Píratar og Viðreisn systurflokkar - í felum

Viðreisn og Píratar eru systurflokkar á Seltjarnarnesi. Það má bara ekki segja það upphátt. Sameiginlegur listi þessara tveggja flokka á Nesinu heitir Framtíðin.

Á heimasíðu Pírata segir á hinn bóginn:

Björn Gunnlaugsson verður oddviti Pírata á Seltjarnarnesi en Píratar bjóða þar fram í samstarfi við Viðreisn og óháða.

Hvers vegna koma Píratar og Viðreisn ekki hreint fram og kenna framboðslistann við flokkana sem standa að framboðinu?

Atkvæðaveiðar undir fölsku flaggi eru hvorki til marks um gagnsæi né virðingu fyrir kjósendum. 

 


mbl.is Karl leiðir lista Framtíðar á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband