Þóra og blómaskraut blaðamanna

Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðar að Þóra Arnórsdóttir yfirmaður á RÚV eigi að mæta í yfirheyrslu lögreglunnar vegna rannsóknar á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

Í dómnum segir að  enn ,,hefur engin ákvörðun verið tekin um að hverfa frá þeirri fyrirætlun lögreglu að yfirheyra sóknaraðila [Þóru] í máli þessu sem sakborning." Í framhaldi hafnar dómurinn kröfu lögfræðings Þóru að lögreglan sé vanhæf. Nokkuð skýrt:

sóknaraðili [Þóra] [hefur] ekki sýnt fram á að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni varnaraðila [lögreglunnar], eða einstakra starfsmanna hans, í efa. Verður kröfum sóknaraðila því hafnað.

Lögmaður Þóru byggði kröfu um vanhæfi m.a. á að aðstoðarsaksóknari notaði samlíkingu milli blaðamanna og blómaskreytara þegar hann var spurður um mál Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, sem líkt og Þóra er grunaður um refsiverða háttsemi.

Meira verður ekki ráðið af framangreindum ummælum, en sú afstaða aðstoðarsaksóknarans, að þeir sem gegna starfi sem gagnrýni getur fylgt, verði að vera reiðubúnir að taka þeirri gagnrýni. Ummælin eru óheppileg af hálfu saksóknara, en ekki til þess fallin að draga megi óhlutdrægni saksóknarans í efa með réttu.

Segir i dómnum. Blaðamenn þola illa gagnrýni og þeir sinna ekki boðun í yfirheyrslu. Blaðamenn eru fljótir að krefja aðra um að axla ábyrgð og víkja ef kusk fellur á mannorðið. En nú eru fjórir blaðamenn með stöðu sakborninga í lögreglurannsókn á alvarlegum glæp. Hvorki axla þeir ábyrgð né stíga til hliðar

Í sekum blaðamanni býr kannski blómaskreytari?


mbl.is Beiðni Þóru hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband