Mánudagur, 7. mars 2022
Ógöngur blaðamennskunnar
Blaðamennska snýst um að segja fréttir. Siðareglur vestrænna blaðamanna byggja á 5 kjarnaatriðum: 1. Nákvæmni 2. Sjálfstæði 3. Óhlutdrægni 4. Mannúð 5. Ábyrgð.
Blaðamennska er að afla staðreynda frá trúverðugum heimildum og segja almenningi frá tíðindum líðandi stundar. Í þessum skilningi er blaðamennska lýðræðinu mikilvæg.
Á seinni tímum er blaðamennska óðum að breytast í málflutning fyrir skoðunum. Markmiðið er að fylkja liði, taka afstöðu í samfélagslegum álitaefnum. Þetta er ekki hlutverk blaðamanna heldur stjórnmálamanna. Blaðamenn sem stunda þessa iðju skrifa iðulega jöfnum höndum á samfélagsmiðla og fréttamiðla. Þeir eru fyrst og fremst að afla fylgis við málstað fremur en en upplýsa um staðreyndir mála.
Baldur Hermannsson fyrrum kennari og þáttagerðarmaður man tímana tvenna í fjölmiðlun. Hann skrifar á Facebook og tekur blaðamenn til bæna:
Róbert fagnar játningu Kristjóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður þá er þetta hverju orði sannara og þeir fara með alla hornsteina siðarreglanna sem öfugmæli.
Kristinn Sigurjónsson, 7.3.2022 kl. 07:42
Orð í tíma töluð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2022 kl. 13:37
Tek ofan fyrir Baldri ...svo hárrett !
rhansen, 7.3.2022 kl. 18:58
Sorglega satt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.3.2022 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.