Ógöngur blaðamennskunnar

Blaðamennska snýst um að segja fréttir. Siðareglur vestrænna blaðamanna byggja á 5 kjarnaatriðum: 1. Nákvæmni 2. Sjálfstæði 3. Óhlutdrægni 4. Mannúð 5. Ábyrgð.

Blaðamennska er að afla staðreynda frá trúverðugum heimildum og segja almenningi frá tíðindum líðandi stundar. Í þessum skilningi er blaðamennska lýðræðinu mikilvæg.

Á seinni tímum er blaðamennska óðum að breytast í málflutning fyrir skoðunum. Markmiðið er að fylkja liði, taka afstöðu í samfélagslegum álitaefnum. Þetta er ekki hlutverk blaðamanna heldur stjórnmálamanna. Blaðamenn sem stunda þessa iðju skrifa iðulega jöfnum höndum á samfélagsmiðla og fréttamiðla. Þeir eru fyrst og fremst að afla fylgis við málstað fremur en en upplýsa um staðreyndir mála.

Baldur Hermannsson fyrrum kennari og þáttagerðarmaður man tímana tvenna í fjölmiðlun. Hann skrifar á Facebook og tekur blaðamenn til bæna:

þeir brjótast inn á ritstjórnarskrifstofur og ræna turntölvum, þeir gera út öryrkja til þess að skrásetja drykkjuraus þingmanna á knæpum, þeir sefja vanheilt fólk til þess að byrla mökum sínum eitur og stofna svo lífi þeirra í bráða hættu, stela gögnum úr farsímum og klekkja á varnarlausum almenningi ... já, því miður, blaðamenn eru sauðaþjófar nútímans, forhertir og fyrirlitnir af öllu vönduðu fólki.

Samt er það svo að blaðamenn fjasa um það þindarlaust hvílíkir dýrgripir þeir séu þjóðinni, einlægir, heiðarlegir, hlutlausir og hartnær ómissandi ... það mætti halda að stéttin væri haldin einhverjum fáránlegum geðklofa, slíkur er munurinn á daglegum veruleika þessa vesalings fólks og þeirrar tálsýnar sem það elur með sér.
 
Gróflega má skipta blaðamönnum í tvo hópa. Annar hópurinn er sá sem Baldur gerir að umtalsefni. Hinn hópurinn stendur hnípinn álengdar og þegir á meðan hinir óvönduðu fara sinu fram.
 
Blaðamenn gera kröfu um að komast ríkislaun. En þegar framlag þeirra til samfélagsins er sem raun ber vitni stríðir það gegn heilbrigðri skynsemi að almenningur fjármagni stétt sem er til óþurftar. 

 

 


mbl.is Róbert fagnar játningu Kristjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Því miður þá er þetta hverju orði sannara og þeir fara með alla hornsteina siðarreglanna sem öfugmæli.

Kristinn Sigurjónsson, 7.3.2022 kl. 07:42

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Orð í tíma töluð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2022 kl. 13:37

3 Smámynd: rhansen

Tek ofan fyrir Baldri  ...svo hárrett !

rhansen, 7.3.2022 kl. 18:58

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sorglega satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.3.2022 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband