Þjóðarmorð og þriðja heimsstyrjöldin

Ásakanir um stríðsglæpi í Úkraínu ganga á víxl. Stærsta ásökunin er á hendur Rússum um að hafa skipulega myrt saklaust fólk í Bútsja útborg Kænugarðs, bundið hendur þess fyrir aftan bak og skotið í hnakkann. Rússar andmæla, segjast saklausir, og krefjast alþjóðlegrar rannsóknar.

Vestrænir fjölmiðlar eru þegar búnir að dæma Rússa án annarra upplýsinga en frá Úkraínumönnum sem umhugað er um að alþjóð trúi öllu illu upp á andstæðinginn.

Leiðtogar vestrænna ríkja fylgja í humátt á eftir fjölmiðlum og fordæma Rússa ekki með neitt annað í höndunum en úkraínskar upplýsingar sem gætu verið sviðsettur skáldskapur.

Þetta er hættulegur leikur. Ef alþjóð sannfærist um að Rússar séu réttdræpir stórglæpamenn fylgir í kjölfarið krafa um að þeim sé refsað grimmilega, - ekki aðeins með efnahagsþvingunum.

Rússland er ekki smáríki sem vesturlönd geta tuktað til að vild. Rússland er kjarnorkuveldi.

Ef trúnaður er lagður á úkraínskar upplýsingar um stríðsglæpi og þjóðarmorð Rússa, án frekari sannana, eykur það eftirspurnina eftir ásökunum. Þeirri eftirpurn er auðveldlega mætt, með lygum ef ekki vill betur. Afleiðingin er stigmögnun sem getur með skömmum fyrirvara breytt staðbundnum átökum í stríð kjarnorkuvelda.

Þegar kjarnorkuveldin skiptast á skotum er komið í nokkuð meira óefni en hingað til. Tilfæra mætti orð vestfirsku kerlingarinnar, sem sagði í ágúst 1914, við upphaf fyrra stríðs: það er ég viss um að þeir hætta ekki þessari vitleysu fyrr en þeir drepa einhvern.


mbl.is Safna sönnunargögnum vegna fjöldamorðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það finnst merkilega víða Pútíns blætið.  Að verja fjöldamorð er óverjandi.

Tryggvi L. Skjaldarson, 5.4.2022 kl. 07:50

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hið sanna mun vonandi koma í ljós. Þangað til á enginn Íslendingur inni fyrir staðhæfingum um "fjöldamorð" eða svo kölluð "þjóðarmorð" Rússa á Úkraínumönnum. Slíkt er ógeðfelld dómharka lítillar þjóðar sem ætti að vita betur eftir að hafa verið dæmd fyrir fjárplógstarfsemi og svikamyllu örfárra Íslendinga.

FORNLEIFUR, 5.4.2022 kl. 14:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með þér FORNLEIFUR um leið og ég minni á allar þær falsfréttir sem við þekkjum svo vel allt frá 2008 rata í stærstu miðlana hér,samhljóða þeim stóru í EU.Við höfum aldeilis náð að hrekja margar og aðrar komið í ljós mörgum árum eftir birtingu.- Það ætlar ekki að ganga að friður ríki um plánetuna okkar.En vonandi verður gengið strax í að rannsaka meint "fjöldamorð"svo viðurstyggilegt sem það er.     

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2022 kl. 17:45

4 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Öll líkin sem að um er að ræða, eru ANDLITSLAUS !!!!!!!

það sést ekki í ásjónu neins  þeirra 450 aðila sem að áttu að hafa verið  drepnir af Russum. Mayr sykyldi ætla að ef að 450 manns eru stra dreppnir i einni hendingu, að þá væru sum líkin liggjandi með ANDLITIÐ UPP Á VIÐ, EÐA Á HLIÐ

A einni myndinni, þá pasas fæturnir engann við við efri hluta líkamsns. 

þetta mál er fullt af mótsögnum, en það er ÁRÓÐURIN GEGN RUSSUM SEM SKIPTIR ÖLLU MÁLI OG AÐ FÁ FOLK TIL AÐ TRUA !!

I striði, þá er oft notast við ,, fals flag aðgerðir ,, þá eru hinum aðilanum kennt um og í þeim tilfellum, þá helgar tilgangurinn altaf meðalið. 

Jon Gunnarson, notað eitt orð i settnginu sem að sagði ansi margt um hvernig islendingar eru tilbúnir að snúa blinda auganum að stríðsrekstri ef að PENINGA BUDDAN gæti vænkast með striðsrektri natio rikjanna. 

Jon Gunnarson, asgði að hann vildi að þetta ,,, ÓGEÐSLEGA STRÍÐ RUSSa  yrði stöðvað !!!!!

þetta þýðir, að hann er gott dæmiu um einstakling sem að er fulur af HRÆSNI eins og margir islendingar eru þvi miður í dag.  það er greinilegt að samkvæmt þessum orðum hans, að þá eru öll strið EKKI ÓGÐESLEG i hans huga. 

15000 mans af Russneskju bergi brotnu voru drepnir í ausutr héruðunum áður en russar réðu til atlögu. þá minntist  engin á ógeðslegt strið, og þá minnitst engin á þjoðarmorð, og þá minntist enginn á að einhver yrði að svara til saka fyrir glæpin, heldur voru alþingismenn islands að drekka kaffi á austurvell í mestu makindum á meðan á þeim gjörningi stóð. 

5000 börn drepin af YEMEN, og engin talar um hið ofangreinda. Aldrei minnst einu einasta orði á striðsglæpi í þvi samhengi. 

þar eru jú NATO RÍKING SJÁLF AÐ VERKI.

Helstu náttúru auðlindir í Yemen eru ,, OILA OG GAS !!!!

BBC OG CNN FLYTJA ENGNAR FRÉTTIR ÞAÐAN og krefjast ekki réttlætir hans neinum, og allt tengist þetta inn í síðan valdabrölt kaþolsku kirkjunnar í 900 ár. 

KAÞOLKKKARNIR I ESB og washington, lita svo að allir séu réttdræpur sem að ekki eru meðlimir í Vatikaninu, enda Trúvillingar í augum PAFANS,  Truvillinga má nefnilega drepa í augum Esb kaolsku elítunnar og Russar eru í þeirra augum trúvillingar, og þar af leiðandi réttdræpir. 

það má hinsvegar enginn Drepa Esb kaþolikkana og eiluna þeirra.

Washington dc er undanþegin stríðsglæpa domstólnum, rett eins og Esb eilitan, sá dómstóll á bara að rétta yfir öllum oðrum en þeim sjálfum. Kaþolsku elítuni.  

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 5.4.2022 kl. 18:12

5 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki skal borið blak af neinum glæpaverkum, hvar sem þau eru framin.

Auðvitað verða hroðaverkin í Bútsja rannsökuð og það er ekki rétt að upplýsingar um þau hafi eingöngu komið frá Úkraínumönnum. T.d. fór þýsk fréttakona á vegum ZDF þangað í gær sem sagði frá upplifun sinni og sýndi myndir þaðan.

En það virðist þó ýmislegt hafa farið fram hjá henni sem ekki fór fram hjá "vökulum augum" LIGcool.

Hörður Þormar, 5.4.2022 kl. 18:52

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hárrétt Hörður, samsæriskenningasmiðirnir sem sitja heima í stofu og lesa samsæriskenningavefi (oft fjármagnaða af Kreml) vita alltaf betur en þeir sem eru á staðnum. Hvernig dettur mönnum í hug að efast um það.cool

Theódór Norðkvist, 5.4.2022 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband