Þóra ekki sallaróleg lengur

Þóra Arnórsdóttir yfirmaður á RÚV berst um hæl og hnakka og vill ekki fyrr en í fulla hnefana mæta í yfirheyrslu lögreglunnar. Þóra er með stöðu sakbornings í rannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

Í frétt DV segir að Þóra telji lögregluna vanhæfa til að rannsaka málið og vill dómsúrskurð um að svo sé.

Í sama fréttamiðli sagði Þóra 16. febrúar: ,,Svo mæti ég bara sallaróleg í þessa skýrslutöku."

Hvað skyldi raska ró Þóru?

Líklega að það hefur runnið upp fyrir henni, og lögfræðilegum ráðgjöfum RÚV, að lögreglan er með skotheldar sannanir fyrir aðkomu RÚV að byrlun og gagnastuldi.

Eins og áður hefur komið fram birti RÚV enga frétt upp úr síma Páls skipstjóra. Það gerðu aftur Stundin og Kjarninn. Miðstöðin var á Glæpaleiti; þar var verknaðurinn skipulagður, síminn afritaður og þýfinu deilt á Stundina og Kjarnann til birtingar.

Þjóðarfjölmiðillinn er miðstöðin í glæpsamlegu samsæri er fól í sér tilræði að heilsu Páls skipstjóra og árás á einkalíf hans. Engin furða þótt sumir séu ekki rórri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hún sagði á sínum tíma þegar hún gaf kost á sér til forseta Íslands að hún ætlaði aldrei aftur að vinna á RúV. 

Sigurður I B Guðmundsson, 21.4.2022 kl. 10:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Að brjótast inn í síma manns er einkar lágkúrulegt. Að birta svo upplýsingarnar opinberlega sýnir svo fullkomið siðleysi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2022 kl. 11:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Að byrla manni eitur er mrðtilræði en ekki sakleaus hjálp vikð þjófnað.

Halldór Jónsson, 21.4.2022 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband