Úkraína: ragnarök eða samningar

Rússar og Úkraínumenn hittast reglulega á friðarfundum. En stríðið heldur áfram. Báðir aðilar eru sannfærðir um að stríðinu ljúki með samningum en ekki með uppgjöf Úkraínu eða afturköllun rússneskra herja.

Hvers vegna ekki vopnahlé strax meðan gengið er frá smáatriðum samninga? 

Jú, hvor um sig stríðsaðilinn telur sig hagnast á framhaldi átaka. Úkraínumenn gera Rússa stríðsþreytta og stóla á frekari aðstoð frá vesturlöndum í formi vopna, vista og einangrunar Rússlands. Rússar meta stöðuna þannig að með stærra úkraínskt land undir fótum batni samningsstaðan.

Kaldrifjaðir útreikningar í Kænugarði og Moskvu gefa sömu niðurstöðu. Að hagur sé í áframhaldandi átökum. Á meðan deyr fólk, bæði borgarar og hermenn. 

Upphaf stríðsins má rekja til þess að Úkraína vildi verða Nató-ríki. Rússar sögðu það ógna tilvist sinni að nær öll vesturlandamærin væru í óvinveittu hernaðarbandalagi. Selenskí forseti hefur gefið það út að Nató-aðild sé ekki á dagskrá að sinni. Er það nóg?

Nei, ,,að sinni" getur þýtt næstu misserin. Deilan um aðild að Nató hefur staðið yfir frá 2008, í 14 ár. Rússar munu vilja frekari tryggingu fyrir að um fyrirsjáanlega framtíð verði Úkraína ekki Nató-ríki. Það fæli í sér stjórnarskrárbreytingar sem óvíst er að Selenskí forseti fái í gegn á þingi.

Stjórnarbylting var gerð í Úkraínu 2014. Tvísýnt er að stjórnmálakerfið sé í stakk búið að gera friðarsamninga. Frétt, sem ekki fór hátt, um morð á úkraínskum samningamanni er vísbending um að ekki öll dýrin í Kænugarðsskóginum séu bestu vinir. Selenskí forseti hefur bannað alla stjórnmálaflokka í landinu. Ekki er það til marks um samstöðu þegar nauðsyn þykir að banna þá sem eru ósammála valdhöfum. 

Úkraína sækist enn eftir vernd Bandaríkjanna og Nató. John Mearsheimer, þungavigtarmaður í alþjóðastjórnmálum, segir að það sé leiðin til glötunar. Úkraína er ekki og verður ekki hluti þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Washington mun ekki hætta á kjarnorkustríð við Rússa til að hjálpa Úkraínu. Selenskí forseti ræðir þriðju heimsstyrjöld í samhengi við Úkraínu. Það óskhyggja.

Ráðandi öfl í Úkraínu veðjuðu á að Bandaríkin myndu styðja harðlínustefnu gegn Rússum. Það virtist gera gagn 2014. Síðan eru átta ár. Á þeim tíma tapa Bandaríkin borgarastríðinu í Sýrlandi og voru niðurlægð í Afganistan sl. sumar. Jafnt og þétt eru Bandaríkin að draga sig inn í skel. Útlensku stríðin svara ekki kostnaði, er sagt í Washington.

Stjórnin í Kænugarði veðjar á þriðju heimsstyrjöldina. Það er til marks um örvæntingu. (Sem er, innan sviga, óskiljanlegt. Vestrænir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um stórkostlegan árangur gegn Rússum). Nær væri að vinna með illskásta kostinn í stöðunni fremur en að vonast eftir ragnarökum.  


mbl.is Heimsstyrjöld ef friðarviðræður misheppnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hlustaði á fyrirlestur Mearsheimer um aðdraganda átaka í Ukrainu og hélt lengi vel að hann væri að lýsa ástandinu núna. En nei, fyrirlesturinn var haldinn 2015 sem segir að menn hafa alla tíð vitað hver viðbrögð Putins yrðu við áframhaldandi gælum við EU og NATO. Engu að síður hefur verið haldið áfram að ögra Putin og gefa Zelensky falskar vonir.

Ég hafði samúð með Zelensky til að byrja með, örvæntingu hans og ákalli um hjálp. En nú ber hann, engu síður en Putin ábyrgð á þeirri slátrun sem nú fer fram.

Og enn einu sinni má ukrainska þjóðin þjást. 

Ragnhildur Kolka, 21.3.2022 kl. 07:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er aumt til þess að vita að hér á Íslandi skuli vera til fólk sem mælir fyrir munn þessa kommúnista brjálæðings sem Pútín er. 

Athugið að Pútín er innrásaraðilinn, Úkraína varnaraðili. Athugið að Úkraína er sjálfstæð þjóð, Rússland býr við einræði. Athugið að Pútín ræðst gegn konum, börnum og öldruðum, Úkraínski herinn reynir af öllum mætti að verja þessa hópa, sem og sjálfstæði þjóðar sinnar.

Allt tal um NATO eða ESB í þessu sambandi bull úr ranni Pútíns. Hann notar þetta sem afsökun fyrir ætlun sinni, ætlun sem hann hefur stefnt að allt frá því honum voru færð völdin yfir Rússlandi. Vegna þeirrar ætlunar sóttu nágrannaríkin um vernd úr vestri. Eystrasaltsríkjunum tókst  þetta, sem og mörgum fyrrum ríkjum varsjárbandalagsins. Því miður hafði Pútín tögl og haldir yfir stjórnvöldum í Úkraínu á þeim tíma, þannig að þeir urðu eftir. 

Nú hefur sannast að ótti þessara ríkja var réttur. Því miður blæðir íbúum Úkraínu fyrir.

Það er vinsælt hjá málpípum kommúnistabrjálæðingsins að miða söguskoðunina við þann tíma er Pútín missti völdin yfir stjórnvöldum í Kænugarði, í stað þess að skoða söguna frá þeim tíma er þessum brjálæðingi voru færð völdin yfir Rússlandi.

Að það skuli hellst vera þeir sem telja sig til frjálslyndis hér á landi skuli vera málpípur Pútíns, er í raun rannsóknarefni! 

Gunnar Heiðarsson, 21.3.2022 kl. 08:35

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Gunnar er gott dæmi um mann sem skilur ekki málið..

Guðmundur Böðvarsson, 21.3.2022 kl. 09:34

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með Gunnari. Jafnframt sem ég skil áhyggjur sem menn hafa af svokallaðri útþenslu NATÓ, finnst mér krafa Rússa varðandi það, ekki vera réttmæt.

Rússland lofaði að virða fullveldi Úkraínu þegar Sovétríkin hrundu MEÐ ÞEIM LANDAMÆRUM SEM GILTU ÞÁ og fengu kjarnorkuvopn þeirra í staðinn. Sem sagt með Donbass-héröðunum og Krím. Það loforð hafa þeir augljóslega svikið.

Auk þess, ef Rússar eiga að ráða því í hvaða bandalög Úkraínu gengur, þá er það þvílíkt brot á fullveldi landsins að það hlýtur að vera algjörlega óásættanlegt fyrir Úkraínu. Í raun myndi það þýða afnám félagafrelsis.

Það er reyndar furðulegt að ötulustu talsmenn fullveldis Íslands, eins og Páll V., (Ó)Frjálst Ísland og Heims(k)sýn, skuli standa með þessum tillögum einræðisherra á algjörri vanvirðingu fullveldis þriðja lands, en það er önnur saga. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra, sagði Frelsarinn.

Ef það verður látið undan þessari kröfu einræðisherrans, hvað er þá næst? Banna Úkraínu að taka þátt í Eurovision? Bannað að halda með Manchester United? Nei, menn verða að standa í lappirnar og hafa trú.

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 11:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Satt er það Guðmundur Böðvarsson! En afhverju Theodór er krafa Rússa ekki rettmæt? Var ekki samið eftir síðasta stríð? Eru svikin ekki ógn við Rússa (afhverju áræddu þeir slíka vanvirðu?),um leið og það bætist ofan á áhyggjur hlutlausra friðelskandi þjóða? Ber ekki harðjaxlinn Pútín ábyrgð á landi sínu rétt eins og hin prúða Katrín forsætisráðherra okkar. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2022 kl. 15:54

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Some are wise and some are otherwise.

Jónatan Karlsson, 21.3.2022 kl. 16:36

7 Smámynd: Hörður Þormar

Þeir sem eru að verja eða bera blak af "hernaðaraðgerðum" Pútíns gera það með sláandi líkum rökum og þeir sem tóku undir "sanngirniskröfur" Hitlers um að  þýskumælandi íbúar Tékkóslóvakíu og Póllands fengju að sameinast Þriðja Ríkinu á fjórða áratug síðustu aldar.. 

Verði þeim að góðu!

Hörður Þormar, 21.3.2022 kl. 21:04

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Helga, ég var að enda við að benda á að Rússar sviku loforðið um að virða landamæri Úkraínu og fengu kjarnorkuvopn þeirra í staðinn. Ég hef ekki séð nein haldbær rök fyrir einhverjum svikum við eitthvað sem einhverjir ráðherrar sögðu á kaffi- og kleinufundum í reykfylltum herbergjum þegar Sovétríkin hrundu. Það sem skiptir máli, er það sem rataði í undirskrifaða sáttmála og þar var ekkert um takmörk á útþenslu Nató, hvað sem þessi eða hinn sagði, sem aldrei er hægt að sanna eða afsanna.

Gott og vel, ef svo ólíklega vill til að hægt sé að segja með einhverjum rökum að Rússar hafi verið sviknir og það skapi þeim einhver rétt til að sprengja nágrannaland sundur og saman, er þá ekki alveg eins hægt að segja það sama um svikin í hina áttina, svik Rússa við loforðið um að virða landamæri Úkraínu gegn því að fá kjarnorkuvopn þeirra.

Eiga þá Rússar kannski að afhenda Úkraínu aftur þessi kjarnorkuvopn? Þá eru bæði Rússland og Úkraína komin með kjarnorkuvopn í þessu grimmilega stríði og Úkraína farið að hóta Rússum kjarnorkuvopnaárás, rétt eins og Pútín hefur gert og þeir félagar startað kjarnorkustyrjöld. Ég geri ekki ráð fyrir að þú viljir það.

Theódór Norðkvist, 21.3.2022 kl. 21:31

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þú/ég? Æi látt ekki svona ;"Rússar eru það sem við erum ekki elska þjóð sína og virða kirkjuna".Óvinirnir við túnfótinn hafa raðað efnavopnum og ögrað á margvislegan hátt,að endingu kemst heimurinn(kviðdómurinn)að niðurstöðu; "það var ekki hægt að láta sem ekkert væri"(sýna sig fyrst) en engin getur sagt um hvað gengið er langt. Eg varð margs vísari eftir að hlusta á viðtalið sem Arnar Þór átti við mann að nafni Jónas og býr þarna austur frá. Náði greinilega ekki byrjuninni en Jónas rakti merkisviðburði sem ég man vel. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2022 kl. 23:58

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Virða kirkjuna? Hér er viðtal við rússneskan kristniboða sem neyddist til að flýja til USA, því yfirvöld voru farin að hóta að drepa börnin hans. Pútín sem einhver verndari kristinnar kirkju, er enn eitt öfugmælið / lygin sem ýmsir hafa fallið fyrir.

Russia adopted a law making it unconstitutional to be a Christian, even though the (Russian) constitution says you are free to profess any faith. (The Yarovaya law increases regulation of evangelism, including a ban on the performance of missionary activities in non-religious settings.)

Living as a Persecuted Christian in Russia

Theódór Norðkvist, 22.3.2022 kl. 10:00

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Helga, það er leitt að sjá þig komna í slagtog við kommúnismann!

Gunnar Heiðarsson, 22.3.2022 kl. 10:58

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er langt síðan að Helga yfirgaf vettvang heilbrigðar skynsemi eða almennar þekkingar.

Breytir því samt ekki að hún er og aldrei verður kommúnisti.

Rökréttarar væri að spyrja hvernig Arnar náði að rugla í fólki. Persónulega hygg ég að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök.

Skilningur og þekking krefst að fólk velti fyrir sér rökum bæði með og á móti, Páll til dæmis er svag fyrir rökum Halifax lávarðar, eiginlega gerir fátt annað en að staðfæra þau rök.

Til skilnings má vitna í Wikipediu um það debat sem félagarnir Halifax og Páll lúsuðu, enda var þá enginn Davíð til að bakka Pál eða Halifax upp.

"In May 1940, during the Second World War, the British war cabinet was split on the question of whether to make terms with Nazi Germany or to continue hostilities. The main protagonists were the prime minister, Winston Churchill, and the foreign secretary, Viscount Halifax. The dispute escalated to crisis point and threatened the continuity of the Churchill government. ".

Sögunni hættir til að endurtaka sig, en það gerir samt ekki Helgu að kommúnista.

Ekki frekar en Ólaf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2022 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband