Mánudagur, 16. maí 2022
Stríð er hvorki svart né hvítt
Í stríði er frásögnin ýmist hvít eða svört. Í viðtengdri frétt segir yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers sigur vinnast fyrir árslok. Rússar segjast á áætlun með markmið sín í Úkraínu.
Fyrir þá sem ekki líta á átökin í Garðaríki sem fótboltaleik, heldur dauðans alvöru og þyngri en tárum taki, líkt og tilfallandi höfundi, er verulega snúið að átta sig framvindu stríðsins.
Tilfallandi höfundur gefur sér að Rússar sigri Þeir eru þrisvar fleiri en Úkraínumenn og sitja á stafla af kjarnorkuvopnum á meðan stjórnin í Kænugarði á engin. Áður en Rússar tapa nota þeir kjarnorkuvopnin. Sá sem ekki skilur það veit ekki að stríð, eins og það sem háð er í Úkraínu, snýst um tilvist ríkja. Engin dæmi eru um að ríki hafi tapað stríði án þess að neyta ítrustu úrræða til að bjarga sér. Kjarnorkuvopnum yrði beitt stæðu Rússar frammi fyrir ósigri.
Hvor sigrar, og hvað telst sigur, er ein spurning. Önnur spurning varðar réttmæti stríðsins.
Til að mynda sér skoðun er hægt að horfa yfir sviðið í sögulegu ljósi. Báðir aðilar eiga þar sök og vesturlönd bera verulega ábyrgð. Önnur leið er að meta aðstæður á vettvangi, eftir tiltækum heimildum.
Hér á eftir fara tvær andstæðar frásagnir af borginni Maríupól við Azov-haf sem Rússar tóku fyrir nokkru. Báðar frásagnirnar eru frá enskumælandi mönnum, sem þekkja borgina eftir heimsóknir þangað.
Í Telegraph lýsir Jack Losh Maríupupól sem rússneskri borg er vill verða vestræn. Hann rekur kynni sín af borginni síðustu ár, segir frá ,,frjálslyndu" fólki sem tekur kannabisefni fram yfir áfengi og óskar sér vestrænnar framtíðar undan rússnesku oki. Nú er borgin rústir einar, segir Losh, og rússnesk kúgun yfirþyrmandi.
Graham Phillips var í Maríupól þegar Rússar og Úkraínumenn börðust um hana 2014. Hann heimsækir borgina fyrir nokkrum dögum og talar um frelsun frá úkraínskum þjóðernissinnum og nasistum. Myndbönd sem Phillips sýnir, bæði frá 2014 og 2022, gefa til kynna úkraínskt ofbeldi gegn rússneskum borgurum.
Hvorri frásögninni skal trúa?
Ekkert einfalt svar er við spurningunni. Stríðsfrásagnir eru jafnan svartar eða hvítar. Litbrigði veruleikans eru fleiri.
Hvorki Úkraínumenn né Rússar eru villimenn. Á hinn bóginn eru stríð miskunnarlaus og krefjast fórna. Sannleikanum er fyrst fórnað. Þegar eitt ríki sigrar annað verða til ný sannindi. Sigurvegarinn ræður frásögninni er vopnin þagna.
Úkraína vinni stríðið fyrir lok árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
A nýlegum myndbøndum er það aðallega eldra fólk, sem aldrei hefur látið sér detta í hug að reykja kannabis, sem reikar um gøtur Mariupol. Ungar konur flúnar með børnin og ungir menn skikkaðir til að taka þátt í stríðinu. Hve margir lifa það af er óvíst. I dag veit enginn hverjir verða eftir til að búa í borginni.
Ragnhildur Kolka, 16.5.2022 kl. 08:18
Hverjum eigum við að trúa spyrð þú Páll, og vitnar annars vegar í blaðamann, hins vegar í áróður atvinnulygara. Þú veist það Páll, en það er ekki alveg víst að fólkið sem þú ert að reyna að fífla, viti að Úkraína var opið lýðræðislegt land þar sem fólk hafði frjálsan aðgang að samfélagsmiðlum, og gat tjáð sig um líf sitt, þar á meðal ofsóknir og ofbeldi, ef það varð fyrir slíku af hálfu stjórnvalda eða þjóðernisöfgahópa. Alveg eins og í Katalóníu, Baskalandi Spánar eða annars staðar í Evrópu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa látið að sér kveða.
Það er trúverðugt að vitna í slíkt fólk, það er ekki trúverðugt að vitna í mann sem hefur tekjur af því að uppfylla væntingar ákveðins hóps heimska hægrisins í Bandaríkjunum.
Síðan á fólk að hafa þá heilbrigðu skynsemi að vita að Rússar væru fyrir löngu búnir að vinna þetta stríð, ef stór hluti af rússneska minnihlutanum, sem er um 40% þjóðarinnar, biði þess eins að vera frelsaður undan oki miðstjórnarvaldsins í Kiev. Það gekk ekki eftir, heldur virðast þeir hafa náð að sameina þjóðina að baki forseta sínum, óháð tungumáli eða rússneskum rótum íbúana.
Þú hefur þessa heilbrigðu skynsemi Páll því þessi pistill þinn er mun skynsamari en orð margra málsmetandi manna á Vesturlöndum sem tala um sigur Kiev stjórnarinnar fyrir áramót.
Það er eins og þeir viti ekki í hvaða heimi þeir lifa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.5.2022 kl. 08:23
Tilfallandi höfundur gefur sér að Rússar sigri, sem er væntanlega þú? Tilfallandi höfundur segir einnig: "Engin dæmi eru um að ríki hafi tapað stríði án þess að neyta ítrustu úrræða til að bjarga sér. Kjarnorkuvopnum yrði beitt stæðu Rússar frammi fyrir ósigri." Nú ertu að meta hlutina vitlaust. Rússar grípa til kjarnorkuvopna ef til INNRÁSAR kemur, í sjálfsvörn. Her Rússa skiptist ekki bara í flota, flugher og landher, heldur einnig í kjarnorkuher. Sá síðarnefndi mun fara strax í gang ef til innrásar kemur (árás Kínverja eða Bandaríkjamanna). Rússar geta alveg lúffast í burtu án þess að grípa til kjarnorkuvopna, líkt og þeir gerðu í Afganistan og Bandaríkin gerðu fyrir skömmu. Rússneski herinn er pappírstígur nema ef til alsherjarstríðs kemur, en þá verður enginn eftir til frásagnar og fjórða heimsstyrjöldin háð með steinum.
Birgir Loftsson, 16.5.2022 kl. 13:56
Graham William Phillips is a British YouTuber, freelance journalist, and documentary film maker,[2] who formerly worked as a stringer for the Russian state-owned television networks Russia Today (2013–2014) and Zvezda (2014–2015).[3][4] From March 2022 Phillips has covered the 2022 Russian invasion of Ukraine from the Russian side, initially from the Chernihiv area of Ukraine, and then from Mariupol on his YouTube channel.[5] Phillips has been described as pro-Russia, and pro-Kremlin,[6][7] though he maintains his reporting is independent.[5]
https://en.wikipedia.org/wiki/Graham_Phillips_(journalist)
Þetta ætti að duga til að afhjúpa enn einn Kremlarskíthælinn, en til að bæta gráu ofan á svart þá kemur fram í Wikipedia-greininni að Graham þessi réðist með svívirðilegum lygum og skepnuskap að fötluðum stríðsfanga frá Úkraínu sem hafði misst báða handleggina og sjónina, eftir að hafa stigið á jarðsprengju.
Ég er nýbúinn að afgreiða rugludallinn Gonzalo Lira sem ýmsir hafa verið að flagga hér á blogginu. Ef ein rotta er kveðin niður, skýtur önnur upp kollinum og að þessu sinni ennþá verri. Þetta fer að verða svolítið þreytandi.
Theódór Norðkvist, 16.5.2022 kl. 18:45
Bandaríkin höfðu enn yfirburði yfir Sovétríkin i kjarnorkuvopnaeign þegar Doglas Mc Arthur yfirhershöfðingi vildi beita kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu þegar illa horfði í stríðinu vegna afskipta Kínverja. Harry S. Truman Bandaríkjaforseti tók fram fyrir hendurnar á Mc Arthur og rak hann þegar hann hélt fast við sitt.
Bandaríkjamenn beittu ekki kjarnorkuvopnum þótt þeir væri að tapa Víetnamstríðinu, ekki heldur í Afganistan, og þar á undan höfðu Sovétmenn heldur ekki beitt þar kjarnorkuvopnum þótt þeir væru að tapa stríðinu þar.
En miðað við þær stórlega bjöguðu forsendur fyrir innrásinni í Úkraínu sem Pútín gaf í tveimur ávörpum fyrir innrasina og þegar hún var gerð, er ekki víst að hann haldi sönsum.
Ómar Ragnarsson, 17.5.2022 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.