Ritstjóri Kjarnans líti sér nær

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er ekki par ánægður með viðbrögð lesenda við tiltekinni frétt miðilsins. Þórður Snær ásakar lesendur sína um ,,hatursorðræðu" og tekur fréttina niður. Málið dautt?

Ekki alveg. Virkir í athugasemdum læra það sem fyrir þeim er haft. Fjölmiðlar, Kjarninn þar á meðal, freista þess reglulega að skapa reiðiöldu í samfélaginu sem beinlínis hefur það markmið að kalla fram fordæmingu. Nýjasta dæmið er hlutabréfaútboð Íslandsbanka. Þar gekk Kjarninn fram með villandi fréttaflutningi ef ekki beinlínis röngum.

Kjarninn er uppvís að samræmdum aðgerðum með Stundinni og RÚV þar sem tilgangurinn var að sverta Samherja og láta reiðiöldu rísa með tilheyrandi hávaða og fordæmingum virkra í athugasemdum. Til að ná í hráefnið var byrlað og stolið og er Þórður Snær með stöðu sakbornings í lögreglurannsókn.

Ef fjölmiðlar væru hófstilltari og málefnalegri og létu sér nægja að segja fréttir en ælu ekki á andstyggð í samfélaginu fækkaði röddum brigsla og gífuryrða. Lesendur sækja fyrirmyndina til fjölmiðla sem þeir lesa.  

Vandlæting þrífst á hálfsannleik og gróusögum. Fjölmiðlar eins og Kjarninn bera sinn hluta ábyrgðarinnar á umræðumenningu sem kennd er við hatur.


mbl.is Tóku út frétt vegna hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 En kæri Páll,að fara rétt með stadreyndir er ekki eftirsóknarvert á miðli sem byggir tilvist sína á klíkkum og ólgu í samfėlaginu. 

Ragnhildur Kolka, 18.4.2022 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband