Ţriđjudagur, 3. maí 2022
Eitt ár frá byrlun Páls skipstjóra
Ađ kveldi 3. maí fyrir sléttu ári drakk Páll skipstjóri Steingrímsson örlagaríkan bjór á heimili sínu á Akureyri. Bjórinn var beiskari en skipstjórinn átti ađ venjast. Beiskjan var ţađ síđasta sem hann mundi ţennan maídag í fyrra.
Ţegar Páll rankađi viđ sér nokkrum dögum síđar hafđi hann legiđ á milli heims og helju. Börnum hans var sagt ađ ekki vćri víst ađ hann kćmist lifandi úr öndunarvél.
Á međan skipstjórinn var međvitundarlaus var síma hans stoliđ. Samkvćmt fyrirfram skipulögđum ađgerđum var síminn afhentur í höfuđstöđvar RÚV á Efstaleiti. Ţar var innihaldiđ afritađ. Eftir ţađ var símanum komiđ fyrir í pússi Páls.
Ţegar Páll komst til međvitundar vaknađi međ honum grunur ađ ekki vćri allt međ felldu viđ símann. Viđ skođun virtist hafa veriđ hringt úr símanum ţá daga sem Páll var óvígur á sjúkrabeđi. Páll veit sitthvađ um tćknimál. Hann slökkti á símanum til ađ upplýsingar úr ferilsskrá tćkisins eyddust ekki. Ţann 14. maí fór Páll međ símann til lögreglunnar og kćrđi. Síminn varđ eftir hjá lögreglunni en skipstjórinn fékk sér annađ símtćki.
Sex dögum síđar fékk Páll óvćnt tvö símtöl međ tíu mínútna millibili. Símtölin voru frá Ţórđi Snć ritstjóra Kjarnans annars vegar og hins vegar frá Ađalsteini Kjartanssyni á Stundinni. Félagarnir voru međ efni úr síma Páls til birtingar daginn eftir. Formsins vegna hringdu ţeir í skipstjórann - til ađ geta sagt lesendum ađ fréttaefniđ hefđi veriđ boriđ undir fórnarlambiđ.
Fréttirnar í Kjarnanum og Stundinni eru keimlíkar enda settar saman eftir forskrift frá Efstaleiti. ,,Skćruliđadeild" er fyrirsögn beggja fjölmiđla. Ritstýring á fréttastofu RÚV miđađi viđ hávađa en ekki upplýsingagildi. Nú skyldi hlađa í bálköst á samfélagsmiđlum. Kjarninn og Stundin birtu ţađ sem RÚV aflađi međ byrlun og ţjófnađi.
Samrćmda atlagan ađ Páli skipstjóra ţjónađi ţeim tilgangi ađ koma höggi á Samherja. Reis reiđibylgja í samfélaginu, eins og til var stofnađ. Samherji gaf út yfirlýsingu níu dögum eftir ađgerđir RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (RSK-miđla) og bađst afsökunar á vörnum fyrirtćkisins vegna umfjöllunar RSK-miđla um Namibíumáliđ svokallađa.
Páll skipstjóri bađst aldrei afsökunar. Enda hafđi hann ekkert til ađ fyrirverđa sig fyrir. Eina sem hann gerđi var ađ gagnrýna blađamenn fyrir fréttir er byggđu meira á óskhyggju en stađreyndum. Ţađ má í lýđfrjálsu landi.
Byrlun og símastuldur er upphafiđ ađ lögreglurannsókn ţar sem fjórir blađamann ađ minnsta kosti eru sakborningar. Ţeir eru á flótta undan réttvísinni, beita öllum brögđum til ađ mćta ekki í skýrslutöku hjá lögreglu. Ţađ er efni í annađ tilfallandi blogg.
Álitamál dagsins er aftur ţetta: drekkur skipstjórinn enn bjór?
Athugasemdir
Ekki nema kaupa og opna hann sjálfur..
Guđmundur Böđvarsson, 3.5.2022 kl. 11:15
Varla Thule.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.5.2022 kl. 17:42
Ţetta wer glćpamenn sem eiga ađ fara á Litlahraun en e kki tala um í hálfkćringi. Morđtiraun í einu og öllu
Halldór Jónsson, 3.5.2022 kl. 20:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.