Ofbeldi: Frosti játar og víkur, Aðalsteinn neitar og situr

Ólíkt hafast þeir fjölmiðlamennirnir Frosti Logason og Aðalsteinn Kjartansson. Sá fyrrnefndi játar andlegt ofbeldi, sem aðeins tveir eru vitni að, en sá síðarnefndi neitar aðild að byrlun og gagnastuldi sem lögregla hefur upplýst.

Manneskja sendi, af fúsum og frjálsum vilja, myndir til Frosta sem notaði þær til að hóta smánun. Aðalsteinn fékk sent stolin einkamál frá manni sem lá á milli heims og helju í gjörgæslu og notaði til að auðmýkja og niðurlægja. Frosti hótaði, Aðalsteinn framkvæmdi.

Aðalsteinn vissi með 4 daga fyrirvara um atlöguna að heilsu og einkahögum Páls skipstjóra. Hann fluttist af RÚV á Stundina gagngert til að koma þýfi í umferð, einkamálum úr síma skipstjórans. Aðalsteinn kallar það rannsóknablaðamennsku; svipað og að strætisróni segðist heilbrigð sál í hraustum líkama.

Frosti fer í ótímabundið leyfi ótilkvaddur en Aðalsteinn hangir eins og hundur á roði á sínu og segir í viðtali við mbl.is

Ég hef ekk­ert að fela í þessu máli enda viður­kenn­ir lög­regl­an að hún hafi ekk­ert í hönd­un­um sem bend­ir til þess að það hafi yfir höfuð verið glæp­ur fram­inn, hvað þá að ég hafi framið ein­hvern glæp.

Fyrst enginn glæpur var framinn hlýtur Aðalsteinn að mæta galvaskur í kaffispjall hjá lögreglunni án lögfræðings. Síðustu fréttir herma á hinn bóginn að Aðalsteinn vilji að hæstiréttur úrskurði að blaðamannaskírteinið veiti friðhelgi til að fremja glæpi s.s. að byrla og stela.

Frosti var knúinn til að segja af sér stjórnarsetu í Blaðamannafélagi Íslands. Aðalsteinn er þar varaformaður og vildi Frosta burt. Aðalsteinn situr áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Munurinn á Frosta og Aðalsteini er að sá fyrrnefndi biðst afsökunar á andlegu ofbeldi. Sá síðarnefndi forherðist í þeirri afstöðu að hafa fullan rétt til að auðmýkja og niðurlægja þótt það brjóti bæði gegn almennum hegningarlögum og almennu siðferði.

 

 


mbl.is Frosti í ótímabundið leyfi frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Eitt aðaleinkenni siðblindu er engin samkennd en líka mikil grimd til að koma sér áfram.  Siðblindir iðrast aldrei ljúga eins og þeir telja sig geta og ef þeir eru komnir út í horn þá spila þeir sig sem fórnalamb.  Svo má benda á það að siblindir sækja gjarnan í blaðamennsku.

Kristinn Sigurjónsson, 18.3.2022 kl. 09:02

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Siðblindir einstaklingar finna ekki fyrir samkennd og tilfinningum til annarra. Þeir eru sjálfselskir, fá ekki sektarkennd og eru í mörgum tilfellum með mjög yfirborðskenndan þokka sem heillar og dregur fólk að þeim.

Margir siðblindir komast langt í viðskiptum vegna miskunnarleysis síns, en fjölmargir forstjórar stórra fyrirtækja eru siðblindir. Aðrir starfsvettvangar sem siðblindir sækjast í eru lögfræði, fjölmiðlun og sölumennska.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.3.2022 kl. 11:43

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Furðuleg frásögn Mogga af sam skiptum Wessman og þess sem braust inn í tölvu RT.

Eins og bók eftir Yrsu eða einhvers slíks snillings?

Halldór Jónsson, 18.3.2022 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband