Föstudagur, 25. febrúar 2022
Úkraína þvinguð að deila fullveldi með Rússum
Eftir vestræna stjórnarbyltingu í Kænugarði 2014 braust út borgarastyrjöld í Úkraínu. Ári seinna var undirritað Minsk-samkomulag um að Úkraína yrði sambandsríki er í reynd deildi fullveldinu með Rússlandi.
Forsenda samkomulagsins var breyting á stjórnarskrá Úkraínu. Eins menn vita á Fróni eru stjórnarskrárbreytingar viðkvæmt mál. Þeirri úkraínsku var aldrei breytt.
Er Úkraína vildi ekki deila fullveldinu með Rússlandi ákvað Pútín forseti að finna hentuga tímasetningu til að knýja fram með valdi það sem ekki tókst með samkomulagi. Pútín, sem sagður er talnanörd, fannst dagsetningin 02.02. 2022 ákjósanleg. Allsherjarárás Rússa á Úkraínumenn stendur yfir. Þjóðverjum, sumum, finnst dagsetningin minna á 1. september 1939. En það er nokkuð drjúgt. Hvorki er Pútín Hitler né nasismi allsráðandi hugmyndafræði í Rússlandi.
Annar þýskur hitti naglann á höfuðið. ,,Der Krieg ist eine bloße Fortsetzung der Politik mit anderen Mitteln - Stríð er framhald stjórnmála," skrifaði Clausewitz fyrir 200 árum. Sá þýski var vitni að herför Napóleons inn í Rússland. Lágvaxnir menn geta verið sporþungir.
Vesturlönd ætla ekki að fórna hermönnum í stríði frændþjóðanna. Rússar eru 145 milljónir en Úkraínumenn 45 milljónir og munu lúta í gras. Hvort það taki daga eða vikur er óvíst en niðurstaðan er fyrirsjáanleg.
Einn kostur Rússa er að brjóta Úkraínu upp í sjálfstjórnarhéruð, eftir forskrift Minsk I og II. Annar er að ,,Finnlandisera" Úkraínu, sem yrði að nafninu til fullvalda en fengi kvef um leið og hnerrað væri í Moskvu.
Deilt fullveldi var tekið upp í Evrópu um miðja síðustu öld eftir tvær stórstyrjaldir, kallaðar fyrra og seinna stríð. Fyrirkomulagið er í dag kallað Evrópusambandið.
Hersveitir Rússa nálgast Kænugarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð grein og rétt metið.
Birgir Loftsson, 25.2.2022 kl. 09:49
Hafðu eilífa skömm fyrir þjónkun þína við hinn morðóða Pútín. Megi sú hönd visna sem leggur Pútín lið. Ég skammast mín gagnvart vinum mínum og samstarfsfólki í Úkraínu að hér á Íslandi skuli slíkur Hitlersvinur fá að nota blog.is til að bera lygasúpu Pútíns á borð. Svei þér.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 25.2.2022 kl. 11:19
Kenni alltaf i brjóst um þá sem haldnir eru skilningslausri blindu eins og Einar Sveinn her á undan og hvað hann er að blanda Hitler inni malið undirstrikar blinduna !
rhansen, 25.2.2022 kl. 11:42
Hm, "Eftir vestræna stjórnarbyltingu í Kænugarði 2014". Hvað var vestrænt við hana? Kannski nasistarnir sem vildu fá tíma Stepans Banderas aftur og samvinnu við Þýskalands nasismans? Nú vilja þeir enn inn í ESB, en því miður er það ekki hægt meðan að Úkraína er eins nasífíseruð og raun ber vitni. Það þarf ekki bara lágvaxna menn með fortíð í KGB til að sjá það. Það er deginum ljósara.
FORNLEIFUR, 25.2.2022 kl. 18:06
Vilhjálmur, er ný-nasismi eins algengur í Úkraínu og sumir vilja vera láta? Ég veit að þeir hópar eru til, m.a. Azov-sveitin sem er hluti af úkraínska hernum. Las einhvers staðar að forseti Úkraínu væri gyðingur - myndi það gerast í nasistavæddu landi?
Það er rangt að dæma alla þjóðina út af einhverjum skemmdum eplum. Ég er t.d. viss um að einhverjir dæmdir barnaníðingar hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn. Þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn sé hópur barnaperra og hafi barnaníð á stefnuskránni?
PS Ég er ekki að bendla Sjálfst.flokkinn við barnaníð eða segja að kjósendur þess flokks séu oftar barnaperrar en aðrir kjósendur. Tók bara tilviljunkarkennt dæmi, veit ekkert um stjórnmálaskoðanir barnaperra, eða hvort þeir kjósi yfirhöfuð nokkurn flokk.
Theódór Norðkvist, 25.2.2022 kl. 19:05
Man eftir Uppreisninni à Maidan torgi. Þar vor mættir á svið forsprakkar ESB og McCain til að egna ofbeldið áfram. Umhverfis þá stóðu reffilegir nýnastiahöfðingjar með upprétta arma og armbönd sem líktust sólkrossinum æði mikið.
Það voru bandamenn og ESB sem sáu um þetta kúpp og skipuðu nýja leiðtoga. Fræg urðu orð Frú Nuland, sem sá um að manna nýja ríkistjórn. Samtalið var tekið upp og kallast "Fuck the EU call"
Transkript hér.
https://www.bbc.com/news/world-europe-26079957
Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2022 kl. 20:09
Jón Steinar, ágæti vinur, ert þú enn einn af þeim sem standa með grimmum og miskunnarlausum harðstjóra, bara af því að þér er svo illa við ESB?
Mér er ekki minna illa við ESB en þér, en ég geri mér grein fyrir því að óvinur óvinar míns, er ekki endilega vinur minn. Vilt þú frekar undir járnhæl Pútíns en ESB?
Theódór Norðkvist, 25.2.2022 kl. 21:06
vera undir járnhæl Pútíns...
átti þetta að vera.
Theódór Norðkvist, 25.2.2022 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.