Mánudagur, 21. febrúar 2022
RÚV birti ekki fréttir, en framdi glæpinn
Kjarninn og Stundin birtu fréttir upp úr stolnum einkagögnum Páls skipstjóra Steingrímssonar. Gögnin fengu Kjarninn og Stundin frá RÚV sem skipulagði aðförina. Páli var byrlað eitur kvöldið 3. maí. Aðfaranótt 4. maí var hann sendur með sjúkraflugi frá Akureyri á gjörgæslu í Reykjavík. Yfirstjórn RÚV vill fella niður lögreglurannsókn á glæpnum og beitir fyrir vagn sinn stjórnmálamönnum og fjölmiðlum.
Fjórum dögum áður en Páll var lagður á gjörgæslu var fréttamaður RÚV, Aðalsteinn Kjartansson, fluttur á Stundina til að vinna úr væntanlegum gögnum úr síma Páls.
Síma Páls var stolið eftir að hann missti meðvitund og fór í öndunarvél vegna eitrunar.
Sími Páls var afritaður á Efstaleiti. Eftir það var símatækinu skilað á sjúkrabeð hans. Glæpurinn var skipulagður með það í huga að Pál skyldi ekki að gruna að síma hans var stolið og skilað aftur meðan hann var meðvitundarlaus.
Aðalsteinn á Stundinni og Þórður Snær á Kjarnanum biðu í rúman hálfan mánuð með birtingu frétta úr snjallsíma Páls eða til 21. maí. Skipulagið gerði ráð fyrir að eftir hálfan mánuð væri snjalltækið búið að eyða upplýsingum um staðsetningu á meðan tækið var í þjófahöndum. En eftir að Páll komst til meðvitundar grunaði hann að ekki væri allt með felldu. Hann slökkti á símtækinu til að gögn um staðsetningu eyddust ekki. Þegar skipstjórinn kærði eitrun og stuld fékk lögreglan símtækið til rannsóknar.
Upplýst er að þrír blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar eru grunaðir. Einnig Þóra Arnórsdóttir á RÚV. Líklega eru fleiri af RÚV með stöðu sakborninga í lögreglurannsókninni en nöfn þeirra eru ekki staðfest.
Stefán útvarpsstjóri og Heiðar fréttastjóri RÚV birta yfirlýsingu í gær um mikilvægi þess að fjölmiðlar fái óáreittir að birta fréttir. RÚV birti ekki fréttir úr stolnum einkagögnum Páls skipstjóra, það gerðu Kjarninn og Stundin. Verkskiptingin gekk út á að grunur félli ekki á RÚV ef upp kæmist að gögnin væru illa fengin. Þetta var varúðarráðstöfun. Páll skipstjóri átti að vera grunlaus um að gögnin væru komin úr hans síma. En símtækið skráði ferðir sínar upp á Efstaleiti. Lögreglan hefur upplýsingarnar. Stefán og Heiðar vilja ekki að þær upplýsingar komi fram. Það á að stöðva lögreglurannsóknina með öllum tiltækum ráðum.
RÚV skipulagði byrlun og þjófnað. Það eru alvarlegir glæpir. Yfirstjórn RÚV reynir núna að hindra framgang réttvísinnar. Það er líka glæpur.
Athugasemdir
Var Helga Seljan sagt upp, eða lét hann af störfum að eigin frumkvæði?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2022 kl. 09:29
Í tilfelli Helga og Rakel var um að ræða þvingaða leikjaröð. Hvorki þau né útvarpsstjóri áttu val. Meiri furða er að Þóra hélt áfram. Það gefur til kynna að undirmenn útvarpsstjóra hafi ekki sagt honum alla söguna. Verði Þóra sakfelld í væntanlegu dómsmáli eru dagar Stefáns á Efstaleiti taldir.
Páll Vilhjálmsson, 21.2.2022 kl. 11:04
Hvað var hann eiginlega að verja með þessari yfirlýsingu? Stefán skuldar okkur sem greiðum, með illu eða góðu, fyrir þessa stofnum útskýringu á hlut Þóru í glæpnum. A Sprengisandi í gær mætti Jón Trausti og fór um víðan vøll. Byggði mál sitt á "svo má bøl bæta að benda á annað." Fékkst þó ekki til ad svara hvort gøgnin úr síma nafna þíns væru enn hjá Stundinni.
Ragnhildur Kolka, 21.2.2022 kl. 13:39
Þetta er eins og krimmi eftir metsöluhöfund svei mér þá
Halldór Jónsson, 21.2.2022 kl. 16:48
Mér finnst ég hafa lesið þetta allt saman áður, orðið heldur betur útjaskað og þreytt.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 21.2.2022 kl. 21:10
Þú gerir þér grein fyrir því að þú ert að ásaka fólk um hreint og klárt morðtilræði, nefnir starfsfólk RÚV í því sambandi.
148. gr. Hegningarlaga
Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. … 2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
235. gr.
Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
Ég mundi segja, Páll Vilhjálmsson að þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða og gætir sjálfur endað fyrir dómi fyrir þessi skrif þín.
Jack Daniel's, 22.2.2022 kl. 10:55
Jack, ágæt tilraun en höfundur er auðvitað ekki allur þar sem hann er séður.
Höfum það í huga að FLokkurinn hefur lengi séð um sín samherja.
Á meðan heldur höfundur áfram að sprikla
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.2.2022 kl. 11:06
Satt er það Sigfús og Davíð Oddsson og bláa höndin, eða öllu heldur leyfarnar hinni rotnandi dauðbláu hönd munu halda verndarhendi sinni yfir Palla ofurbloggara og samsæriskenningasmið.
Hitt er siðan áhugavert í framhaldinu hvort mafían sjálf, sjallaflokkurinn og dómsmálaráðherra munu skipa lögreglunni að halda sínum fingrum frá rannsókn á Palla og koma í veg fyrir rannsókn á skrifum hans. Skrifum sem eru í sjálfu sér brot á hegningarlagagreinum þeim sem ég vísa til hér að ofan sem og á fésbókarsíðu minn þar sem ég deildi þessum skrifum, taggaði lögregluna og setti nokkrar greinar sama efnis í komment.
Framhaldið verður fróðlegt enda margir með siðferðiskommpásinn í lagi sem hafa lýst yfir fyrirlitningu sinni á Páli og skrfum hans.
Jack Daniel's, 22.2.2022 kl. 11:17
Stór furðulegt að þeir sem hér rita og lögregla á Akureyri skuli setja fókus á blaðamenn sem grein frá hópi sem kallar sjálfa sig skæruliða Samherja og fyrir liggur að gerðu allt til að skaða og hrella þá sem fjölluðu um fyrirtækið og þau mál sem það hefur lent í og verið ákært fyrir í mörgum löndum — en ekki íslandi.
Hvenær skrifaði Páll eða þeir sem hæpa hann um að ekki sé rétt að ræna fátækasta fólk heims, setja upp klækjaslóðir til að fela gróðann og þurfa ekki að greiða skatta og ráða „skæruliða“ til að brjóta á blaðamönnunum sem fjalla um málin?
Helgi Jóhann Hauksson, 22.2.2022 kl. 14:30
Hérna er ný frétt sem stiður ekki bullið í þér.
Meint brot blaðamanna ótengt umfjöllun um Samherja | RÚV (ruv.is)
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.