Samsærið á Glæpaleiti staðfest af lögreglu

Verktaki á vegum RÚV byrlaði Páli skipstjóra Steingrímssyni ólyfjan og stal síma hans aðfaranótt 4. maí. Síminn var afritaður á RÚV. Hluti gagnanna fór á Stundina og annar hluti til Kjarnans. Miðlarnir tveir birtu fréttir úr gögnum Páls skipstjóra rúmum tveim vikum síðar, morguninn 21. maí.

Fjórum dögum áður en byrlað var fyrir Páli var Aðalsteinn Kjartansson fréttamaður á RÚV fluttur á Stundina til að vinna úr gögnunum, sem enn var ekki búið að stela. Aðalsteinn er höfundur fréttar Stundarinnar 21. maí.

Viðtakandi gagnanna á Kjarnanum var Þórður Snær Júlíusson ritstjóri. RÚV sá um samræmingu aðgerða. Aðalsteinn og Þórður Snær hringdu í Pál skipstjóra með tíu mínútna millibili 20. maí til að fá viðbrögð. RÚV ákvað einnig að fréttir Kjarnans og Stundarinnar skyldu birtast samtímis, í morgunsárið 21. maí. Ritstýring RÚV fól m.a. í sér að orðið ,,skæruliðadeild" skyldi notað í fréttum Kjarnans og Stundarinnar.

Greinargerð lögreglu fyrir héraðsdómi á Norðurlandi staðfestir þessa atburðarás. Auk blaðamanna af Kjarnanum og Stundinni er Þóra Arnórsdóttir á RÚV með stöðu sakbornings í málinu. Líklega einnig Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri og Helgi Seljan undirmaður Þóru. Rakel og Helgi hættu á RÚV eftir að sakamálarannsókn lögreglunnar fór af stað.

Lögreglan veit hver sá um byrlun og  þjófnaðinn fyrir RÚV. Verktakinn, sem er nákominn Páli skipstjóra, skilaði símanum eftir afritun á Efstaleiti á sjúkrabeð Páls þar hann lá á gjörgæslu.


mbl.is Skýrslutakan snúist ekki um skrif blaðamannanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kaldrifjað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2022 kl. 17:35

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Nú fer að hitna undir féttastofu RÚV. 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.2.2022 kl. 17:49

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þvílíkur farsi.

Hlýtur að koma næst á Netflix.cool

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.2.2022 kl. 18:16

4 Smámynd: rhansen

Langt siðan  þurfti að gera ærlega laugardags  hreingerningu á Rúv  ! Þurfum aftur að öðlast Rúv allra LANDSMANNA ÓHÁÐ OG ÓTENGT öllum áróðri og politiskum áhrifum og átökum ...Hlutlausa góða frettastofu  eins og sæmir lyðræðisriki  sem gætir jafnvægis og hlutleysis  sem viðkoma  öllum málum allra þegna ...

rhansen, 23.2.2022 kl. 18:23

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér varð nú hugsað til Noru Mörk við fréttir dagsins
https://www.aftonbladet.se/sportbladet/a/L0GPoQ/om-lackta-bilderna-mork-period-i-livet?fbclid=IwAR0tkKC5D5Nm6f1dl1ixFFTs_KP9pDMWNIqrsP2fQNI09SWO7PHl85qkh3E

Grímur Kjartansson, 23.2.2022 kl. 18:52

6 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Héfur nokkuð komið fram hver fékk klámið, eða hélt Þóra því eftir fyrir sig svo Aðalsteinn, Þórður og Arnar hafi ekki þurft að slást um það.   Það var heldur aldrei að vita nema Þóru velti því fyrir sér hvort þarna væri ekki skemmtilegt og áhugavert klám fyrir konu.

Kristinn Sigurjónsson, 23.2.2022 kl. 21:51

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur velur hér það sem hentar hans málflutningi, auðvitað. 

Enda hræsni lítið að flækjast fyrir höfundi sem fyrr.

Kemur hvergi fram í greinargerð að e-r innan RÚV að aflað gagnanna, e-ð sem höfundur er búinn að halda fram lengi. Höfundur hefur því fallið á prófinu, að mínu mati.

Hitt er svo öllu alvarlegra og e-ð sem lögreglustýran á Ak hlýtir að skoða að höfundur hér er búinn að hafa aðgang að upplýsingum un málið, og hér til dreifingar síðan í byrjun októbermánaðar. Upplýsingar er varðar sakborninga og þann sem kærir. 

Ekki víst að þannig sé þetta hugsað.

En þá man ég, höfundur er blaðamaður og má dreifa gögnunm sem hann fær á ólögmætan hátt, ef hann telur það varða almenning. 

Hvað var að tala um hræsni ? 

Á meðan syngur kórinn aftansönginnn sem aldrei fyrr....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.2.2022 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband