Ég er kona, sagði karlinn

Breski þingmaðurinn Jamie Wallis sagðist fyrir tveim vikum vera kona en hafði fram að því verið talinn karl. Margir atburðir gerast á skömmum tíma hjá Wallis. Samkvæmt BBC keyrði hann á ljósastaur og stakk af, honum var nauðgað (af karli) og beittur fjárkúgun. Ekki ein báran stök á þeim bænum.

Kathaleen Stock er femínisti sem óar við þeim fjölda karla sem gerast konur nú til dags. Stock kenndi heimspeki í breskum háskóla þegar henni varð það á að segja kyn ákvarðast af liffræði en ekki persónulegu vali. Í framhaldi var hún hrakin úr starfi. Sumt má ekki segja upphátt þótt það séu almenn sannindi. 

Stock nefnir Jamie Wallis sem dæmi um það sem ekki er hægt, að skipta um kyn með yfirlýsingu. Í grein í Daily Mail fer Stock yfir vandkvæði kvenna af fjölgun karla sem þykjast konur.

Rými sem hingað til er ætlað konum s.s. kvennasalerni, búningsklefar kvenna og kvennaíþróttir eru ekki lengur þeirra heldur líka karla sem segjast konur. Tilefni greinar Stock er nýstofnuð kvennasamtök sem krefjast þess að stjórnmálamenn viðurkenni að líffræðilegur munur er á konum og körlum og að karlar geti ekki valsað inn í heim kvenna með því að segjast af gagnstæðu kyni.

Heilbrigðisráðherra Breta Sajid Javid gaf yfirlýsingu um að aðstaða kvenna á sjúkrahúsum væri ekki fyrir karla sem segðust konur heldur konur einar. Yfirmaður breskrar jafnréttis- og mannréttindanefndar vill líka verja rétt kvenna til kvennarýmis án karla sem halda sig konur.

Hávær minnihluti er sannfærður um að kyn sé persónulegt val en ekki líffræðileg staðreynd. Í Bretlandi hefur minnihlutanum orðið það ágengt að konur stofna samtök til að verjast körlum sem telja sig kvenpersónur án þess að hafa nokkuð til síns máls annað en persónulega afstöðu.

Í grunninn hefur sérhver rétt að skilgreina sjálfan sig á hvaða veg sem er. Vandi skapast þegar sérsinnaður einstaklingur krefst að aðrir breyti lífi sínu til samræmis. Frelsi eins verður ófrelsi annars. Þar liggur hundurinn grafinn.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sitjandi ríkisstjórn íslands virðist mylja undir þennan vitleysisgang;

t.d. lögunum um kynræna sjálfræðið.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html

Síðan er okkur sýndur heimildarþáttur um gaypride-trúðinn pál óskar í rúv sjónvarpi á sama tíma og hin KRISTNA ÞJÓÐ ÍSLENDINGAR;

heldur upp á allskyns helgidaga tengt KRISTINNI TRÚ.

Hafi rúv-sjónvarp skömm fyrir:

https://www.youtube.com/watch?v=K0wqaB43BxA

Jón Þórhallsson, 15.4.2022 kl. 09:52

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og svo er það transkonan sem myrti klefafélaga sinn og segist síðan vera ungbarn. Nú ef það dugar ekki þá má reyna að segjast vera guð. Nei annars, það er kannski ekki góður kostur nú á þessum guðlaus tímum. 

https://www.dailymail.co.uk/news/article-10702865/Trans-killer-says-identifies-baby-demands-baby-food-dummy-prison-cell.html

Ragnhildur Kolka, 15.4.2022 kl. 09:54

3 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Nýjustu fréttir frá amerísku kvennafangelsi herma að lesbía með alvöru tippi hafi barnað tvær vinkonur.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 15.4.2022 kl. 10:52

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvað má skipta oft um kyn á ári skv. frumvarpi Forsætis?

Júlíus Valsson, 15.4.2022 kl. 11:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorir maður að tilheyra mannkyni?

Er búið að reka Pál úr kennaastöðunni?

Halldór Jónsson, 15.4.2022 kl. 11:03

6 Smámynd: Loncexter

Gullna hliðið á ónefndum degi í framtíðinni: .. konur vinstra megin og karlar hægra megin. (Hvert fara þeir þá sem eru ekki vissir um kyn sitt ?)

Loncexter, 15.4.2022 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband