RÚV heldur Kjarnanum á floti

Kjarninn hefur frá stofnun tapað um 60 milljónum króna, segir í meðfylgjandi frétt. Vinstrimenn halda útgáfunni á floti með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með beinum framlögum í formi hlutafjár.

Í öðru lagi með því að RÚV fjármagnar launa- og rekstarkostnað útgáfunnar. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri er á verktakalaunum hjá RÚV, kemur fram vikulega í hljóðvarpi undir yfirskini ,,fréttaskýranda." 

Þá útvegar RÚV Kjarnanum ritstjórnarefni til að koma á framfæri í umræðunni. Alræmdasta dæmið er gögn sem stolin voru frá Páli skipstjóra Steingrímssyni. RÚV sá um skipulagningu en Kjarninn og Stundin að koma þýfinu í umræðuna.

Þórður Snær kallar það aðför að tjáningarfrelsinu að blaðamenn fái ekki friðhelgi til að fremja glæpi við öflun frétta. Maður með slíka afstöðu til fjölmiðlunar ætti kannski að snúa sér að öðru en blaðamennsku. En hjá vinstrimönnum helgar tilgangurinn meðalið. Ef byrlun og þjófnað þarf til að fá hráefni í hugmyndabaráttuna verður svo að vera, skítt með siðað samfélag.

Bandalag RÚV, Kjarnans og Stundarinnar, RSK-miðla, er ekki til að ná betri árangri að upplýsa almenning, skyldi einhver halda það. Tilgangurinn er að halda að þjóðinni pólitískri sýn vinstrimanna, að Ísland sé meira og minna ömurlegt samfélag. 


mbl.is Hlutafé Kjarnans aukið um 25 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband