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Rúv er krabbamein í þjóðfélaginu sem ræðst á fólk og fyrirtæki með öllum tiltækum ráðum og hefði átt að vera búið að loka fyrir löngu síðan. Vegna rúv þá geta aðrir fjölmiðlar ekki borið sig þannig að þeir voru gerðir að ríkisfjölmilum líka. Allt eins og í sannkölluðu ráðstjórnarríki. Þú átt að vera hræddur við rúv því þeir geta farið illa með hvern sem er með réttu eða röngu. Fréttaflutningurinn er orðinn svo lélegur að ég er hættur að opna fyrir þetta heilaþvottarrugl. Ég þarf samt að borga fyrir þetta. Þó að fréttastofa rúv stundi óheiðarleg vinnubrögð og eru verri en gagnslausir árum saman þá kemur ekki til tals að loka sjoppunni. Þeir héldu þjóðinni lafhræddri til að búa til stemningu í kring um eiturefnin sem dælt var í þjóðina án nokkurra einustu varnaðarorða þó um tilraunaefni væri að ræða. Það hefði nú kanski verið í lagi að láta þjóðina vita að Bill Gates væri innsti koppur í búri í öllum eiturefnunum sem boðið var upp á og hann hefur sérstakan áhuga á að fækka fólki og þarf ekki einu sinni að fela það. Það er hægt að komast upp með hvað sem er með matreiddum fréttaflutningi. Mesta hættan sem við stöndum frammi fyrir er að það er orðin lítil geta almennings til sjálfstæðrar hugsunar heldur kokgleypir alla innrætinguna. Hvar eru sjálfstæðismenn?

Kristinn Bjarnason, 2.6.2022 kl. 09:05

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu meira við þetta að bæta Páll.

Sagt þaðí langan tíma, eigum ekki lengur

blaðamenn en nóg af "BLAÐURSMÖNNUM".

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.6.2022 kl. 10:23

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ekkert mikilvægara en að RÚV -NETMIÐILL komi sér upp sínu eigin BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI með sama hætti og mogginn er með.

Fleiri myndu stinga niður penna ef að svæðið væri algerlega HLUTLAUST

OG STARFAÐI Í ALMANNA ÞÁGU. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Í staðinn fyrir að vera með bloggflokka eins og formúlukappakstur, pepsideild og enskan bolta; að þá myndi RÚV BÚA TIL NÝJA BLOGG-FLOKKA

SEM AÐ GÆTU HEITIÐ; VELFERÐ, FERÐAÞJÓNUSTA, SJÁVARÚTVEGUR, LANDBÚNAÐUR og IÐNAÐUR.----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Bloggið er sérstaklega hentugt til að halda utan fræðaskrif og kostur að hafa alla málaflokka samfélagsins á einum og sama staðnum.

Þar ættu forsetinn, biskupinn, allir stjórnmálamenn, Háskólafræðimenn, almannavarnir og allir aðrir landsmenn

að skrifa sína LEIÐARA INN Í FRAMTÍÐINA. -----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Í staðinn mætti skera niður sjónvarpsþætti eins og Fjörskyldu sem að er ekki að leiða íslensku þjóðina rétta veginn inn í framtíðina.

Ef að ég skoða sjónvarps-dagskrána fyrir daginn í dag á rúv

að þá er ekkert þar sem að ég bíð eftir að horfa á.

Jón Þórhallsson, 2.6.2022 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband