Eliza forsetafrú í hæpnum félagsskap

Nokkrir vinstrimenn, sumir ritfærir á íslensku, kynna orðið kynþáttmörkun sem þýðingu á enska heitinu ,,racial profiling." Vinstrimenn hafa átt erfitt með að heimfæra rasisma á íslensku lögregluna og vantaði orð fyrir smjörklípuna. Nú er það komið: kynþáttamörkun.

Þeir sem efast um tilgang vinstrimannanna, forsetafrúin er þar á meðal, ættu að fletta upp á skilgreiningu bandarísku samtakanna ACLU sem láta að sér kveða í hatrinu  gegn siðuðu samfélagi: 

"Racial Profiling" refers to the discriminatory practice by law enforcement officials of targeting individuals for suspicion of crime based on the individuals race, ethnicity, religion or national origin. 

Orðið kynþáttamörkun er á yfirborðinu hlutlaust. En það er með innbyggða fordóma, að lögreglan sé rasísk.

Aðferð vinstrimanna er að búa til orð yfir fyrirbæri sem lítið er um, eða jafnvel alls ekki til. Ef orðið nær flugi, fær viðurkenningu, er óðara litið svo á fyrirbærið sem orðið vísar til sé raunverulegt og jafnvel krefjandi samfélagsvandi. Til þess er leikurinn gerður, að fá fólk til að trúa að það búi i skelfilegu samfélagi.

Eliza forsetafrú er í félagsskap sem nýyrðir fordóma gegn löggæslunni á Íslandi. Það má hugsa sér smekklegri aðkomu að íslensku samfélagi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Grunnaðferð Marxismans til að sundra samfélagi og menningu, og síðan yfirtaka, er einmitt fólginn í verkfræði af þessum toga - beislun Þræturöskunar (Dialectic) - mikið af flóknum texta með löngum orðum sem merkja akkúrat ekkert en hljóma vel fyrir grunnhyggna og loks mótun nýyrða og nýhugtaka sem síðan er hamarað á með slögurum allsstaðar sem hægt er þar til fólk lamast, ekki því vitleysunni er ekki hægt að svara, heldur verður fólki svarafátt yfir vitleysunni sem þetta apafólk, já apafólk, ælir út úr sér í sífellu.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 22.5.2022 kl. 02:08

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ef ég má bæta við: Þegar maður fer að skilja þetta, er stutt í að skilja Fjölærið (Perennial) og hvernig því er beitt, því það kemur innanúr lífinu og virkar á hið steinrunna útdregna algrím SMARTborgarinnar.

Guðjón E. Hreinberg, 22.5.2022 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband