Einstæður leki - er landsrétti treystandi?

Engin fordæmi eru fyrir því að starfsmaður landsréttar leki trúnaðargögnum, staðfestir Gunnar Viðar skrifstofustjóri landsréttar í Fréttablaðinu. En einmitt það gerðist í vor þegar gögnum var lekið í RÚV, Stundina og Kjarnann, RSK-miðla. Gögnin varða lögreglurannsókn á byrlun og gagnastuldi þar sem fjórir blaðamenn RSK-miðla eru sakborningar. 

Viðtakandi lekans var Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður sem óðara kom gögnunum til Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra Kjarnans. Gunnar Ingi sýndi af sér hegðun sem illa samræmist starfsreglum lögmanna. En lögmaðurinn er þekktur fyrir að ásaka aðra um að brot á siðareglum.

Gunnar Viðar skrifstofustjóri landsréttar lætur að því liggja að lekinn hafi verið óviljandi ,,mistök." Sú afsökun er ótrúverðug. Gögnin voru viljandi og af yfirlögðu ráði send úr húsi landsréttar. Það er ekki eins og þau hafi verið fyrir mistök send á rangan stað. Einhver innan réttarins ákvað að brjóta af sér í starfi og senda trúnaðargögn til sakborninga í lögreglurannsókn á alvarlegum glæp.

Hvernig stendur á því að RSK-miðlar eru í þeirri stöðu að fá starfsmenn landsréttar til að brjóta af sér í starfi?

Landsréttur hlýtur að hefja rannsókn á málavöxtu og gera opinberlega grein fyrir trúnaðarbresti sem grefur undan trausti á réttarkerfinu.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki einu sinni Landsrétti er treystandi. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.5.2022 kl. 08:40

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvrnig má það vera að þú ert eini einstaklingurinn sem fjallar um þetta mál??

Sigurður I B Guðmundsson, 24.5.2022 kl. 12:47

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einhvern tímann er allt fyrst og siðleysi er nútíminn. 

Ragnhildur Kolka, 24.5.2022 kl. 14:01

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Átti að sjálfsögðu að vera: Hvernig. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.5.2022 kl. 14:25

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nafni. Það þykir ekki frétt þegar blaðamenn eiga hlut að máli.

Væri það ég eða þú, þá værum við á forsíðum alla daga og

fyrstu fréttir á RUV þamgað til við værum komnir í steininn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.5.2022 kl. 18:31

6 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Sigurður I B Guðmundsson, þetta er ekki rétt hjá þér, fleiri hafa fjallað um þetta mál, þó engin hafi gert því eins mikil og góð skil og Páll V., en er það ekki einmitt umhugsunnarefni að slíkt alvarlegt mál, þar sem fjöldi blaðamanna og vitorðsmenn þeirra eru sakborningar í máli er varðar tilraun til manndráps. Er það ef til vill ótti annarra blaðamanna gagnvart slíku ósvífnu fólki að þeir þori ef til vill ekki að fjalla um málið. 

Guðmundur Karl Þorleifsson, 24.5.2022 kl. 23:20

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef RÚV ætlar að reyna að þegja þetta af sér og kemst upp með það þá erum við illa stödd og blaðamennskan rúin trausti.

Sigurður I B Guðmundsson, 24.5.2022 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband