Kissinger trompar Selenskí

Sókn Rússa ţyngist í austurhéruđum Úkraínu. ,,Game over" fyrir Úkraínu ef ţetta heldur áfram, segir bandarískur herforingi á CNN. Predikun Kissinger yfir alţjóđaelítunni Davos heggur í sama knérunn og nýlegur leiđari í New York Times: Úkraína verđur ađ kaupa friđ viđ Rússa međ afsali á landi.

Biden-stjórnin óttast ađ Úkraína verđi evrópskt Afganistan. Niđurlćgjandi ósigur bandalagsríkis selur ekki vel í Bandaríkjunum. Ţađ gćti riđiđ Demókrötum ađ fullu í ţingkosningum í nóvember. 

Eftir útspil Kissinger og kó eykst ţeim ásmegin í Evrópu sem vilja koma í veg fyrir úkraínskćttađa efnahagskreppu í álfunni. Ţrýstingurinn á stjórnina í Kćnugarđi ađ biđja um samninga minnkar ekki á nćstunni.

Meiniđ er ađ Selenskí forseti er ekki í stöđu ađ kaupa friđ međ landaafsali. Úkraína býr viđ óstöđugt stjórnarfar, síđast 2014 var ţar stjórnarbylting, og eftirgjöf á landi gćti leitt til byltingarástands. Viđbrögđ skrifstofu forsetans viđ hugmyndinni eru vart prenthćf.

Pólverjar ku hafa sent tvćr herdeildir til Úkraínu en hlýtt er á milli Varsjár og Kćnugarđs um ţessar mundir. Pólverjar gera sér hugmyndir um ađ fá Galisíu, vesturhluta Úkraínu, sem einu sinni var pólskt land. Selenskí forseti sér möguleika ađ hermenn frá Nató-ríkinu Póllandi gćtu leitt til frekari íhlutunar hernađarbandalagsins. Langsótt og örvćntingarfullt.

Hvít-Rússar vita af ágirnd Pólverja á úkraínsku landi. Ţeir gćtu fengiđ áhuga ađ taka sér bita af norđurhluta Úkraínu ţegar Selenskí forseti falbýđur land nágrönnum í vestri. Hvít-Rússar eru í bandalagi viđ Rússa og fengju leyfi frá Moskvu, ef ekki hvatningu, ađ nema land međ soldátum.

Úkraína gćti veriđ komin á brunaútsölu fyrr en varir. 


mbl.is Segir Úkraínu eiga ađ afsala sér landsvćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Evrópa er ađ átta sig á ađ hún er ađ tapa efnahagsstríđinu og nú bendir allt til ađ Donbas stríđiđ sé líka ađ tapast. Ef ekki er samiđ gćti Zeporitzy og Odesa líka tapast. 

Háđ og spott vinna ekki stríđ og Evrópa gćti lćrt af mistökum sínum í Ukrainu, ţ.e. ef hún ţá kann ţađ. 

Ragnhildur Kolka, 26.5.2022 kl. 14:15

2 Smámynd: Hörđur Ţormar

Áriđ 1994 afhenti Úkraína Rússum öll kjarnavopn sín gegn loforđi um ađ landamćri ríkjanna vćru virt. Rússar hundsuđu ţessi loforđ áriđ 2014 međ ţví ađ hertaka og innlima Krímskaga. Auk ţess stóđu ţeir á bak viđ uppreisn og hernađarátök í austurhéruđum Úkraínu sem hafa kostađ ţúsundir mannslífa.

Ţann 24. feb. síđastl. gerđu Rússaar innrás í Úkraínu međ svo hryllilegum afleiđingum ađ ţvílíkt hefur ekki sést í Evrópu frá síđari heimsstyrjöld.

Er ţađ bara í lagi ađ "stórveldi" leggi nágrannaríki undir sig međ ofbeldi, manndrápum og eyđileggingum og komist upp međ ţađ? Er ţetta framtíđin?

Ţeir eru til, jafnvel á Íslandi, sem verja ţessa innrás á sambćrilegan hátt og innrás Hitlers í Pólland haustiđ 1939. Ađrir halda ţví fram ađ vestrćnir vopnaframleiđendur beri ábyrgđ á henni.

Enginn veit hvernig ţessu stríđi muni ljúka, en ţađ mun hafa ófyrirsjáanleg og ill áhrif á allan heiminn.

En nú virđist fariđ ađ hlakka í ýmsum, í voninni um ađ Evrópa og vesturlönd öll muni hljóti skađa af, ef Rússar vinna ţetta stríđ.

Er ekki eitthvađ ađ hjá ţessu fólki?

Hörđur Ţormar, 26.5.2022 kl. 17:27

3 Smámynd: Hörđur Ţormar

Sómamađurinn, Henry Kissinger (Heinz Alfred Kissinger) er fćddur 23. maí 1923. Hann fagnar ţví 99 ára afmćli í dag.

Kissinger er fćddur í Ţýskalandi og er af gyđingaćttum. Hefđi fjölskyldan ekki yfirgefiđ Ţýskaland 1938 og fluttst til Bandaríkjanna, ţá vćri hann sennilega bara "svolítil mold undir sverđinum grćnum".

Kissinger er friđarins mađur, hann kom á sambandi á milli Bandaríkjanna og Kína og hlaut fyrir ţađ friđarverđlaun Nóbels.

Í nýlegu viđtali sagđi Kissinger ađ ekki hefđi veriđ hćgt ađ taka Kínverja og Sovétríkin sömu tökum. Hann óttast međ réttu ađ stríđiđ í Úkraínu leiđi til ţess ađ Rússar muni muni einangrast frá vesturlöndum og verđa háđir Kínverjum. Til ţess ađ koma í veg fyrir ţađ, ţá verđi á ná samkomulagi viđ Rússa um Úkraínu.

Međ djúpri virđingu fyrir Henry Kissinger ţá verđ ég ađ segja ađ ţar er ég honum ekki sammála. Ţađ er ekki hćgt ađ taka Sovétríkin og Rússland Pútíns sömu tökum. Pútín og Hitler eru miklu frekar sömu gerđar og ţá verđur ađ taka svipuđum tökum, ţar gildir bara harkan. Ţetta sá Otto von Habsburg sem ţekkti nokkuđ til beggja og varađi eindregiđ viđ Pútin áriđ 2003, ţá kominn yfir nýrćtt.

Kannski er ţađ bara óskhyggja, en sem betur fer ţá er til margt frjálslynt og hugrakkt fólk í Rússlandi og vonandi fer rússneskur almenningur ađ gera sér grein fyrir ţví hvers konar forarfen Pútín hefur leitt ţjóđina út í. Ţađ hlýtur ţví ađ vera forgangsmál ađ koma Pútín og hyski hans frá völdum, án ţess ađ rússneska ţjóđin sé niđurlćgđ eđa hrakin í fang Kínverja, ţađ vćri henni ekki til gćfu. 

Hörđur Ţormar, 27.5.2022 kl. 01:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband