Namibíska verbúðin á RÚV

RÚV var með þann uppslátt um helgina að alþjóðalögreglna Interpol leitaði þriggja Íslendinga, Samherjamanna auðvitað. Í fréttinni segir að namibískur saksóknari vilji ,,að mennirnir þrír beri vitni".

Ha? Beri vitni?

Þetta eru sömu þrír mennirnir og RÚV sagði fyrir ári að væru ákærðir i Namibíu. Fréttin stendur enn á heimasíðu RÚV, óleiðrétt og óuppfærð.

Ef einhver ætti að þekkja muninn á að bera vitni og vera ákærður þá er það RÚV.

En RÚV er hjartanlega sama um sannleikann. RÚV hannar skáldskap eftir forskrift þar sem sumir eru fyrirfram sekir en aðrir saklausir.

Þeir sem veiða fisk og selja eru sekir. Þeir sem byrla og stela eru saklausir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

RUV :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2022 kl. 08:09

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Stóra spurningin hlýtur að vera, sem höfundur getur léttilega farið með heim í hérað og spurt sína samherja, þá úr því að téðir þrír menn séu jafn saklausir og höfundur mælir fyrir um, hví mæta þeir ekki til þeirra verka sem um er beðið ?

Hin spurningin til höfundar er þá hvort það sé ekki þekkt að sá vitnisburður sem kann að koma fram, kunni ekki að leiða síðar til ákæru ?

Vonandi eru samherjar höfundar ekki hafnr yfir lögin, hér eða í Namibíu ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.2.2022 kl. 10:24

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sé fyrir mér Helga Seljan hoppa upp í næstu flugvél til að mæta í viðtal hjá lögreglunni í Namibíu. Síðasti íslendingurinn sem fór í slíkt viðtal var ekki sleppt út aftur fyrr en hann hafði afhent allt það fé  sem hann hafði aðgengi að. En eftir það þá hafði lögreglan engan áhuga á honum og lét hann fara.

Grímur Kjartansson, 23.2.2022 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband